Innlent

Bein út­sending: Sterkari saman - Þjóðar­sjúkra­hús í 25 ár

Atli Ísleifsson skrifar
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm

„Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár“ er yfirskrift ársfundar Landspítala sem haldinn er í Hörpu í dag.

Fundurinn stendur milli klukkan 14 til 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu segir að á verði fjallað um að 25 ár séu liðin frá sameiningu Reykjavíkursjúkrahúsanna en með þeirri sameiningu hafi orðið til öflugt þjóðarsjúkrahús.

„Farið verður yfir þann árangur sem náðst hefur á þessum 25 árum og sjónum sérstaklega beint að verkefnum sem seint hefðu orðið að veruleika ef ekki hefði verið fyrir öflugan sameinaðan spítala. Sem dæmi má nefna breytta samsetningu mannauðs innan spítalans og þróun flókinnar og sérhæfðrar starfsemi í þágu sjúklinga. Þessum árangri verða gerð skil í erindum og örmyndböndum.

Á fundinum verða einnig pallborðsumræður þar sem litið verður til framtíðar undir yfirskriftinni, Landspítali eftir 25 ár. Þar verður rætt um nýjan Landspítala, framfarir í tækni og vísindum sem eru handan við hornið og skipulag heilbrigðisþjónustu til framtíðar,“ segir á vef Landspítala.

Dagskrá ársfundar:

Árið í myndum

Opnunarmyndskeið

Ávarp heilbrigðisráðherra

Alma Möller

Ávarp forstjóra

Runólfur Pálsson

Kynning ársreiknings

Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs

Erindi

Sterkari saman – Þverfagleg teymisvinna á Landspítala:
Kristín Inga Grímsdóttir, teymisstjóri bráðateymis BUGL

Stafræn vegferð Landspítala - frá fortíð til framtíðar: Arnar Þór Guðjónsson, yfirlæknir

Afl í umbreytingum: Eiríkur Jónsson, yfirlæknir

Litið til baka - Mannauður og menning á Landspítala: Eygló Ingadóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri

Pallborðsumræður: Landspítali eftir 25 ár

Arnþrúður Jónsdóttir, forstöðumaður lyfjaþjónustu

Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í geðlæknisfræði

Guðlaug María Júlíusdóttir, deildarstjóri faghópa BUGL

Inga Sif Ólafsdóttir, yfirlæknir sérnámsgrunns lækna

Lilja Stefánsdóttir, deildarstjóri Hringbrautarverkefnis

Heiðranir

Runólfur Pálsson og Gunnar Ágúst Beinteinsson

Fundarstjóri: Ólafur Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar

Umræðustjórn: Andri Ólafsson samskiptastjóri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×