Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. maí 2025 07:03 Fagnað á toppnum. Aðsend Þrjár stelpur sem toppuðu Hvannadalshnúk á fjallaskíðum segjast stoltar af sér. Þær hafi ekkert verið smeykar upp og að skemmtilegast hafi verið að renna sér niður. Það eru ekki allir sem geta státað sig af því að hafa farið á hæsta tind Íslands Hvannadalshnúk en það geta þær fjórtán ára gamla Katla María, tólf ára gamla Snædís og níu ára gamla Tinna gert. Þær fóru upp á tindinn á fjallaskíðum í fylgd foreldra sinna í síðustu viku. Þær Snædís, Katla María og Tinna eru hreyknar af sér eftir að hafa toppað Hvannadalshnúk.Vísir/Lýður Valberg Stelpurnar segjast eðli málsins samkvæmt vera hreyknar af afrekinu enda eru þær líklega meðal yngstu Íslendinganna sem það hafa gert. „Þetta var mjög gaman. Alveg æðislegt,“ segja stelpurnar og bætir ein því við að hún sé afar stolt af sér. Toppurinn er 2.111 metra hár og þarf að fara hluta leiðarinnar í línu upp að toppnum og varast þar sprungur í jökli. Færið var æðislegt í rjómablíðu.Aðsend Hvernig fannst ykkur það að fara í línuna og sjá sprungur og vera á þessu svæði? „Sko það þurfti að vera alveg smá bil á mlli okkar þannig maður gat ekki talað eins mikið en við vorum með tónlist þannig þetta var bara allt í lagi.“ Haldið niður af toppnum.Aðsend Voruð þið eitthvað skelkaðar? „Sko við sáum nokkrar sprungur og þurftum að fara yfir þrjár sem við sáum allavega og flestar sprungurnar voru eiginlega fullar af snjó þannig þær voru ekkert eitthvað rosa stórar.“ Þannig þið voruð ekkert smeykar? „Nei nei. Þið voruð bara að hafa gaman? Jááááá.“ Útsýnið var glæsilegt.Aðsend Stelpurnar segja að þær hafi verið í góðu skapi alla ferðina og bara örlítið þreyttar. Skemmtilegast fannst stelpunum svo að renna sér niður eftir að hafa notið útsýnisins af hæsta tindi landsins þar sem þær tóku nóg af myndum og gæddu sér á nesti. Smá stopp á löngum fjallaskíðadegi.Aðsend Hvernig var að renna sér niður, voruð þið fljótar niður? „Við vorum svona tvo tíma niður. Það var geggjað færi. Þannig að veðrið, geggjað færi, geggjað veður? Já það var æðislegt, tuttugu gráður næstum því allan tímann.“ Brosað út að eyrum á fullkomnum degi.Aðsend Börn og uppeldi Fjallamennska Krakkar Hvannadalshnjúkur Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Það eru ekki allir sem geta státað sig af því að hafa farið á hæsta tind Íslands Hvannadalshnúk en það geta þær fjórtán ára gamla Katla María, tólf ára gamla Snædís og níu ára gamla Tinna gert. Þær fóru upp á tindinn á fjallaskíðum í fylgd foreldra sinna í síðustu viku. Þær Snædís, Katla María og Tinna eru hreyknar af sér eftir að hafa toppað Hvannadalshnúk.Vísir/Lýður Valberg Stelpurnar segjast eðli málsins samkvæmt vera hreyknar af afrekinu enda eru þær líklega meðal yngstu Íslendinganna sem það hafa gert. „Þetta var mjög gaman. Alveg æðislegt,“ segja stelpurnar og bætir ein því við að hún sé afar stolt af sér. Toppurinn er 2.111 metra hár og þarf að fara hluta leiðarinnar í línu upp að toppnum og varast þar sprungur í jökli. Færið var æðislegt í rjómablíðu.Aðsend Hvernig fannst ykkur það að fara í línuna og sjá sprungur og vera á þessu svæði? „Sko það þurfti að vera alveg smá bil á mlli okkar þannig maður gat ekki talað eins mikið en við vorum með tónlist þannig þetta var bara allt í lagi.“ Haldið niður af toppnum.Aðsend Voruð þið eitthvað skelkaðar? „Sko við sáum nokkrar sprungur og þurftum að fara yfir þrjár sem við sáum allavega og flestar sprungurnar voru eiginlega fullar af snjó þannig þær voru ekkert eitthvað rosa stórar.“ Þannig þið voruð ekkert smeykar? „Nei nei. Þið voruð bara að hafa gaman? Jááááá.“ Útsýnið var glæsilegt.Aðsend Stelpurnar segja að þær hafi verið í góðu skapi alla ferðina og bara örlítið þreyttar. Skemmtilegast fannst stelpunum svo að renna sér niður eftir að hafa notið útsýnisins af hæsta tindi landsins þar sem þær tóku nóg af myndum og gæddu sér á nesti. Smá stopp á löngum fjallaskíðadegi.Aðsend Hvernig var að renna sér niður, voruð þið fljótar niður? „Við vorum svona tvo tíma niður. Það var geggjað færi. Þannig að veðrið, geggjað færi, geggjað veður? Já það var æðislegt, tuttugu gráður næstum því allan tímann.“ Brosað út að eyrum á fullkomnum degi.Aðsend
Börn og uppeldi Fjallamennska Krakkar Hvannadalshnjúkur Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp