Lífið

Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rósa Líf og Anahita hafa fundið ástina. Báðar tvær eru dýraverndarsinnar.
Rósa Líf og Anahita hafa fundið ástina. Báðar tvær eru dýraverndarsinnar.

Rósa Líf Darradóttir, læknir og aktívisti, og Anahita Sahar Babaei, listakona, aktívisti og kvikmyndagerðarkona, eru nýtt par. Rósa Líf deildi fallegum myndum af þeim saman á ferðalagi um Ísland á samfélagsmiðlum. 

Rósa Líf og Anahita hafa verið að hittast undanfarna mánuði en þær kynntust á málþinginu To Whale or Not to Whale, sem haldið var í Norræna húsinu árið 2023. 

Dýravelferð og náttúruvernd

Rósa Líf og Anahita deila sameiginlegum áhuga á náttúruvernd og sýna skýra andstöðu við hvalveiðar. 

Anahita vakti mikla athygli hér á landi í september 2023 þegar hún, ásamt Elissu Bijou, mótmæltu hvalveiðum Íslendinga með því að setjast í tunnur á hvalveiðibátunum Hvals 8 og Hvals 9 við Reykjavíkurhöfn. Þær dvöldu í tunnunum í 33 klukkustundir, án næringar og vökva.

Sjá: Nærmynd af konunum í tunnunum

Rósa Líf er grænkeri og formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Hún hefur talað um mikilvægi þess að virða rétt dýra til lífs án þjáninga.

„Það sem skilgreinir mig framar öðru og snertir alla fleti lífs míns er að ég er grænkeri. Mín afstaða er sú að við eigum að virða rétt annarra dýra til lífs án þjáninga og vanda okkur við að valda sem minnstum skaða með neyslu okkar. Ég er mikill dýravinur og það var mín leið inn í þessa hugsjón. Þar að auki er ég náttúruvísindanörd og líklega ein mesta Swifta (Taylor Swift aðdáandi) landsins,“ sagði hún í viðtali við Vísi í febrúar síðastliðnum.

Sjá: Ein­hleypan: Grænkeri sem hrífst af hug­rekki






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.