Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Valur Páll Eiríksson skrifar 17. maí 2025 09:01 Kristinn Gunnar Kristinsson fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu síðustu helgi. Hann þakkar góðum undirbúningi fyrir góða líðan eftir tæplega 300 kílómetra hlaup. Vísir/Viktor Freyr Kristinn Gunnar Kristinsson kvartar lítið yfir eymslum í líkamanum eftir afrek síðustu helgar þegar hann fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Valur Páll hitti Kristinn örfáum dögum eftir að hann hafði verið tæplega tvo sólarhringa á hlaupum. Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Sjá meira
Kristinn hóf að hlaupa líkt og aðrir keppendur klukkan níu á laugardagsmorgun síðustu helgi og var á hlaupum næstu 43 klukkustundirnar. Á þeim tíma hljóp hann tæplega 288 kílómetra og stóð einn eftir sem sigurvegari hlaupsins þegar hlaupadrottningin Mari Jarsk þurfti að segja sig úr keppni. „Maður er svona að reyna að ná sér niður á jörðina. Ég bjóst ekki alveg við þessu, að þetta myndi gerast. Maður fer ekkert inn í svona hlaup með það í huga að reyna að vinna - bara að gera sitt, hafa sín markmið og stefna að þeim. Þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Kristinn og kveðjunum hefur rignt yfir hann eftir sigurinn: „Já, alveg fullt. Síminn er ekki búinn að stoppa,“ segir Kristinn hress en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Kristinn segir eilítinn tíma hafi tekið að jafna sig en hann sé þó góður í skrokknum nokkrum dögum eftir hlaupið. „Kerfið er á fullu enn að vinna. Maður svitnar og það er allt vont, náladofar og þannig tilfinningar. Á mánudaginn þegar ég kom heim ætlaði ég að reyna að sofa en náði að vera uppi í rúmi í þrjá tíma og fór þá aftur fram úr því ég náði bara ekkert að sofa.“ Svefn og næring er þá það mikilvægasta og ef til vill það erfiðasta til að takast á við beint eftir hlaup. „Síðustu tíu hringina var krúið mitt að segja að það væru komnir svefnkippir í mann, þegar maður var að sofna. Ég var alveg dottinn út. Maður nær alveg smásvefni. Ég veit alveg að þetta er kannski ekki æskilegt en þetta er gaman og þess vegna gerir maður þetta,“ segir Kristinn. Hann er þó búinn að vera brattur eftir sigurinn og þakkar það góðum undirbúningi: „Ég held að undirbúningurinn hjá mér skipti mjög miklu máli um það hvernig ég kem út úr þessu. Ég hef verið að sinna mjög mikilli styrktarþjálfun núna, sem er búið að breytast mikið í æfingaferlinu hjá mér. Ég held að það skipti lykilmáli um það hvernig ég kem út úr þessu, ekki eins tjónaður og maður hefði vanalega orðið.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Sjá meira