Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar 19. maí 2025 09:02 Sjávarflóð eru náttúruvá sem Íslendingar þurfa að búa við og mikilvægt er að bregðast við á viðeigandi hátt. Líkt og í baráttunni við ofanflóð, þar sem sterk og markviss varnarvinna hefur skilað góðum árangri, er nauðsynlegt að setja upp öflugar sjóvarnir til að lágmarka skaða af völdum sjávarflóða. Hækkandi sjávarstaða og auknar veðursveiflur gera það að verkum að mikilvægi sjóvarna hefur aldrei verið meira. Samkvæmt áætlunum samgönguáætlunar er gert ráð fyrir að verja 150 milljónum króna árlega í sjóvarnir á landsvísu. Það er ljóst að þessi upphæð er langt frá því að nægja til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem skapast hefur á undanförnum árum, sérstaklega á þeim svæðum sem eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi sjávar. Á Suðurnesjum hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem sjávarflóð hafa ógnað byggð og innviðum. Í Suðurnesjabæ varð stórtjón 1. mars 2025 þegar hafnarmannvirki og aðrar eignir urðu fyrir miklum skaða af völdum sjávarflóða. Bændur og landeigendur urðu fyrir verulegu tjóni og annar golfvöllurinn í sveitarfélaginu var illa leikinn. Kirkjugarðar voru einnig í stórhættu á að verða fyrir ágangi sjávar. Ástandið er þannig að jafnvel þyrfti í raun að nýta alla þá fjárhæð sem ætluð er í sjóvarnir á landsvísu eingöngu í Suðurnesjabæ til að tryggja nauðsynlegar varnir þar. Þetta undirstrikar hversu brýnt það er að endurskoða fjármögnun sjóvarna hér á landi. Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Þannig mætti tryggja samræmda stefnu og stöðugan fjárhagslegan stuðning við varnir gegn sjávarflóðum um landið allt. Að sama skapi mætti horfa til þess að auka fjárveitingar ríkisins í sjóvarnir og setja slíkt á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þegar horft er til framtíðar er ljóst að vandinn mun aðeins aukast. Loftslagsbreytingar, hækkandi sjávarstaða og aukin tíðni óveðra eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Nú er tíminn til að bregðast við – áður en kostnaðurinn við aðgerðir verður óviðráðanlegur. Ég skora á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins að setja sjávarflóð og sjóvarnir á dagskrá. Það er deginum ljósara að þörfin er knýjandi og hún á aðeins eftir að aukast á komandi árum. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að tryggja vernd viðkvæmra svæða fyrir sjávarflóðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjávarflóð eru náttúruvá sem Íslendingar þurfa að búa við og mikilvægt er að bregðast við á viðeigandi hátt. Líkt og í baráttunni við ofanflóð, þar sem sterk og markviss varnarvinna hefur skilað góðum árangri, er nauðsynlegt að setja upp öflugar sjóvarnir til að lágmarka skaða af völdum sjávarflóða. Hækkandi sjávarstaða og auknar veðursveiflur gera það að verkum að mikilvægi sjóvarna hefur aldrei verið meira. Samkvæmt áætlunum samgönguáætlunar er gert ráð fyrir að verja 150 milljónum króna árlega í sjóvarnir á landsvísu. Það er ljóst að þessi upphæð er langt frá því að nægja til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem skapast hefur á undanförnum árum, sérstaklega á þeim svæðum sem eru hvað viðkvæmust fyrir ágangi sjávar. Á Suðurnesjum hafa ítrekað komið upp tilvik þar sem sjávarflóð hafa ógnað byggð og innviðum. Í Suðurnesjabæ varð stórtjón 1. mars 2025 þegar hafnarmannvirki og aðrar eignir urðu fyrir miklum skaða af völdum sjávarflóða. Bændur og landeigendur urðu fyrir verulegu tjóni og annar golfvöllurinn í sveitarfélaginu var illa leikinn. Kirkjugarðar voru einnig í stórhættu á að verða fyrir ágangi sjávar. Ástandið er þannig að jafnvel þyrfti í raun að nýta alla þá fjárhæð sem ætluð er í sjóvarnir á landsvísu eingöngu í Suðurnesjabæ til að tryggja nauðsynlegar varnir þar. Þetta undirstrikar hversu brýnt það er að endurskoða fjármögnun sjóvarna hér á landi. Eitt mögulegt úrræði væri að skoða stofnun sérstaks sjávarflóðasjóðs að fyrirmynd ofanflóðasjóðs. Þannig mætti tryggja samræmda stefnu og stöðugan fjárhagslegan stuðning við varnir gegn sjávarflóðum um landið allt. Að sama skapi mætti horfa til þess að auka fjárveitingar ríkisins í sjóvarnir og setja slíkt á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þegar horft er til framtíðar er ljóst að vandinn mun aðeins aukast. Loftslagsbreytingar, hækkandi sjávarstaða og aukin tíðni óveðra eru staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá. Nú er tíminn til að bregðast við – áður en kostnaðurinn við aðgerðir verður óviðráðanlegur. Ég skora á ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins að setja sjávarflóð og sjóvarnir á dagskrá. Það er deginum ljósara að þörfin er knýjandi og hún á aðeins eftir að aukast á komandi árum. Nú er mikilvægt að grípa til aðgerða til að tryggja vernd viðkvæmra svæða fyrir sjávarflóðum. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun