„Sjálfum okkur verstar” Ólafur Þór Jónsson skrifar 17. maí 2025 17:17 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Pawel FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis. „Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira
„Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira