Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2025 12:49 Væb-hópurinn er nú þegar búinn að gera Íslendinga stolta, en hversu ofarlega geta þeir endað annað kvöld? Getty/Harold Cunningham Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega. Fréttamaður hefur verið staddur í Basel síðustu daga og fylgst með Væb-bræðrunum sigra Sviss. Sama hvert þeir fara er þeim frábærlega tekið og keppist fólk við að fá mynd með þeim. Ég ræddi síðast við þá í gærmorgun og þá höfðu þeir hitt erlenda aðdáendur í anddyri hótels þeirra. Þeir höfðu komið þangað til þess að einmitt freista þess að hitta strákana og gefa þeim armbönd sem þeir höfðu perlað. Í blaðamannahöllinni er ávallt klappað þegar þeir birtast á skjánum í upprifjunum. Veðbankar spáðu þeim ekki áfram, þeir spáðu því að þeir myndu vera í tólfta sæti í riðlinum en þökk sé frábærrar frammistöðu á sviðinu tryggðu þeir sér sæti í úrslitunum. Gætu þeir sigrað veðbankana aftur? Þeim er spáð 24. sæti af 26. Einungis Portúgal og Armeníu er spáð lakari árangri. Þetta hefur þó breyst reglulega síðan í gærkvöldi og þeir rokkað upp og niður um eitt tvö sæti. Ég tel margt benda til þess að þeir endi þó ofar en þetta. Gallarnir Það eru nokkrir gallar sem þarf að reikna þarna inn. Sé snöggt litið yfir hvaðan Ísland hefur fengið stig síðustu ár er það frá Eystrasaltsríkjunum, Norðurlöndunum og svo Ungverjalandi. Hvers vegna Ungverjalandi veit ég ekki. En þeir eru ekki með í ár og geta því ekki gefið okkur nein stig. Það gæti truflað smá að öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin eru með í úrslitunum. Við gætum því misst af einhverjum stigum þar sem fara frekar til annarra nágrannaþjóða okkar og þeirra. Þá komust eiginlega öll lög áfram sem eru svipuð og framlag Íslands. Það eru San Marínó, Svíþjóð, Eistland, Malta og Noregur. Lögin eru kannski ekki svipuð en demógrafían sem kýs þessi framlög er svipuð. Það þarf þó ekki að vera galli, því við vorum með fjórum af þessum í riðli á þriðjudaginn og komumst samt áfram. Kostir Þið verðið bara að taka mig á orðinu hvað strákarnir eru vinsælir hérna úti. Þeir eru dýrkaðir og dáðir og ég held að gleði þeirra smiti út frá sér í gegnum skjáinn. Þá eru þeir með þetta bræðra-element og það sést líka svo vel hvað þeir elska að vera að gera þetta saman sem bræður. Þeir fá einhver atkvæði út á það. Þeir taka líka öllum sem þeir hitta svo vel og með opnum örmum. Eru alltaf til í að ræða við aðdáendur og á tímum þar sem allir eru uppi með símana er ekki hægt að grípa móment þar sem þeir eru ekki að sinna sínum aðdáendum með hundrað prósent áhuga. Grafíkin í laginu er líka einföld og í þeirra stíl. Hún er innblásin af Minecraft, tölvuleik sem þeir spiluðu mikið í aðdraganda keppninnar og sýndu áhorfendum frá. Það nær til barnanna, sérstaklega þeirra sem eru nýbúnir að sjá hina geysivinsælu Minecraft-bíómynd sem kom út fyrr á þessu ári. Niðurstaða Mig langar auðvitað að þeir endi ofar en ég held þeir verði í kringum 20. sæti. Kannski plús mínus eitt sæti. Löndin sem verða fyrir neðan okkur eru: Armenía, Lettland, Litáen, Danmörk, Spánn og Portúgal. Portúgal verða alltaf í síðasta sæti, þannig held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að enda þar. Fullbúin spá og greining á öllum atriðunum birtist á Vísi í fyrramálið og svo verðum við auðvitað með beina vakt beint úr blaðamannahöllinni í Basel annað kvöld. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Fréttamaður hefur verið staddur í Basel síðustu daga og fylgst með Væb-bræðrunum sigra Sviss. Sama hvert þeir fara er þeim frábærlega tekið og keppist fólk við að fá mynd með þeim. Ég ræddi síðast við þá í gærmorgun og þá höfðu þeir hitt erlenda aðdáendur í anddyri hótels þeirra. Þeir höfðu komið þangað til þess að einmitt freista þess að hitta strákana og gefa þeim armbönd sem þeir höfðu perlað. Í blaðamannahöllinni er ávallt klappað þegar þeir birtast á skjánum í upprifjunum. Veðbankar spáðu þeim ekki áfram, þeir spáðu því að þeir myndu vera í tólfta sæti í riðlinum en þökk sé frábærrar frammistöðu á sviðinu tryggðu þeir sér sæti í úrslitunum. Gætu þeir sigrað veðbankana aftur? Þeim er spáð 24. sæti af 26. Einungis Portúgal og Armeníu er spáð lakari árangri. Þetta hefur þó breyst reglulega síðan í gærkvöldi og þeir rokkað upp og niður um eitt tvö sæti. Ég tel margt benda til þess að þeir endi þó ofar en þetta. Gallarnir Það eru nokkrir gallar sem þarf að reikna þarna inn. Sé snöggt litið yfir hvaðan Ísland hefur fengið stig síðustu ár er það frá Eystrasaltsríkjunum, Norðurlöndunum og svo Ungverjalandi. Hvers vegna Ungverjalandi veit ég ekki. En þeir eru ekki með í ár og geta því ekki gefið okkur nein stig. Það gæti truflað smá að öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin eru með í úrslitunum. Við gætum því misst af einhverjum stigum þar sem fara frekar til annarra nágrannaþjóða okkar og þeirra. Þá komust eiginlega öll lög áfram sem eru svipuð og framlag Íslands. Það eru San Marínó, Svíþjóð, Eistland, Malta og Noregur. Lögin eru kannski ekki svipuð en demógrafían sem kýs þessi framlög er svipuð. Það þarf þó ekki að vera galli, því við vorum með fjórum af þessum í riðli á þriðjudaginn og komumst samt áfram. Kostir Þið verðið bara að taka mig á orðinu hvað strákarnir eru vinsælir hérna úti. Þeir eru dýrkaðir og dáðir og ég held að gleði þeirra smiti út frá sér í gegnum skjáinn. Þá eru þeir með þetta bræðra-element og það sést líka svo vel hvað þeir elska að vera að gera þetta saman sem bræður. Þeir fá einhver atkvæði út á það. Þeir taka líka öllum sem þeir hitta svo vel og með opnum örmum. Eru alltaf til í að ræða við aðdáendur og á tímum þar sem allir eru uppi með símana er ekki hægt að grípa móment þar sem þeir eru ekki að sinna sínum aðdáendum með hundrað prósent áhuga. Grafíkin í laginu er líka einföld og í þeirra stíl. Hún er innblásin af Minecraft, tölvuleik sem þeir spiluðu mikið í aðdraganda keppninnar og sýndu áhorfendum frá. Það nær til barnanna, sérstaklega þeirra sem eru nýbúnir að sjá hina geysivinsælu Minecraft-bíómynd sem kom út fyrr á þessu ári. Niðurstaða Mig langar auðvitað að þeir endi ofar en ég held þeir verði í kringum 20. sæti. Kannski plús mínus eitt sæti. Löndin sem verða fyrir neðan okkur eru: Armenía, Lettland, Litáen, Danmörk, Spánn og Portúgal. Portúgal verða alltaf í síðasta sæti, þannig held við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að enda þar. Fullbúin spá og greining á öllum atriðunum birtist á Vísi í fyrramálið og svo verðum við auðvitað með beina vakt beint úr blaðamannahöllinni í Basel annað kvöld.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Sviss Íslendingar erlendis Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist