Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2025 08:02 Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Viðreisn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Margir í mínu umhverfi ferðast hvað mest um á hjóli og ótrúlegt en satt þá er þetta duglega fólk búsett í Breiðholti og vinnur niður í bæ eins og ég sjálf. Þetta er hægt vegna þess að sátt hefur verið um gönguvæna borg og hugmyndina um 15 mínútna hverfið. Töluverðir fjármunir hafa verið lagðir í hjólastíga í borginni. Öll þessi stóru og frábæru verkefni byggja á mjög veikum grunni, þ.e. gangstéttum og göngustígum úthverfa. Innviðaskuld Stór hluti gangstétta í borginni hafa aldrei verið endurnýjaðir þó svo að þörfin sé öllum ljós. Þannig má nefna að gangstéttir í mínu allra besta Breiðholti eru margar hverjar yfir 40 ára gamlar, sumar þeirra hafa verið sprungnar og að möl komnar síðan ég var barn, til dæmis stígar við Eyjabakka í neðra Breiðholti. Mikið er rætt um innviðaskuldir og er þetta sannarlega slík skuld. Ég hef óskað eftir nákvæmari yfirsýn um stöðu gangstétta í borgarlandinu. Svörin voru þau að áætla mætti að kostnaður við viðgerðir á þeim stéttum sem eru gerónýtar í borgarlandinu myndu kosta um 2,3 milljarða! En á það aðeins við þær sem eru minna en 10% í lagi. Þýðir það þá að það sé bara best að gera ekki neitt? Skuldin er svo mikil að það tekur því varla að byrja? Nei nú hljótum við að þurfa að forgangsraða í þau verkefni sem snerta daglegt líf okkar. Í stóra samhenginu er þetta ekki veruleg fjárfesting. Með sól á himni fjölgar notendum gangstétta á öllum aldri og hvað þá fjöldi þeirra barna sem renna um á reiðfák inn í sumarið. Tryggjum öllum Reykvíkingum aðgengi Hvað með ungmenninn okkar? Mörg hver ferðast auðvitað um á fótum og hjóli og enn fleiri á rafmagnshlaupahjólum. Það undirlag sem við bjóðum þeim er ekki upp á marga fiska, stórhætta getur skapast af því að fara um ójafnar og slitnar gangstéttir hvort sem er á hjóli, hlaupahjóli eða fótgangandi, svo ekki sé litið til fólks eins og mín með skerta hreyfigetu. Það er algjörlega vonlaust að ganga á almennum göngustígum í hverfinu og það sorglega er að þetta er ekki bara vandamál í Breiðholtinu. Þetta á við um flest úthverfin kannski að undanskildum þeim nýjustu. Fólk með skerta hreyfigetu býr um alla borg og á það við um fólk á öllum aldri, en tel ég þó að við þurfum sérstaklega að horfa til þeirra sem eldri eru. Hreyfing er lykilatriði í vellíðan eldri borgara. Aftur á móti eru margir í þeirri stöðu að geta ekki með góðu móti gengið án stuðnings og verður þá undirlagið að styðja við að ferðalagið sé bæði ánægjulegt og hættulaust, svo ekki sé gleymt hinum fagurfræðilegu sjónarmiðum en þessar sprungnu stéttir eru engin augnaprýði. Aðrir sem nýtast við stoðtæki til að komast á milli staða eru okkar yngsta fólk, sem ný mætt eru í heiminn og eru oftar en ekki keyrð um í kerrum og vögnum. Hvort sem það flokkist sem almenn stoðtæki eða ekki, eru þau sannarlega nýtt til að auðvelda samgöngur. Að þessar stundir séu ánægjulegar og hreinlega færar okkar yngsta fólki er líka eitthvað sem vert er að horfa til, við viljum ekki hvíla þau á torfærubrautum með tilheyrandi hristingi og hossum. Hvað er hægt að gera? En hver á þessar stéttir og þessa stíga? Það er eitthvað sem við erum ekkert alltaf viss um. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á Borgarvefsjá á slóðinni https://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/. Hægt er að fara í valmyndina beint undir Reykjavíkurmerkinu vinstra megin og valið „Eigandi gatna og stíga.“ Stígar Reykjavíkur eru bláir. Einnig er hægt að slá götuheitinu í leitarglugganum í hægra horni og sjá hvort stígurinn sé verkefni sem húsfélagið eða eigandinn gæti tekið sig til og lagfært. Ef við viljum borg sem býður upp á fjölbreytta fararmáta verðum við að byrja á að styrkja beinagrindina sem heldur borginni saman! Það eru ekki bara vegaframkvæmdir. Beinagrindin er að tvöfaldast og þörf á jafnri áherslu á viðhald gangstétta og akreina. Þannig byggjum við sterkari borg sem hentar fyrir fjölbreyttari íbúa flóru og fjölbreyttari faramáta. Ekki er síður mikilvægt að góðir og vel hirtir stígar eru ómissandi fyrir ásýnd fallegrar borgar. Hvet ég borgarbúa til að senda inn ábendingar um slæmar gangstéttir og stíga í eigu borgarinnar á https://abendingar.reykjavik.is/ og byggjum þannig saman betri borg sem hægt er að ferðast um með fjölbreyttum leiðum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun