Lífið

Voru í sjötta sæti í undankeppninni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Væb-hópurinn stóð sig frábærlega, bæði í undankeppninni og á lokakvöldinu.
Væb-hópurinn stóð sig frábærlega, bæði í undankeppninni og á lokakvöldinu. Getty/Jens Büttner

Strákarnir í Væb lentu í sjötta sæti í undanriðli Eurovision á þriðjudaginn. Þeir fengu þar 97 stig, einungis fjörutíu stigum minna en sigurvegarinn Úkraína.

Stigin 97 komu öll úr símakosningu, enda engar dómnefndir á undankvöldunum. Þau komu frá þessum löndum: 

  • Tólf frá Svíþjóð
  • Tíu frá Hollandi
  • Átta úr kosningu utan Evrópu
  • Átta frá Noregi
  • Sjö frá Króatíu
  • Sjö frá Eistlandi
  • Sjö frá Kýpur
  • Sex frá Póllandi
  • Fimm frá Slóveníu
  • Fimm frá Spáni
  • Fimm frá Belgíu
  • Fimm frá Albaníu
  • Fjögur frá Ítalíu
  • Fjögur frá Sviss
  • Tvö frá Úkraínu
  • Tvö frá Portúgal

Ísland gaf þessum löndum stig á undankvöldinu:

  • Svíþjóð tólf stig
  • Noregur tíu stig
  • Holland átta stig
  • Pólland sjö stig
  • Eistland sex stig
  • Belgía fimm stig
  • Úkraína fjögur stig
  • San Marínó þrjú stig
  • Albanía tvö stig
  • Portúgal eitt stig

Úkraína vann undankvöldið með 137 stig. Næst á eftir voru Albanía með 122 stig, Holland 121 stig, Svíþjóð með 118 stig, Eistland með 113 stig, Ísland með 97 stig, Pólland með 85 stig, Noregur með 82 stig, Portúgal með 56 stig og San Marínó með 46 stig. 

Kýpur var tveimur stigum frá því að komast áfram. Króatía fékk 28 stig, Slóvenía 23 stig, líkt og Belgía, og svo rak Aserbaíjan lestina með sjö stig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.