Innlent

Göngu­brúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan

Lovísa Arnardóttir skrifar
Brúin verður sett upp í nótt og svo heldur vinna áfram við stigahúsin.
Brúin verður sett upp í nótt og svo heldur vinna áfram við stigahúsin. Vegagerðin

Vegna vinnu við göngubrú yfir Sæbraut í Reykjavík verður lokað fyrir umferð á Sæbraut, milli Skeiðarvogs/Kleppsmýrarvegar og Súðarvogs, í kvöld frá klukkan 22 og til klukkan 6 í fyrramálið. Hjáleiðir verða merktar á staðnum og eru vegfarendur beðnir um að sína aðgát og virða merkingar.

Brúnni er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega fyrir vegfarendur milli nýrrar Vogabyggðar og Vogahverfis, ekki síst fyrir skólabörn í Vogaskóla.

„Þegar brúin verður komin á sinn stað heldur vinna við stigahúsin áfram. Gengið verður frá tengingum milli brúar og stigahúsa, sett upp lýsing og myndavélakerfi, gengið frá jarðvegi við stigahúsin og göngu- og hjólastígar malbikaðir. Lyftur verða síðan settar upp við báða brúarenda,“ segir á vef Vegagerðarinnar.


Tengdar fréttir

Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu

Framkvæmdir eru hafnar við nýja göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut. Uppsetning á stálvirki fyrir undirstöðurnar stendur nú yfir auk þess sem unnið er að samsetningu brúarinnar sem verður sett í heilu lagi á sinn stað. Gert er ráð fyrir að brúin verði tilbúin fyrir miðjan maí ef veðuraðstæður leyfa. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Betri samgöngum ohf..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×