Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. maí 2025 19:04 Íbúðin er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. vísir/bjarni Leigusali á Hverfisgötu segist tala fyrir daufum eyrum lögreglu og Reykjavíkurborgar vegna íbúa í húsnæði á vegum borgarinnar sem haldi nágrönnum í heljargreipum. Leigusalinn hafi sjálfur titrað af hræðslu í samskiptum sínum við manninn. Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“ Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Íbúar á Hverfisgötu lýsa ófremdarástandi vegna manns sem haldi þeim í heljargreipum. Maðurinn býr í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar en húsið er merkt fyrri eigendum, orlofsnefnd húsmæðra. Að þeirra mati ætti maðurinn að vera vistaður á stofnun og er um tifandi tímasprengju að ræða. Maðurinn sem um ræðir heitir Sigurður Almar og hefur margítrekað komið við sögu lögreglu. Hann var fyrir tveimur vikum handtekinn vegna gruns um að hafa frelsissvipt ferðamann og haldið honum nauðugum í íbúðinni í nokkra klukkutíma. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald, en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi fyrir skömmu. Starði á hann inn um gluggann Verjandi Sigurðar sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur vikum að Sigurður glími við geðrænan vanda. Hann væri bæði hættulegur sjálfum sér og öðrum. Nágrannar Sigurðar sem fréttastofa ræddi við báðust undan því að koma fram undir nafni af ótta um líf sitt og limi. Þau sögðu óteljandi dæmi um ógnandi hegðun mannsins og óspekktir úti á götu. Stanslaust partýstand og slagsmál væru í íbúðinni. Einn íbúi hafði hringt fimmtán sinnum á lögregluna frá því í janúar án þess að nokkuð hafi verið aðhafst. Í gær vaknaði annar íbúi við að Sigurður hafði klifrað upp á skúr við húsið og starað á hann inn um gluggann. Fyrir um tveimur vikum vaknaði sami maður við að sérsveitin var í garði hans vegna fyrrnefndrar frelsissviptingar. „Ég bara titraði“ Leigusali nágranna Sigurðar á Hverfisgötu segir ástandið ólíðandi. Sigurður hafi sjálfur ógnað honum eftir stutt samtal. Hræðsluástand ríki meðal íbúa í grenndinni. „Síðan labba ég upp Hverfisgötuna og upp sundið þarna og þá kemur hann stökkvandi á eftir mér og hótar mér.“ Hvernig leið þér? „Illa, mjög illa. Ég var lengi að jafna mig eftir þetta og ég bara titraði. Það var bara heppni að hann sló mig ekki eða gerði eitthvað meira.“ Talar fyrir daufum eyrum Hann hafi hringt í lögregluna en talað fyrir daufum eyrum. Sömu sögu sé að segja um samskipti hans við Reykjavíkurborg. „Lögmaðurinn hans og Guðmundur Þóroddsson [formaður Afstöðu] telja hann ekki hæfan til að vera hérna, búandi einan hérna.“ Hvað vilt þú sjá gert? „Að honum sé fundið eitthvað annað húsnæði, inn á einhverja stofnun eða hvernig sem er. Eitthvað viðeigandi úrræði? „Já en það er ekki mitt að finna honum úrræði. Hann á ekki heima hérna því miður.“
Lögreglumál Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu