„Sjálfum okkur verstar” Ólafur Þór Jónsson skrifar 17. maí 2025 17:17 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Pawel FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis. „Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
„Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira