Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar 21. maí 2025 07:30 Í ljósi umræðu síðustu daga um verkefni og verk embættis sérstaks saksóknara á árunum eftir bankahrunið 2008 finnst mér rétt að birta erindi sem ég hélt sem framsögumaður á málþingi sem ríkissaksóknari og Ákærendafélagið efndu til með dómsmálaráðherra, lagadeild HÍ, ákærendum og fulltrúum þeirra 18.mars 2011. Þetta geri ég til þess að sýna fram á að viðvörunarorð og alvarlegar athugasemdir komu fram við það ferli sem þá var hafið og reyndist illa grundað að mínu viti. Erindi mitt á málþinginu var svohljóðandi (örlítið stytt): Ég er sjálfsagt ekki á réttum stað til þess að afla þeirri skoðun minni fylgis að við sem þjóð höfum gert mikil mistök með því að stofna til embættis sérstaks saksóknara eftir efnahagshrunið haustið 2008. Ég er sem sagt þeirrar skoðunar að rangt hafi verið að setja á stofn sérstakt embætti til þess að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í tengslum við bankahrunið. Ég vil taka það fram að í þessu sambandi skiptir ekki máli þótt ágætur maður hafi valist til þess að gegna embætti sérstaks saksóknara og nokkrir menn sem ég þekki af eigin reynslu að eru afbragðs lögreglumenn hafi valist þar í stjórnunarstöður. Grundvallarástæða þessarar skoðunar minnar er sú að ég tel að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum. Rannsókn sambærilegra brota eigi að lúta sambærilegum aðferðum. Lögin eigi að vera þau sömu fyrir alla. Að óbreyttum lögum eigi lögbrot gærdagsins að lúta sömu lögmálum og lögbrot dagsins í dag. Í meðbyr virðist allt svo auðvelt en í erfiðleikum reynir á grundvallarstoðir samfélagsins. Hrun íslenska fjármálakerfisins var auðvitað gríðarlegt áfall og við því urðum við að bregðast. Margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, lentu í miklum erfiðleikum. Við þessar aðstæður verður jarðvegur frjór fyrir dómstól götunnar. Bloggararnir kalla á réttlæti og það felst í því að refsa þeim sem þeir telja að beri ábyrgð á hruninu. Og þeim á að refsa sem fyrst og sem mest. Þeir sem hæst láta vita alveg hverjir eru sekir og kalla eftir því að lögregla, ákærendur og dómarar standi sig. Lögreglumaður, sem svarar því til að fyrst þurfi að rannsaka málið, og ákærandi sem er með málalengingar og svarar því til að hann geti ekki tekið ákvörðun um saksókn fyrr en að rannsókn lokinni eru ekki að skora hátt á vinsældalistanum. Við þessar aðstæður er svolítið hættulegt að vera sérstakur. Til sérstakra manna eru gerðar sérstakar kröfur. Það er til lítils að stofna sérstök embætti ef þau ná ekki sérstökum árangri. En hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að í reynd er ætlast til að sérstaki saksóknarinn beiti öðrum aðferðum en tíðkast hefur að nota við rannsókn og meðferð sakamála. Vinnubrögð hins sérstaka saksóknara eiga að lúta öðrum lögmálum. Beita skal nýjum vinnubrögðum. Kalla til erlenda sérfræðinga og hafa helst einn sérstakan saksóknara til þess að sinna málum sem tengjast hverjum hinna föllnu banka. Væntingar samfélagsins eru gífurlegar og pressan á hinn sérstaka saksóknara um að standa sig er mikil. Ekki veit ég hvað fjölmiðlaviðtölin eru orðin mörg þar sem sérstakur saksóknari er krafinn um árangur. Von mín og ósk er sú að þetta endi ekki allt með skelfingu. Mig hryllti við þegar fréttir birtust í vikunni um að 216 menn hefðu nú stöðu sakbornings í málum sem eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta er tæplega 0.7 prómill íslensku þjóðarinnar. Munum það til samanburðar að mælist magn áfengis í blóði meira en hálft prómill er maður óhæfur til aksturs. Sá sem tekinn er við akstur með 0,7 prómill missir ökuskírteinið. Á sama hátt fannst mér ömurlegt að hlusta á ástsælan, erlendan ráðgjafa okkar kveðja þjóðina í Kastljósviðtali þar sem hún sagði að bjart væri framundan hjá þjóðinni og miklum árangri hefði verið náð þar sem nú væri meiri mannafli við störf hjá embætti sérstaks saksóknara en dæmi væri um við rannsókn efnahagsbrota í Frakklandi. Virtist sú staðreynd að Frakkar eru 200 sinnum fleiri en við ekki skipta neinu máli í því sambandi. Sami viðmælandi hafði forsendur til þess að lýsa hæstaréttardóm í þekktu íslensku sakamáli rangan og hafði vitneskju um að íslenskir dómarar væru heldur latir og hefðu tilhneigingu til þess að hlífa hvítflibbamönnum. Ég hef ekki sannfæringu fyrir því að sleggjudómar af þessu tagi gagnist landi okkar við þær aðstæður sem við nú búum við. Með því sem ég hef sagt er ég ekki að halda því fram að ónauðsynlegt hafi verið að bregðast við afleiðingum efnahagshrunsins með því að styrkja rannsóknar- og ákæruvald frá því sem áður var. Ég tel hins vegar að það hefði átt að gera með því að styrkja þær stofnanir samfélagsins sem fara með ákæruvald og rannsókn efnahagsbrota. Með þeim hætti hefði réttaröryggi og samfella verið mun betur tryggt og meiri líkur til þess að sambærileg mál fengju sambærilega meðferð. Ruglingslegt kerfi Satt að segja held ég að ákæruvaldið í landinu líði fyrir það ruglingslega kerfi sem við búum við. Hversu margir Íslendingar haldið þið að skilji ákærukerfið? Valtýr, ríkissaksóknari, er æðsti yfirmaður. Nema reyndar í sérstöku málunum þar er Björn Bergsson sérstakur ríkissaksóknari. Og svo auðvitað í málum gegn Geir Haarde. Þar er Sigríður Friðjónsdóttir æðst saksóknara. Efnahagsbrotadeild Öldu Hrannar hefur ríkt sjálfstæði en á þó um sumt undir ríkissaksóknara en annað undir ríkislögreglustjóra. Reyndar eiga fæst mál sem varða ætluð efnahagsbrot undir efnahagsbrotadeildina því langflest virðast þau vera á borði Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara, sem aftur heyrir undir Björn Bergsson. Þetta hljómar flókið vegna þess að þetta er flókið Þegar við bætast fréttir um óheppileg kærumál og klúryrði vegna persónulegra deilumála einstaklinga sem gegna ábyrgðarstöðum meðal ákærenda og opinber ágreiningur er milli nánasta samstarfsmanns innanríkisráðherra og ríkissaksóknara um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum er ekki von á góðu. Vegna mikilvægis þess valds sem ákærendur fara með er nauðsynlegt að uppákomum af þessu tagi linni og kerfið lúti einni yfirstjórn sem byggist á lögum landsins en engu öðru. Hlutverkin Ég vil nota þetta tækifæri til þess að fara nokkrum orðum um samspil hlutverka ákærandans, dómarans og verjandans í rekstri sakamála og deila með ykkur þeim áhyggjum sem ég hef af stöðu þessara mála. Öll erum við væntanlega sammála um að tilgangurinn með rekstri sakamála er að þeir menn sem sannir eru að því að hafa brotið gegn refsilögum fái hæfilega refsingu. Þar sem sök er ekki sönnuð teljist maður hins vegar saklaus. Á vissan hátt má segja að ákærandinn fari með frumkvæðishlutverk í þessu samspili. Hann tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki og getur mælt fyrir um rannsókn mála. Markmið ákærandans hlýtur að vera það að búa þau mál sem hann ákærir í svo úr garði að dómarinn sem þarf að taka hina endanlegu ákvörðun byggi hana á skýrum og traustum gögnum. Á sama hátt þarf að haga rannsókn máls og meðferð fyrir dómi þannig að réttindi sakbornings séu tryggð, hans hagsmuna sé gætt og máli hans sé talað. Með öðrum orðum hljótum við öll að vera sammála um mikilvægi þess að á dómsdegi sé dómaranum ljóst fyrir hvað er ákært og á hverju það er byggt. Og öll viljum við að réttindi sakborningsins séu tryggð þannig að máli hans sé talað, dreginn fram vafi ef einhver er, og kostur gefinn á því að gagnrýna sönnunargögnin sem á er byggt. Ég óttast að þær aðferðir sem nú eru viðhafðar eru við rannsókn á efnahags- brotamálum, hvort sem er hjá sérstökum saksóknara eða ríkilögreglustjóra, muni valda því að erfitt verði að uppfylla þessi markmið um skýrleika. Skýrslutökur hafa gjörbreyst með því að taka allt sem fram fer á disk með hljóði og mynd. Áður voru svörin bókuð. Lesin yfir og bókunin samþykkt og undirrituð af sakborningi Nú er allt svo auðvelt. Spurningar og rökræður. Svo þarf að endurrita þetta allt saman. Þeir sem endurrita hafa sjálfsagt sjaldnast verið viðstaddir og skilja í sumum tilvikum augljóslega ekki allt sem sagt er: Endurrit af skýrslum frá SS skila sér seint og illa. Erfitt er fyrir verjendur að fylgjast með framgangi rannsóknar eins og þeir hafa rétt á og hafa skyldu til. Gögn verða þúsundir síðna. Ég hef reynslu úr Baugsmálinu. Gögn málsins voru margir tugir þúsunda síðna. Ég held að hvorki ákærendurnir, sem tóku ákvarðanirnar um útgáfu ákæranna, né dómararnir sem dæmdu í málunum hafi haft möguleika á því að lesa öll gögnin. Slíkt var einfaldlega ómögulegt vegna umfangsins. A.m.k. tókst mér það ekki sem verjanda eins sakborninganna. Þetta tel ég mjög alvarlegt mál. Markmiðið um að málið sé lagt með skýrum hætti fyrir dómara næst ekki. Ákærandinn og verjandinn geta flutt málið á grundvelli gagna þess klukkutímum saman án þess einu sinni að fjalla um sömu skjölin. Og það sem verra er. Alveg er óvíst að dómarinn sé með á nótunum þegar fjallað er um gögnin í málflutningi því ómögulegt er að nota þá hefðbundnu aðferð dómara að fletta upp einstökum skjölum þegar um þau er fjallað. Til þess er gagnabunkinn alltof stór. Mér finnst þessi þróun raunveruleg ógnun við réttaröryggið og undirstrika áhyggjur mína um að afrakstur hljóð og myndupptakanna verði enn til þess að auka þennan vanda. Ákærendur gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég veit ekki hvort ákærendur gera sér alltaf grein fyrir því hver afleiðing þess er fyrir einstakling að fá stöðu sakbornings eða vera ákærður. Ég get fullyrt úr starfi mínu að þau áhrif eru gríðarleg. Ég ætla ekki að halda því fram að ábyrgð verjenda jafnist á við þá ábyrgð sem ákærendur bera. Það breytir því ekki að verjendur gegna hlutverki sem líka er mikilvægt í réttarkerfinu. Þess vegna tel ég að það ætti að vera sjálfstætt markmið t.d. hjá embætti sérstaks saksóknara að ná góðri samvinnu við verjendur. Því miður finnst mér á þetta skorta hjá SS og reyndar hefur verið sagt við mig af ágætum mönnum sem þar starfa að nú séu breyttir tímar í samskiptum þeirra sem stjórna rannsóknum og verjenda sakborninga. Mér finnst þetta miður því þessi breyttu samskipti stafa ekki af breytingu á réttarfarslögum heldur af einhvers konar ákvörðun um að vera harður. Þar gleymist að verjandinn og ákærandinn eru hluti af sama kerfi sem sett er upp til þess að ná markmiði um réttláta málsmeðferð. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Lögreglan Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðu síðustu daga um verkefni og verk embættis sérstaks saksóknara á árunum eftir bankahrunið 2008 finnst mér rétt að birta erindi sem ég hélt sem framsögumaður á málþingi sem ríkissaksóknari og Ákærendafélagið efndu til með dómsmálaráðherra, lagadeild HÍ, ákærendum og fulltrúum þeirra 18.mars 2011. Þetta geri ég til þess að sýna fram á að viðvörunarorð og alvarlegar athugasemdir komu fram við það ferli sem þá var hafið og reyndist illa grundað að mínu viti. Erindi mitt á málþinginu var svohljóðandi (örlítið stytt): Ég er sjálfsagt ekki á réttum stað til þess að afla þeirri skoðun minni fylgis að við sem þjóð höfum gert mikil mistök með því að stofna til embættis sérstaks saksóknara eftir efnahagshrunið haustið 2008. Ég er sem sagt þeirrar skoðunar að rangt hafi verið að setja á stofn sérstakt embætti til þess að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í tengslum við bankahrunið. Ég vil taka það fram að í þessu sambandi skiptir ekki máli þótt ágætur maður hafi valist til þess að gegna embætti sérstaks saksóknara og nokkrir menn sem ég þekki af eigin reynslu að eru afbragðs lögreglumenn hafi valist þar í stjórnunarstöður. Grundvallarástæða þessarar skoðunar minnar er sú að ég tel að allir eigi að vera jafnir fyrir lögunum. Rannsókn sambærilegra brota eigi að lúta sambærilegum aðferðum. Lögin eigi að vera þau sömu fyrir alla. Að óbreyttum lögum eigi lögbrot gærdagsins að lúta sömu lögmálum og lögbrot dagsins í dag. Í meðbyr virðist allt svo auðvelt en í erfiðleikum reynir á grundvallarstoðir samfélagsins. Hrun íslenska fjármálakerfisins var auðvitað gríðarlegt áfall og við því urðum við að bregðast. Margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, lentu í miklum erfiðleikum. Við þessar aðstæður verður jarðvegur frjór fyrir dómstól götunnar. Bloggararnir kalla á réttlæti og það felst í því að refsa þeim sem þeir telja að beri ábyrgð á hruninu. Og þeim á að refsa sem fyrst og sem mest. Þeir sem hæst láta vita alveg hverjir eru sekir og kalla eftir því að lögregla, ákærendur og dómarar standi sig. Lögreglumaður, sem svarar því til að fyrst þurfi að rannsaka málið, og ákærandi sem er með málalengingar og svarar því til að hann geti ekki tekið ákvörðun um saksókn fyrr en að rannsókn lokinni eru ekki að skora hátt á vinsældalistanum. Við þessar aðstæður er svolítið hættulegt að vera sérstakur. Til sérstakra manna eru gerðar sérstakar kröfur. Það er til lítils að stofna sérstök embætti ef þau ná ekki sérstökum árangri. En hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að í reynd er ætlast til að sérstaki saksóknarinn beiti öðrum aðferðum en tíðkast hefur að nota við rannsókn og meðferð sakamála. Vinnubrögð hins sérstaka saksóknara eiga að lúta öðrum lögmálum. Beita skal nýjum vinnubrögðum. Kalla til erlenda sérfræðinga og hafa helst einn sérstakan saksóknara til þess að sinna málum sem tengjast hverjum hinna föllnu banka. Væntingar samfélagsins eru gífurlegar og pressan á hinn sérstaka saksóknara um að standa sig er mikil. Ekki veit ég hvað fjölmiðlaviðtölin eru orðin mörg þar sem sérstakur saksóknari er krafinn um árangur. Von mín og ósk er sú að þetta endi ekki allt með skelfingu. Mig hryllti við þegar fréttir birtust í vikunni um að 216 menn hefðu nú stöðu sakbornings í málum sem eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta er tæplega 0.7 prómill íslensku þjóðarinnar. Munum það til samanburðar að mælist magn áfengis í blóði meira en hálft prómill er maður óhæfur til aksturs. Sá sem tekinn er við akstur með 0,7 prómill missir ökuskírteinið. Á sama hátt fannst mér ömurlegt að hlusta á ástsælan, erlendan ráðgjafa okkar kveðja þjóðina í Kastljósviðtali þar sem hún sagði að bjart væri framundan hjá þjóðinni og miklum árangri hefði verið náð þar sem nú væri meiri mannafli við störf hjá embætti sérstaks saksóknara en dæmi væri um við rannsókn efnahagsbrota í Frakklandi. Virtist sú staðreynd að Frakkar eru 200 sinnum fleiri en við ekki skipta neinu máli í því sambandi. Sami viðmælandi hafði forsendur til þess að lýsa hæstaréttardóm í þekktu íslensku sakamáli rangan og hafði vitneskju um að íslenskir dómarar væru heldur latir og hefðu tilhneigingu til þess að hlífa hvítflibbamönnum. Ég hef ekki sannfæringu fyrir því að sleggjudómar af þessu tagi gagnist landi okkar við þær aðstæður sem við nú búum við. Með því sem ég hef sagt er ég ekki að halda því fram að ónauðsynlegt hafi verið að bregðast við afleiðingum efnahagshrunsins með því að styrkja rannsóknar- og ákæruvald frá því sem áður var. Ég tel hins vegar að það hefði átt að gera með því að styrkja þær stofnanir samfélagsins sem fara með ákæruvald og rannsókn efnahagsbrota. Með þeim hætti hefði réttaröryggi og samfella verið mun betur tryggt og meiri líkur til þess að sambærileg mál fengju sambærilega meðferð. Ruglingslegt kerfi Satt að segja held ég að ákæruvaldið í landinu líði fyrir það ruglingslega kerfi sem við búum við. Hversu margir Íslendingar haldið þið að skilji ákærukerfið? Valtýr, ríkissaksóknari, er æðsti yfirmaður. Nema reyndar í sérstöku málunum þar er Björn Bergsson sérstakur ríkissaksóknari. Og svo auðvitað í málum gegn Geir Haarde. Þar er Sigríður Friðjónsdóttir æðst saksóknara. Efnahagsbrotadeild Öldu Hrannar hefur ríkt sjálfstæði en á þó um sumt undir ríkissaksóknara en annað undir ríkislögreglustjóra. Reyndar eiga fæst mál sem varða ætluð efnahagsbrot undir efnahagsbrotadeildina því langflest virðast þau vera á borði Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara, sem aftur heyrir undir Björn Bergsson. Þetta hljómar flókið vegna þess að þetta er flókið Þegar við bætast fréttir um óheppileg kærumál og klúryrði vegna persónulegra deilumála einstaklinga sem gegna ábyrgðarstöðum meðal ákærenda og opinber ágreiningur er milli nánasta samstarfsmanns innanríkisráðherra og ríkissaksóknara um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum er ekki von á góðu. Vegna mikilvægis þess valds sem ákærendur fara með er nauðsynlegt að uppákomum af þessu tagi linni og kerfið lúti einni yfirstjórn sem byggist á lögum landsins en engu öðru. Hlutverkin Ég vil nota þetta tækifæri til þess að fara nokkrum orðum um samspil hlutverka ákærandans, dómarans og verjandans í rekstri sakamála og deila með ykkur þeim áhyggjum sem ég hef af stöðu þessara mála. Öll erum við væntanlega sammála um að tilgangurinn með rekstri sakamála er að þeir menn sem sannir eru að því að hafa brotið gegn refsilögum fái hæfilega refsingu. Þar sem sök er ekki sönnuð teljist maður hins vegar saklaus. Á vissan hátt má segja að ákærandinn fari með frumkvæðishlutverk í þessu samspili. Hann tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út eða ekki og getur mælt fyrir um rannsókn mála. Markmið ákærandans hlýtur að vera það að búa þau mál sem hann ákærir í svo úr garði að dómarinn sem þarf að taka hina endanlegu ákvörðun byggi hana á skýrum og traustum gögnum. Á sama hátt þarf að haga rannsókn máls og meðferð fyrir dómi þannig að réttindi sakbornings séu tryggð, hans hagsmuna sé gætt og máli hans sé talað. Með öðrum orðum hljótum við öll að vera sammála um mikilvægi þess að á dómsdegi sé dómaranum ljóst fyrir hvað er ákært og á hverju það er byggt. Og öll viljum við að réttindi sakborningsins séu tryggð þannig að máli hans sé talað, dreginn fram vafi ef einhver er, og kostur gefinn á því að gagnrýna sönnunargögnin sem á er byggt. Ég óttast að þær aðferðir sem nú eru viðhafðar eru við rannsókn á efnahags- brotamálum, hvort sem er hjá sérstökum saksóknara eða ríkilögreglustjóra, muni valda því að erfitt verði að uppfylla þessi markmið um skýrleika. Skýrslutökur hafa gjörbreyst með því að taka allt sem fram fer á disk með hljóði og mynd. Áður voru svörin bókuð. Lesin yfir og bókunin samþykkt og undirrituð af sakborningi Nú er allt svo auðvelt. Spurningar og rökræður. Svo þarf að endurrita þetta allt saman. Þeir sem endurrita hafa sjálfsagt sjaldnast verið viðstaddir og skilja í sumum tilvikum augljóslega ekki allt sem sagt er: Endurrit af skýrslum frá SS skila sér seint og illa. Erfitt er fyrir verjendur að fylgjast með framgangi rannsóknar eins og þeir hafa rétt á og hafa skyldu til. Gögn verða þúsundir síðna. Ég hef reynslu úr Baugsmálinu. Gögn málsins voru margir tugir þúsunda síðna. Ég held að hvorki ákærendurnir, sem tóku ákvarðanirnar um útgáfu ákæranna, né dómararnir sem dæmdu í málunum hafi haft möguleika á því að lesa öll gögnin. Slíkt var einfaldlega ómögulegt vegna umfangsins. A.m.k. tókst mér það ekki sem verjanda eins sakborninganna. Þetta tel ég mjög alvarlegt mál. Markmiðið um að málið sé lagt með skýrum hætti fyrir dómara næst ekki. Ákærandinn og verjandinn geta flutt málið á grundvelli gagna þess klukkutímum saman án þess einu sinni að fjalla um sömu skjölin. Og það sem verra er. Alveg er óvíst að dómarinn sé með á nótunum þegar fjallað er um gögnin í málflutningi því ómögulegt er að nota þá hefðbundnu aðferð dómara að fletta upp einstökum skjölum þegar um þau er fjallað. Til þess er gagnabunkinn alltof stór. Mér finnst þessi þróun raunveruleg ógnun við réttaröryggið og undirstrika áhyggjur mína um að afrakstur hljóð og myndupptakanna verði enn til þess að auka þennan vanda. Ákærendur gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég veit ekki hvort ákærendur gera sér alltaf grein fyrir því hver afleiðing þess er fyrir einstakling að fá stöðu sakbornings eða vera ákærður. Ég get fullyrt úr starfi mínu að þau áhrif eru gríðarleg. Ég ætla ekki að halda því fram að ábyrgð verjenda jafnist á við þá ábyrgð sem ákærendur bera. Það breytir því ekki að verjendur gegna hlutverki sem líka er mikilvægt í réttarkerfinu. Þess vegna tel ég að það ætti að vera sjálfstætt markmið t.d. hjá embætti sérstaks saksóknara að ná góðri samvinnu við verjendur. Því miður finnst mér á þetta skorta hjá SS og reyndar hefur verið sagt við mig af ágætum mönnum sem þar starfa að nú séu breyttir tímar í samskiptum þeirra sem stjórna rannsóknum og verjenda sakborninga. Mér finnst þetta miður því þessi breyttu samskipti stafa ekki af breytingu á réttarfarslögum heldur af einhvers konar ákvörðun um að vera harður. Þar gleymist að verjandinn og ákærandinn eru hluti af sama kerfi sem sett er upp til þess að ná markmiði um réttláta málsmeðferð. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar