Undankeppnir fóru fram í 67 grunnskólum þar sem 4.698 nemendur tóku þátt og var hundrað hlutskörpustu nemendunum boðið í úrslitakeppnina. Að keppninni lokinni var boðið upp á kræsingar og skemmtiatriði áður en peningaverðlaun voru veitt efstu þremur keppendum í hvorum bekk fyrir sig.
Eftirfarandi hlutu verðlaun í 8. bekk:
- 1. sæti - Sigurður Elí Vignisson - Grunnskólinn í Hveragerði
- 2. sæti - Hákon Jensson - Víkurskóli
- 3. sæti - Malo Tristan Lefeuvere - Landakotsskóli
Eftirfarandi hlutu verðlaun í 9. bekk:
- 1. sæti - Úlfur Freyr Reynisson - Laugalækjarskóli
- 2. sæti - Hrannar Ási Eydal - Ölduselsskóli
- 3. sæti - Catherine Sheibley - Landakotsskóli

Enginn hafi tekið hann alvarlega í fyrstu
Keppnin í ár var styrkt af Eflu verkfræðistofu en hún er að að öðru leyti haldin í sjálfboðaliðastarfi af Félagi Horizon í samstarfi við stærðfræðinema við Háskóla Íslands. Félag Horizon eru félagasamtök sem vilja efla þátttöku og inngilidingu innflytjenda og flóttamanna á Íslandi með skipulagningu viðburða sem koma á samtali þvert á menningarheima.

„Fyrir tíu árum var ég nýfluttur til Íslands og fékk þá hugmynd að stofna stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema af öllu landinu til að auka áhuga á stærðfræði,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, stjórnarmeðlimur Horizon og einn stofnenda Pangeu á Íslandi, í tilkynningu frá Pangeu.
„Þetta var mjög erfitt í fyrstu, því enginn tók mig alvarlega. Síðan komst ég í samband við nemendafélag stærðfræðinema við Haskóla Íslands og þá fóru hjólin að snúast og nú er keppnin haldin í tíunda skipti. Þetta sýnir hvað hægt er að gera ef við gefum öllum tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd,“ sagði Muhammed.