Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2025 09:01 Kristinn Gunnar Kristinsson fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu síðustu helgi. Hann þakkar góðum undirbúningi fyrir góða líðan eftir tæplega 300 kílómetra hlaup. Vísir/Viktor Freyr Kristinn Gunnar Kristinsson kvartar lítið yfir eymslum í líkamanum eftir afrek síðustu helgar þegar hann fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Valur Páll hitti Kristinn örfáum dögum eftir að hann hafði verið tæplega tvo sólarhringa á hlaupum. Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Sjá meira
Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Sjá meira