Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. maí 2025 07:02 Auðunn Blöndal dreymdi lagið Hver er sá besti árið 1985. Vísir/Vilhelm „Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök. Auðunn Blöndal þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann hefur verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum og skemmtanalífi í áratugi sem sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og skemmtikraftur samhliða því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins Blökastinu. Blaðamaður ræddi við Audda um lagið Hver er sá besti sem á fjörutíu ára gamla sögu. „Þetta lag er síðan 1985 sem er alveg galið en það var náttúrulega ekki í þessum teknó búning þá.“ Lagið kom til hans í draumi Lagið kom til Audda í draumi þegar hann var á ferðalagi með föðurafa sínum og ömmu. „Amma og afi voru rosa trúuð og ég var að selja með þeim platta merktum til dæmis „Guð blessi heimilið“ um allt Ísland. Svo var ég búinn að vera rosalega óþekkur einhvern tíma og sem betur fer dreymdi mig þetta lag. Þegar ég vaknaði daginn eftir þá sagði ég afa að mig hefði dreymt lag. Hann bað mig að syngja það og ég raula: „Hver er sá besti, hver er sá besti? Það er hann guð.“ Hann sótti strax gítarinn og byrjaði að spila undir. Það endaði svo þannig að við tókum lagið í Hvítasunnusöfnuðinum fyrir framan fullt af fólki.“ Sungið í fermingum Auddi er alinn upp á Sauðárkróki en bjó á þessum tíma í Iðufellinu í Breiðholti með fjölskyldunni. Hann segist þó ekki hafa fengið mjög strangt trúarlegt uppeldi frá foreldrum sínum. „Við fjölskyldan höfum aldrei verið strangtrúuð, það var aðallega föðurömmu og afa megin.“ Þessi minning er verðmæt fyrir Audda í dag og hefur nú orðið að einu vinsælasta lagi landsins, bæði í skemmtanalífinu og jafnvel í kirkjunum. „Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sá að það er verið að spila þetta í kirkjum og í fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður.“ Auddi deildi þessari skemmtilegu sögu í þættinum Satt eða logið árið 2017, mörgum árum áður en smellurinn varð svo að veruleika. Hér má sjá brot úr þættinum: Allir Fjallabræður syngja með Útvarpsþátturinn FM95Blö sem Auðunn Blöndal stýrir ásamt Steinda Jr. og Agli Einarssyni fór í loftið fyrir fjórtán árum og ákváðu þeir að gefa lagið út í tilefni af fermingarafmælinu. Samhliða því standa þeir fyrir risastórum tónleikum í Laugardalshöll 31. maí. Við erum að ferma þáttinn, bara að reyna að finna ástæðu til að halda gott partý, segir Auddi kíminn. „En þetta var svo góð pæling ég held að Steindi hafi komið með þetta því hann mundi eftir Hver er sá besti laginu. Afhverju gerum við ekki eitt fermingarlag?“ Hann segist fljótt hafa skynjað að lagið yrði vinsælt. „Þegar ég heyrði lagið fyrst þá fann maður alveg að þetta var eitthvað. Fjallabræður eru með okkur og ekki bara fjórir eða fimm meðlimir, allur kórinn kom að taka upp viðlagið. Þegar ég heyrði þetta í fyrsta sinn hugsaði ég já, þetta gæti orðið hittari. En hvort að þetta myndi hljóma á Instagram síðu biskupsins, það er svo annað mál. Viðtökurnar hafa verið alveg geggjaðar og þetta er lang skemmtilegasta lagið sem við tökum á giggum.“ „Það stærsta sem við höfum gert hingað til“ Hann segist fullur tilhlökkunar fyrir tónleikunum í Laugardalshöllinni. „Þetta er það stærsta sem við höfum gert á ferlinum hingað til. Við byrjuðum að plana þetta í september og fórum þá að velta fyrir okkur hvort við ættum að taka gömlu höllina eins og við gerðum á tíu ára afmælinu eða nýju höllina sem tekur mikið fleiri og er töluvert dýrari. Við ákváðum að taka sénsinn á stærri, sem betur fer því það væri löngu uppselt ef við hefðum farið í minni. Nú eru ennþá til miðar en þeir fara hratt því þetta er sturlað line-up,“ segir Auddi að lokum en meðal þeirra sem koma fram er ástralski ofurplötusnúðurinn Timmy Trumpet. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana. Tónlist Trúmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Auðunn Blöndal þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann hefur verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum og skemmtanalífi í áratugi sem sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og skemmtikraftur samhliða því að stýra einu vinsælasta hlaðvarpi landsins Blökastinu. Blaðamaður ræddi við Audda um lagið Hver er sá besti sem á fjörutíu ára gamla sögu. „Þetta lag er síðan 1985 sem er alveg galið en það var náttúrulega ekki í þessum teknó búning þá.“ Lagið kom til hans í draumi Lagið kom til Audda í draumi þegar hann var á ferðalagi með föðurafa sínum og ömmu. „Amma og afi voru rosa trúuð og ég var að selja með þeim platta merktum til dæmis „Guð blessi heimilið“ um allt Ísland. Svo var ég búinn að vera rosalega óþekkur einhvern tíma og sem betur fer dreymdi mig þetta lag. Þegar ég vaknaði daginn eftir þá sagði ég afa að mig hefði dreymt lag. Hann bað mig að syngja það og ég raula: „Hver er sá besti, hver er sá besti? Það er hann guð.“ Hann sótti strax gítarinn og byrjaði að spila undir. Það endaði svo þannig að við tókum lagið í Hvítasunnusöfnuðinum fyrir framan fullt af fólki.“ Sungið í fermingum Auddi er alinn upp á Sauðárkróki en bjó á þessum tíma í Iðufellinu í Breiðholti með fjölskyldunni. Hann segist þó ekki hafa fengið mjög strangt trúarlegt uppeldi frá foreldrum sínum. „Við fjölskyldan höfum aldrei verið strangtrúuð, það var aðallega föðurömmu og afa megin.“ Þessi minning er verðmæt fyrir Audda í dag og hefur nú orðið að einu vinsælasta lagi landsins, bæði í skemmtanalífinu og jafnvel í kirkjunum. „Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sá að það er verið að spila þetta í kirkjum og í fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður.“ Auddi deildi þessari skemmtilegu sögu í þættinum Satt eða logið árið 2017, mörgum árum áður en smellurinn varð svo að veruleika. Hér má sjá brot úr þættinum: Allir Fjallabræður syngja með Útvarpsþátturinn FM95Blö sem Auðunn Blöndal stýrir ásamt Steinda Jr. og Agli Einarssyni fór í loftið fyrir fjórtán árum og ákváðu þeir að gefa lagið út í tilefni af fermingarafmælinu. Samhliða því standa þeir fyrir risastórum tónleikum í Laugardalshöll 31. maí. Við erum að ferma þáttinn, bara að reyna að finna ástæðu til að halda gott partý, segir Auddi kíminn. „En þetta var svo góð pæling ég held að Steindi hafi komið með þetta því hann mundi eftir Hver er sá besti laginu. Afhverju gerum við ekki eitt fermingarlag?“ Hann segist fljótt hafa skynjað að lagið yrði vinsælt. „Þegar ég heyrði lagið fyrst þá fann maður alveg að þetta var eitthvað. Fjallabræður eru með okkur og ekki bara fjórir eða fimm meðlimir, allur kórinn kom að taka upp viðlagið. Þegar ég heyrði þetta í fyrsta sinn hugsaði ég já, þetta gæti orðið hittari. En hvort að þetta myndi hljóma á Instagram síðu biskupsins, það er svo annað mál. Viðtökurnar hafa verið alveg geggjaðar og þetta er lang skemmtilegasta lagið sem við tökum á giggum.“ „Það stærsta sem við höfum gert hingað til“ Hann segist fullur tilhlökkunar fyrir tónleikunum í Laugardalshöllinni. „Þetta er það stærsta sem við höfum gert á ferlinum hingað til. Við byrjuðum að plana þetta í september og fórum þá að velta fyrir okkur hvort við ættum að taka gömlu höllina eins og við gerðum á tíu ára afmælinu eða nýju höllina sem tekur mikið fleiri og er töluvert dýrari. Við ákváðum að taka sénsinn á stærri, sem betur fer því það væri löngu uppselt ef við hefðum farið í minni. Nú eru ennþá til miðar en þeir fara hratt því þetta er sturlað line-up,“ segir Auddi að lokum en meðal þeirra sem koma fram er ástralski ofurplötusnúðurinn Timmy Trumpet. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana.
Tónlist Trúmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira