Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar 19. maí 2025 13:32 Geðhjálp stóð fyrir ráðstefnunni „Þörf fyrir samfélagsbreytingar: nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum” nú fyrir helgi. Ráðstefnuna sóttu á þriðja hundrað þátttakendur sem vildu kynna sér önnur sjónarhorn en hafa verið ríkjandi geðheilbrigðismálum. Við komum saman því geðheilbrigði skiptir okkur máli. Fólk með persónulega reynslu af andlegum áskorunum, fagfólk sem og aðstandendur, deildu hugmyndum sínum og tóku virkan þátt í nýsköpun og framþróun í málaflokknum. Ef ég ætti að sjóða saman inntak ráðstefnunnar og það sem eftir situr í hjartanu, þá er það nauðsyn þess að skapa svigrúm fyrir að vera manneskjur fyrst og fremst. Í hröðu samfélagi byggðu á einstaklingshyggju og kapítalískum sjónarmiðum erum við mögulega að missa sjónar á því sem skiptir máli. Krafan um að hlaupa hraðar, afkasta meira, eignast meira, skara fram úr á öllum sviðum lífsins - hún er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Við deilum öll þeirri frummannlegu þörf á að vera í tengslum við annað fólk. Í reynd má segja að það sé eitt af grunnskilyrðum geðheilsu. Einn lykilfyrirlesaranna, Fritzi Horstman, vitnaði í sálfræðinginn Bruce D. Perry sem sagði “Relationships are the agents of change and the most powerful therapy is human love”. Hún hefur unnið með fólki sem hefur brotið af sér og vinnur markvisst að því að skapa áfallameðvitað fangelsiskerfi og samfélög. Áföll aðskilja okkur en það að tilheyra samfélagi heilar. Það skiptir sköpum fyrir bata og von um betri framtíð að eiga raunveruleg tengsl við annað fólk. Fólk sem gengur í gegnum tilfinningalega erfiðleika í kjölfar ýmis konar samfélagsþátta á borð við jaðarsetningu, áföll, fátækt og einelti - á betra skilið en núverandi geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum leiðir til að ná aftur undir okkur fótunum, halda og byggja upp þýðingarrík tengsl og rýna í hvað raunverulega orsakaði vanlíðanina. Ráðstefnan kynnti til sögunnar fjölmörg verkfæri sem gætu reynst vel inn í flóruna hér á Íslandi. Þar ber að nefna skjólshús rekið af jafningjum, þar sem hægt væri að dvelja í allt að 1-2 vikur meðan fólk nær undir sig fótunum í tilfinningalegri krísu. Einnig var töluverð umræða um óhefðbundnar upplifanir á borð við það að heyra raddir, sjá sýnir, og eiga aðrar skynjanir sem ekki öll eiga. Nálgun Hearing voices hreyfingarinnar hefur reynst fólki vel til að rýna í eigin upplifanir og finna persónulega þýðingu þeirra. Við heyrðum líka um skaðaminnkun gagnvart geðlyfjum og hjálplegan stuðning fyrir þau sem vilja minnka eða hætta á lyfjum á einhverjum tímapunkti í sinni vegferð. Öll þessi atriði eiga það sameiginlegt að notast við jafningjastuðning. Árangurinn er fólginn í mannlegum tengslum - að vera ekki ein, upplifa skilning, tengingu og það að tilheyra. Á ráðstefnunni kom skýrt fram að við þurfum að vera í tengslum við annað fólk, og það getur líka verið hjálplegt að auka á tengsl við náttúruna, umhverfið, innsæið og sjálfið. Þátttakendur kynntust hvernig hægt er að leita í náttúruna til að tengjast líkama sínum, tilfinningum og umhverfi með virðingu og forvitni. Við prófuðum sómatíska vinnu þar sem við notuðum einfaldar grunnhreyfingar til að vekja upp líkamsvitund og styðja við jafnvægi taugakerfisins. Við upplifðum á eigin skinni áhrif öndunarvinnu sem hægt er að nota í daglegu amstri sem og við tilfinningaúrvinnslu. Þátttakendur fengu líka að kynnast skapandi tjáningu sem einu af verkfærum sjálfsþekkingar og sem tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Ert þú í tengingu við hvað skiptir þig máli í lífinu? Færð þú svigrúm til að vera - skynja, upplifa, tengjast og tilheyra sem mannvera? Þetta er lykilatriði fyrir okkur öll sem einstaklingar. Ég vona að skrifin verði okkur hvatning til að veita þessum atriðum meiri athygli í eigin lífi . Það er þó ekki nóg að beina ábyrgðinni áfram á einstaklinginn til að huga að sinni geðheilsu. Ráðstefnan var skýrt ákall um samfélagsbreytingar sem myndu gera okkur öllum frekar kleift að lifa og dafna við góða geðheilsu. Við þurfum fjölbreytt úrræði sem henta ólíku fólki, mannúðlega, virðingarríka nálgun og opna umræðu um rætur vandans. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Svava Arnardóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Geðhjálp stóð fyrir ráðstefnunni „Þörf fyrir samfélagsbreytingar: nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum” nú fyrir helgi. Ráðstefnuna sóttu á þriðja hundrað þátttakendur sem vildu kynna sér önnur sjónarhorn en hafa verið ríkjandi geðheilbrigðismálum. Við komum saman því geðheilbrigði skiptir okkur máli. Fólk með persónulega reynslu af andlegum áskorunum, fagfólk sem og aðstandendur, deildu hugmyndum sínum og tóku virkan þátt í nýsköpun og framþróun í málaflokknum. Ef ég ætti að sjóða saman inntak ráðstefnunnar og það sem eftir situr í hjartanu, þá er það nauðsyn þess að skapa svigrúm fyrir að vera manneskjur fyrst og fremst. Í hröðu samfélagi byggðu á einstaklingshyggju og kapítalískum sjónarmiðum erum við mögulega að missa sjónar á því sem skiptir máli. Krafan um að hlaupa hraðar, afkasta meira, eignast meira, skara fram úr á öllum sviðum lífsins - hún er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Við deilum öll þeirri frummannlegu þörf á að vera í tengslum við annað fólk. Í reynd má segja að það sé eitt af grunnskilyrðum geðheilsu. Einn lykilfyrirlesaranna, Fritzi Horstman, vitnaði í sálfræðinginn Bruce D. Perry sem sagði “Relationships are the agents of change and the most powerful therapy is human love”. Hún hefur unnið með fólki sem hefur brotið af sér og vinnur markvisst að því að skapa áfallameðvitað fangelsiskerfi og samfélög. Áföll aðskilja okkur en það að tilheyra samfélagi heilar. Það skiptir sköpum fyrir bata og von um betri framtíð að eiga raunveruleg tengsl við annað fólk. Fólk sem gengur í gegnum tilfinningalega erfiðleika í kjölfar ýmis konar samfélagsþátta á borð við jaðarsetningu, áföll, fátækt og einelti - á betra skilið en núverandi geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum leiðir til að ná aftur undir okkur fótunum, halda og byggja upp þýðingarrík tengsl og rýna í hvað raunverulega orsakaði vanlíðanina. Ráðstefnan kynnti til sögunnar fjölmörg verkfæri sem gætu reynst vel inn í flóruna hér á Íslandi. Þar ber að nefna skjólshús rekið af jafningjum, þar sem hægt væri að dvelja í allt að 1-2 vikur meðan fólk nær undir sig fótunum í tilfinningalegri krísu. Einnig var töluverð umræða um óhefðbundnar upplifanir á borð við það að heyra raddir, sjá sýnir, og eiga aðrar skynjanir sem ekki öll eiga. Nálgun Hearing voices hreyfingarinnar hefur reynst fólki vel til að rýna í eigin upplifanir og finna persónulega þýðingu þeirra. Við heyrðum líka um skaðaminnkun gagnvart geðlyfjum og hjálplegan stuðning fyrir þau sem vilja minnka eða hætta á lyfjum á einhverjum tímapunkti í sinni vegferð. Öll þessi atriði eiga það sameiginlegt að notast við jafningjastuðning. Árangurinn er fólginn í mannlegum tengslum - að vera ekki ein, upplifa skilning, tengingu og það að tilheyra. Á ráðstefnunni kom skýrt fram að við þurfum að vera í tengslum við annað fólk, og það getur líka verið hjálplegt að auka á tengsl við náttúruna, umhverfið, innsæið og sjálfið. Þátttakendur kynntust hvernig hægt er að leita í náttúruna til að tengjast líkama sínum, tilfinningum og umhverfi með virðingu og forvitni. Við prófuðum sómatíska vinnu þar sem við notuðum einfaldar grunnhreyfingar til að vekja upp líkamsvitund og styðja við jafnvægi taugakerfisins. Við upplifðum á eigin skinni áhrif öndunarvinnu sem hægt er að nota í daglegu amstri sem og við tilfinningaúrvinnslu. Þátttakendur fengu líka að kynnast skapandi tjáningu sem einu af verkfærum sjálfsþekkingar og sem tækifæri til að láta rödd sína heyrast. Ert þú í tengingu við hvað skiptir þig máli í lífinu? Færð þú svigrúm til að vera - skynja, upplifa, tengjast og tilheyra sem mannvera? Þetta er lykilatriði fyrir okkur öll sem einstaklingar. Ég vona að skrifin verði okkur hvatning til að veita þessum atriðum meiri athygli í eigin lífi . Það er þó ekki nóg að beina ábyrgðinni áfram á einstaklinginn til að huga að sinni geðheilsu. Ráðstefnan var skýrt ákall um samfélagsbreytingar sem myndu gera okkur öllum frekar kleift að lifa og dafna við góða geðheilsu. Við þurfum fjölbreytt úrræði sem henta ólíku fólki, mannúðlega, virðingarríka nálgun og opna umræðu um rætur vandans. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun