Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2025 22:04 Sigurður Breki Kárason #30 sést hér fyrir miðju. Hann varð á dögunum yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar. Hilmar Þór Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. Atvikið átti sér stað á 85. mínútu leiksins, sem lauk með 4-3 sigri Aftureldingar. Sigurður Breki var nýkominn inn af varamannabekk KR. Bjartur Bjarmi í liði Aftureldingar mætti Sigurði af krafti þegar hann ætlaði að snúa með boltann. Ekkert brot dæmt, bara hörð öxl í öxl. En leikurinn var stöðvaður skömmu síðar þar sem Sigurður lá óvígur og hann var tekinn af velli. „Hann er farinn upp á spítala og það verður bara að koma í ljós. Hann viðbeinsbrotnaði fyrir nokkrum árum og það getur vel verið að það hafi eitthvað svipað gerst núna, en alltof snemmt að segja til um það.“ Með fullri virðingu fyrir hans gæðum sem leikmaður verður samt að spyrja, er hann í hættu sökum stærðar? „Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltanum… Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en jú, það er auðvelt að segja það núna [að hann sé í hættu], en enginn sem sagði það eftir Valsleikinn. Hann er bara leikmaður í meistaraflokki og kannski minni en flestir, en ég held að þetta hefði getað komið fyrir alla leikmenn í mínu liði.“ Sigurður Breki sést hér fyrir miðju, ásamt fyrirliðanum Aroni Sigurðssyni. Alexander Rafn Pálmason bak við. Facebook/KR Óskar var þá að lokum spurður út í meiðslin hjá hans liði, sem hafa verið fjölmörg á bæði undirbúningstímabilinu og eftir að deildin hófst. KR æfir og spilar af gríðarlegri ákefð, sem hefur mögulega áhrif. „Kannski hefur þetta eitthvað að gera með leikstílinn. Við sáum Eyjamenn lenda í skakkaföllum í dag, kannski ekki tilviljun þar sem þeir eru búnir að spila tvo leiki við okkur á fimm dögum… Það er há ákefð í þessum leikjum og menn þurfa að hlaupa mikið og leggja sig mikið fram. Mögulega er þetta fórnarkostnaður fyrir seinni tíma gróða, það getur vel verið og ég tek hann þá. Við erum alls ekki fullkomið lið og alls ekki fullmótað lið. Þannig að ef þetta er eitt af því sem við þurfum að fórna í smá tíma, að menn séu inn og út vegna meiðsla, þá verður bara að hafa það. Þá tökum við því og púslum þessu áfram saman, höldum áfram að púsla“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 85. mínútu leiksins, sem lauk með 4-3 sigri Aftureldingar. Sigurður Breki var nýkominn inn af varamannabekk KR. Bjartur Bjarmi í liði Aftureldingar mætti Sigurði af krafti þegar hann ætlaði að snúa með boltann. Ekkert brot dæmt, bara hörð öxl í öxl. En leikurinn var stöðvaður skömmu síðar þar sem Sigurður lá óvígur og hann var tekinn af velli. „Hann er farinn upp á spítala og það verður bara að koma í ljós. Hann viðbeinsbrotnaði fyrir nokkrum árum og það getur vel verið að það hafi eitthvað svipað gerst núna, en alltof snemmt að segja til um það.“ Með fullri virðingu fyrir hans gæðum sem leikmaður verður samt að spyrja, er hann í hættu sökum stærðar? „Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltanum… Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en jú, það er auðvelt að segja það núna [að hann sé í hættu], en enginn sem sagði það eftir Valsleikinn. Hann er bara leikmaður í meistaraflokki og kannski minni en flestir, en ég held að þetta hefði getað komið fyrir alla leikmenn í mínu liði.“ Sigurður Breki sést hér fyrir miðju, ásamt fyrirliðanum Aroni Sigurðssyni. Alexander Rafn Pálmason bak við. Facebook/KR Óskar var þá að lokum spurður út í meiðslin hjá hans liði, sem hafa verið fjölmörg á bæði undirbúningstímabilinu og eftir að deildin hófst. KR æfir og spilar af gríðarlegri ákefð, sem hefur mögulega áhrif. „Kannski hefur þetta eitthvað að gera með leikstílinn. Við sáum Eyjamenn lenda í skakkaföllum í dag, kannski ekki tilviljun þar sem þeir eru búnir að spila tvo leiki við okkur á fimm dögum… Það er há ákefð í þessum leikjum og menn þurfa að hlaupa mikið og leggja sig mikið fram. Mögulega er þetta fórnarkostnaður fyrir seinni tíma gróða, það getur vel verið og ég tek hann þá. Við erum alls ekki fullkomið lið og alls ekki fullmótað lið. Þannig að ef þetta er eitt af því sem við þurfum að fórna í smá tíma, að menn séu inn og út vegna meiðsla, þá verður bara að hafa það. Þá tökum við því og púslum þessu áfram saman, höldum áfram að púsla“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti