Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2025 07:33 Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech, hringdi bjöllunni í sænsku kauphöllinni í morgun. Alvotech Viðskipti með hluti í Alvotech hefjast í dag á Nasdaq markaðnum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bréf í félaginu verða þar með skráð samhliða á þremur aðalmörkuðum - Nasdaq í Bandaríkjunum, Nasdaq á Íslandi og Nasdaq í Stokkhólmi. Í tilkynningu frá Alvotech segir að félagið verði skráð undir auðkenninu „ALVO SDB“, en með skráningu í kauphöllinni í Stokkhólmi er ætlað að auka sýnileika félagsins hjá markaðsaðilum í Skandinavíu og Evrópu, auka viðskipti með hluti í félaginu og breikka hluthafahópinn. Haft er eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, að litið sé á skráninguna í Stokkhólmi sem þjónustu við núverandi hluthafa eða þá sem hyggjast fjárfesta í félaginu. Hún muni stuðla að auknum viðskiptum með bréf í félaginu. „Hlutabréfamarkaðurinn í Stokkhólmi er einn sá stærsti í Evrópu, sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Skráning Alvotech á Nasdaq í Stokkhólmi mun stuðla að því að breiðari hópur markaðsaðila í Skandinavíu og Evrópu sem fjárfesta í líftækni- og lyfjafyrirtækjum kynnist Alvotech og geti fjárfest í félaginu. Viðbrögð markaðsaðila sem við höfum fundað með að undanförnu og umframeftirspurn í útboðinu sem lauk í síðustu viku, bendir til mikils áhuga,“ er haft eftir Róberti. Náði einungis til fjárfesta í Svíþjóð Fram kemur að útboði í tengslum við skráningu félagsins á markaðinn í Stokkhólmi, sem hafi aðeins náð til fjárfesta í Svíþjóð, hafi lokið síðasta föstudag. „Mikill áhugi var meðal almennra fjárfesta á að eignast hluti í Alvotech og eftirspurn margföld á við framboð. Alls fengu meira en 3.000 nýir hluthafar afhent sænsk heimildarskírteini (SDR), sem eru ígildi hlutabréfa í Alvotech. Í boði voru 441.600 SDR. Gengi í útboðinu var 1.167,8 krónur (87,51 sænskar), sem jafngildir 90% af vegnu meðalverði hluta í Alvotech á útboðstímabilinu, 9.-16. maí sl. Alvotech býður hluthöfum sem áttu bréf í félaginu við skráninguna í Stokkhólmi að breyta hlutabréfum sínum í SDR og mun standa straum af þóknunum vegna þessarar yfirfærslu til Euroclear verðbréfamiðstöðvarinnar í Svíþjóð og DNB Bank ASA í Svíþjóð, sem sér um útgáfu heimildarskírteinanna. Tilboðið gildir aðeins fyrir núverandi hluthafa í tólf mánuði frá skráningunni Stokkhólmi. Hluthafar þurfa þó að standa skil á öðrum þjónustugjöldum, sem gætu verið innheimt af vörsluaðila, miðlara eða viðskiptabanka. Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta á First North Growth markaðnum á Íslandi árið 2022 og svo á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi síðar sama ár. Nú er félagið skráð á markað í þremur löndum, en Róbert Wessmann er stofnandi og stjórnarformaður félagsins.Vísir/Vilhelm Um Alvotech Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum,“ segir í tilkynningunni. Alvotech Kauphöllin Svíþjóð Líftækni Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Í tilkynningu frá Alvotech segir að félagið verði skráð undir auðkenninu „ALVO SDB“, en með skráningu í kauphöllinni í Stokkhólmi er ætlað að auka sýnileika félagsins hjá markaðsaðilum í Skandinavíu og Evrópu, auka viðskipti með hluti í félaginu og breikka hluthafahópinn. Haft er eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, að litið sé á skráninguna í Stokkhólmi sem þjónustu við núverandi hluthafa eða þá sem hyggjast fjárfesta í félaginu. Hún muni stuðla að auknum viðskiptum með bréf í félaginu. „Hlutabréfamarkaðurinn í Stokkhólmi er einn sá stærsti í Evrópu, sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Skráning Alvotech á Nasdaq í Stokkhólmi mun stuðla að því að breiðari hópur markaðsaðila í Skandinavíu og Evrópu sem fjárfesta í líftækni- og lyfjafyrirtækjum kynnist Alvotech og geti fjárfest í félaginu. Viðbrögð markaðsaðila sem við höfum fundað með að undanförnu og umframeftirspurn í útboðinu sem lauk í síðustu viku, bendir til mikils áhuga,“ er haft eftir Róberti. Náði einungis til fjárfesta í Svíþjóð Fram kemur að útboði í tengslum við skráningu félagsins á markaðinn í Stokkhólmi, sem hafi aðeins náð til fjárfesta í Svíþjóð, hafi lokið síðasta föstudag. „Mikill áhugi var meðal almennra fjárfesta á að eignast hluti í Alvotech og eftirspurn margföld á við framboð. Alls fengu meira en 3.000 nýir hluthafar afhent sænsk heimildarskírteini (SDR), sem eru ígildi hlutabréfa í Alvotech. Í boði voru 441.600 SDR. Gengi í útboðinu var 1.167,8 krónur (87,51 sænskar), sem jafngildir 90% af vegnu meðalverði hluta í Alvotech á útboðstímabilinu, 9.-16. maí sl. Alvotech býður hluthöfum sem áttu bréf í félaginu við skráninguna í Stokkhólmi að breyta hlutabréfum sínum í SDR og mun standa straum af þóknunum vegna þessarar yfirfærslu til Euroclear verðbréfamiðstöðvarinnar í Svíþjóð og DNB Bank ASA í Svíþjóð, sem sér um útgáfu heimildarskírteinanna. Tilboðið gildir aðeins fyrir núverandi hluthafa í tólf mánuði frá skráningunni Stokkhólmi. Hluthafar þurfa þó að standa skil á öðrum þjónustugjöldum, sem gætu verið innheimt af vörsluaðila, miðlara eða viðskiptabanka. Hlutabréf Alvotech voru tekin til viðskipta á First North Growth markaðnum á Íslandi árið 2022 og svo á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi síðar sama ár. Nú er félagið skráð á markað í þremur löndum, en Róbert Wessmann er stofnandi og stjórnarformaður félagsins.Vísir/Vilhelm Um Alvotech Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum,“ segir í tilkynningunni.
Alvotech Kauphöllin Svíþjóð Líftækni Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira