„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 12:45 Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira