„Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. maí 2025 12:45 Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Skortur á íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga hér á landi bitnar á þjónustu við sjúklinga og veldur því að hjúkrunarfræðingum er mismunað á vinnumarkaði. Þetta segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kallar eftir því að stjórnvöld bjóði upp á íslenskukennslu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“ Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á stjórnvöld að gera kröfu um að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni hljóti ekki starfsleyfi nema að þeir hafi kunnáttu á íslensku. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi félagsins á fimmtudag. Samskipti skipti höfuð máli Helga Rósa Másdóttir, nýkjörinn formaður félagsins, segir skort á tungumálakunnáttu bitna bæði á þeim sem þiggja heilbrigðisþjónustu og þeim sem veita hana. „Þetta er náttúrulega samskiptafag og að geta átt góð samskipti við sjúklinga skiptir höfuð máli í að skilja líðan þeirra og eins líka í samskiptum við samstarfsfólkið. Það geta verið svona hröð samskipti þar sem að nákvæmar upplýsingar þurfa að skiljast vel á milli og þá skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál.“ Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga af elrendu þjóðerni fjölgað úr sex prósentum í ellefu prósent. Þriðjungur útgefinna hjúkrunarleyfa á síðasta ári voru veitt fólki af erlendu þjóðerni. Helga segir það ekki liggja fyrir hve hátt hlutfall erlendra hjúkrunarfræðinga tali ekki íslensku. Tungumálakennsla geti skipt sköpum Skortur á tungumálakunnáttu valdi vanlíðan og mismunun í starfi og kallar Helga eftir heildrænum ferlum um móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga og tungumálakennslu frá stjórnvöldum. „Við viljum fá þetta fólk og við þurfum á þeim að halda. En þá þurfum við líka að taka vel á móti þeim. Það hefur verið brotið á þeim, þeir hafa verið lægra launasettir og svo þegar það er talað við hjúkrunarfræðinga sem eru að flytjast á milli landa þá segja þeir allir það sama; Lykillinn að því að njóta sín í starfi og geta nýtt hæfni sína til fullnustu, það er að vera með tungumálið.“ Ísland sé að verða eftirbátur annara þjóða og bendir Helga á að víða fyrir utan landsteinanna eru gerðar strangar kröfur um tungumálakunnáttu gagnvart hjúkrunarfræðingum. Einnig þurfi að skerpa á kunnáttu erlendra starfsmanna um lög og réttindi er varða sjúklinga og starfsfólk. „Við vitum samt að það hefur verið meira á hjúkrunarheimilum sem að erlendir hjúkrunarfræðingar hafa verið að ráða sig á. En Það eru líka ákveðnar starfstöðvar inn á Landspítala þar sem það er stór hluti hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni.“
Stéttarfélög Kjaramál Heilbrigðismál Íslensk tunga Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira