Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2025 22:04 Sigurður Breki Kárason #30 sést hér fyrir miðju. Hann varð á dögunum yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar. Hilmar Þór Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. Atvikið átti sér stað á 85. mínútu leiksins, sem lauk með 4-3 sigri Aftureldingar. Sigurður Breki var nýkominn inn af varamannabekk KR. Bjartur Bjarmi í liði Aftureldingar mætti Sigurði af krafti þegar hann ætlaði að snúa með boltann. Ekkert brot dæmt, bara hörð öxl í öxl. En leikurinn var stöðvaður skömmu síðar þar sem Sigurður lá óvígur og hann var tekinn af velli. „Hann er farinn upp á spítala og það verður bara að koma í ljós. Hann viðbeinsbrotnaði fyrir nokkrum árum og það getur vel verið að það hafi eitthvað svipað gerst núna, en alltof snemmt að segja til um það.“ Með fullri virðingu fyrir hans gæðum sem leikmaður verður samt að spyrja, er hann í hættu sökum stærðar? „Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltanum… Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en jú, það er auðvelt að segja það núna [að hann sé í hættu], en enginn sem sagði það eftir Valsleikinn. Hann er bara leikmaður í meistaraflokki og kannski minni en flestir, en ég held að þetta hefði getað komið fyrir alla leikmenn í mínu liði.“ Sigurður Breki sést hér fyrir miðju, ásamt fyrirliðanum Aroni Sigurðssyni. Alexander Rafn Pálmason bak við. Facebook/KR Óskar var þá að lokum spurður út í meiðslin hjá hans liði, sem hafa verið fjölmörg á bæði undirbúningstímabilinu og eftir að deildin hófst. KR æfir og spilar af gríðarlegri ákefð, sem hefur mögulega áhrif. „Kannski hefur þetta eitthvað að gera með leikstílinn. Við sáum Eyjamenn lenda í skakkaföllum í dag, kannski ekki tilviljun þar sem þeir eru búnir að spila tvo leiki við okkur á fimm dögum… Það er há ákefð í þessum leikjum og menn þurfa að hlaupa mikið og leggja sig mikið fram. Mögulega er þetta fórnarkostnaður fyrir seinni tíma gróða, það getur vel verið og ég tek hann þá. Við erum alls ekki fullkomið lið og alls ekki fullmótað lið. Þannig að ef þetta er eitt af því sem við þurfum að fórna í smá tíma, að menn séu inn og út vegna meiðsla, þá verður bara að hafa það. Þá tökum við því og púslum þessu áfram saman, höldum áfram að púsla“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Tengdar fréttir Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 85. mínútu leiksins, sem lauk með 4-3 sigri Aftureldingar. Sigurður Breki var nýkominn inn af varamannabekk KR. Bjartur Bjarmi í liði Aftureldingar mætti Sigurði af krafti þegar hann ætlaði að snúa með boltann. Ekkert brot dæmt, bara hörð öxl í öxl. En leikurinn var stöðvaður skömmu síðar þar sem Sigurður lá óvígur og hann var tekinn af velli. „Hann er farinn upp á spítala og það verður bara að koma í ljós. Hann viðbeinsbrotnaði fyrir nokkrum árum og það getur vel verið að það hafi eitthvað svipað gerst núna, en alltof snemmt að segja til um það.“ Með fullri virðingu fyrir hans gæðum sem leikmaður verður samt að spyrja, er hann í hættu sökum stærðar? „Hann hefur lifað af fjörutíu meistaraflokksæfingar með okkur og það er alveg tekið á honum þar. Jújú, auðvitað er hann lítill, auðvitað er hann ungur, en nei ég met ekki svo að hann sé í hættu. Það er okkar liðsins að spila á hann þannig að hann hafi tíma á boltanum… Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist þarna en jú, það er auðvelt að segja það núna [að hann sé í hættu], en enginn sem sagði það eftir Valsleikinn. Hann er bara leikmaður í meistaraflokki og kannski minni en flestir, en ég held að þetta hefði getað komið fyrir alla leikmenn í mínu liði.“ Sigurður Breki sést hér fyrir miðju, ásamt fyrirliðanum Aroni Sigurðssyni. Alexander Rafn Pálmason bak við. Facebook/KR Óskar var þá að lokum spurður út í meiðslin hjá hans liði, sem hafa verið fjölmörg á bæði undirbúningstímabilinu og eftir að deildin hófst. KR æfir og spilar af gríðarlegri ákefð, sem hefur mögulega áhrif. „Kannski hefur þetta eitthvað að gera með leikstílinn. Við sáum Eyjamenn lenda í skakkaföllum í dag, kannski ekki tilviljun þar sem þeir eru búnir að spila tvo leiki við okkur á fimm dögum… Það er há ákefð í þessum leikjum og menn þurfa að hlaupa mikið og leggja sig mikið fram. Mögulega er þetta fórnarkostnaður fyrir seinni tíma gróða, það getur vel verið og ég tek hann þá. Við erum alls ekki fullkomið lið og alls ekki fullmótað lið. Þannig að ef þetta er eitt af því sem við þurfum að fórna í smá tíma, að menn séu inn og út vegna meiðsla, þá verður bara að hafa það. Þá tökum við því og púslum þessu áfram saman, höldum áfram að púsla“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. 16. apríl 2025 07:33