Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. maí 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er afar sáttur með söluna á hluti ríkisins í Íslandsbanka. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Útboði á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær en að sögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af áttu einstaklingar, sem nutu forgangs í útboðinu, rúm 97 prósent af öllum tilboðum í tilboðsbók A. Tilboð einstaklinga námu 88,2 milljörðum króna og bárust frá 31.274 einstaklingum og var meðaltilboð um 2,82 milljónir króna en lágmarkstilboð var hundrað þúsund krónur og hámarkið tuttugu milljónir á einstaklinga. Eftirspurn almennings langt umfram væntingar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir útboðið hafa verið vel heppnað. Þetta séu mjög góðar fréttir. „Og eftirspurnin sérstaklega hjá almenningi langt umfram það sem við bjuggumst við en þetta er geysilega ánægjulegt og sýnir að þessi langi undirbúningur sem málið fékk, þetta var auðvitað í vinnslu síðustu ríkisstjórnar sem við síðan tökum við, þingið samþykkti lögin einróma, hann er að skila sér í trausti á ferlinu.“ Ekki sé áhyggjuefni hve fagfjárfestar hafi fengið lítinn hlut í útboðinu en aðeins 2,4 milljarðar standa þeim til boða. „Auðvitað var það þannig að lögin áttu að taka tillit til allra sjónarmiða en það hefur alltaf verið skýrt, var skýrt hjá fyrri ríkisstjórn og er skýrt hjá þessari ríkisstjórn að forgangur almennings væri aðalatriði og það að áhugi almennings hafi reynst svona mikill er bara fagnaðarefni, þannig ég get ekki séð þetta sem neikvæðan hlut í ljósi þess að jákvæði hlutinn vegur þar miklu þyngra.“ Útboðsgengið var 106,5 krónur á hlut á meðan markaðsvirði var 114,5 krónur. Ráðherra segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði þrátt fyrir gífurlegan áhuga. „Það er auðvitað alltaf hægt að velta þessu fyrir sér, en ja þegar að þjóðin kaupir af þjóðinni þá kannski horfir þetta öðruvísi við, ég held síðan að miðað við alla stöðu á markaði, við höfum farið vandlega yfir hvaða afsláttur hafi verið í almennt stórum útboðum í Evrópu á undanförnum mánuðum, þá var þetta frekar hóflegur afsláttur þannig ég segi bara nei og óska bara nýjum eigendum Íslandsbanka til hamingju með kaupin.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kauphöllin Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira