Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2025 18:27 Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, segir ástandið á Gasa óásættanlegt. AP/Hannah McKay Ríkisstjórn Bretlands hefur tilkynnt að viðræðum við Ísraela um fríverslunarsamning yrði hætt. Er það vegna „grimmilegra“ aðgerða Ísraela á Gasaströndinni, þar sem neyðaraðstoð eins og matvælum, vatni og lyfjum hefur ekki verið hleypt inn í ellefu vikur. Sendiherra Ísrael í Bretlandi var einnig kallaður á teppið. David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Sjá meira
David Lammy, utanríkisráðherra, tilkynnti þetta í dag og sagði hann hundruð þúsunda íbúa á Gasa standa frammi fyrir því að svelta. Slíkt væri „andstyggilegt“. Ráðherrann sagði að sendiherra Ísrael yrði gert ljóst að í augum yfirvalda í Bretlandi væru aðgerðir Ísraela „grimmilegar“ og „óverjandi“. „Heimurinn dæmir þá. Sagan mun dæma þá,“ sagði Lammy á þingi í dag, samkvæmt Sky News. Hann sagði Breta vilja eiga í góðum samskiptum við Ísraela en framganga þeirra á Gasa gerði það mjög erfitt. Þetta sagði Lammy í kjölfar þess að Keir Starmer, Emmanuel Macron og Mark Carney, leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada, sendu út yfirlýsingu um að breyti Ísraelar ekki ú stefnu á Gasa verði gripið til aðgerða. Sjá einnig: Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Lammy boðaði einnig refsiaðgerðir gegn landtökumönnum á Vesturbakkanum. Foreign Secretary David Lammy announces that the Israeli ambassador has been summoned by the UK government, and negotiations over a free trade deal have been "suspended".Latest: https://t.co/qikdGClv4f📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/whLqbShYDb— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Ísraelar hafa gefið töluvert í á Gasa að undanförnu og hafa boðað almennt hernám svæðisins og brottflutning Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í dag að yfirlýsing leiðtoganna þriggja væri mikill fengu fyrir Hamas-samtökin. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Sky að aðstæður á Gasa væru óásættanlegar. Prime Minister Sir Keir Starmer says the situation in Gaza is "intolerable and unacceptable" and humanitarian aid "needs to get in at pace".He adds that the UK is "co-ordinating" with its allies on this.Latest: https://t.co/M6LGEG1mLj📺 Sky 501, Virgin 602 and Freeview 233 pic.twitter.com/qDh6xa469E— Sky News (@SkyNews) May 20, 2025 Brýn þörf barna Þrýstingur frá bandamönnum Ísrael hefur aukist mjög á undanförnum vikum, samhliða því að Ísraelar hafa komið í veg fyrir flæði neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina í tæpa þrjá mánuði. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því í dag að þúsundir barna gætu dáið úr hungri á næstu dögum en Ísraelar veittu í gær og í dag leyfi fyrir nokkrum tugum flutningabíla með neyðaraðstoð inn á Gasa. AP fréttaveitan hefur þó eftir einum yfirmanna mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum að það sé einungis dropi í hafið, miðað við þá aðstoð sem þurfi. Þar að auki segir talsmaður SÞ að þó leyfi hafi verið veitt fyrir neyðaraðstoð, taki tíma að koma henni til fólksins. Enn hafi ekkert skilað sér í vöruhús og dreifingarmiðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.
Bretland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin. 19. maí 2025 07:25