Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2025 16:31 Kristinn Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og þjálfarinn Emil Barja sem færði félaginu Íslandsmeistaratitil á fyrsta ári sem aðalþjálfari kvennaliðsins. vísir/Hulda Margrét „Ekki nema að þeir reki mig,“ sagði Emil Barja laufléttur þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram þjálfari Hauka, eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeistara kvenna í körfubolta í fyrstu tilraun sem þjálfari. Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan. Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Emil mætti kampakátur og stoltur af sínum leikmönnum í settið hjá Körfuboltakvöldi í Ólafssal í gærkvöld, eftir hádramatískan oddaleik við Njarðvík sem Haukar unnu að lokum. „Ég er drullustoltur [af öllum leikmönnum Hauka]. Við erum með eina hérna að keyra úr Borgarnesi á hverjum degi, Lovísu sem er fyrirliði og meiðist snemma en mætir samt á allar æfingar og er sett í alls konar hlutverk. Hún er „samskiptastjórinn“ okkar, hún talar við alla. Ég er ótrúlega ánægður með allar sautján í liðinu,“ sagði Emil og var einnig bent á sérstakt dálæti sérfræðinganna á Rósu Björk Pétursdóttur: „Hún er geggjuð. Ég held að hún sé lágvaxnasti leikmaðurinn í byrjunarliðinu en hún berst langmest af öllum inni á vellinum,“ sagði Emil en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Haukar eru með fæsta erlenda leikmenn í Bónus-deildinni í vetur en Emil segir stefnuna alltaf hafa verið að vinna Íslandsmeistaratitilinn: „Alveg frá æfingunum í sumar byrjaði maður að sjá þetta fyrir sér. Við byrjuðum mjög snemma að undirbúa okkur og vorum með ákveðna sýn. Ég talaði við stelpurnar hverja fyrir sig og vildi fara meira í „5-out“, hlaupa hraðar og pressa, og vera með smálæti. Ég tók við sem aðstoðarþjálfari í lokin á síðasta tímabili og sá að þær gátu alveg pressað, það gekk mjög vel. Þess vegna ákváðum við að henda strax í háa, agressíva pressu, hlaupa og vera með fimm leikmenn sem gætu skotið. Maður sá það fyrir fyrstu tvo leikina að þetta væri lið sem gæti gert frábæra hluti,“ sagði Emil áður en Ólöf Helga Pálsdóttir grínaðist með að liðið hans Emils væri í raun fullt af „Emil Barja Mini-Me“-leikmönnum. „Vil ekki leyfa þeim að slaka á“ Pálína Gunnlaugsdóttir spurði Emil út í það hve lítið hann væri í því að taka leikhlé – eitthvað sem hann hefði eflaust fengið dágóða gagnrýni fyrir ef Haukar hefðu ekki landað titlinum. Emil sagðist einfaldlega ekki hafa viljað gefa Njarðvíkurkonum neina hvíld: „Þær eru svolítið mikið að spila á sömu þremur leikmönnunum. Við getum róterað og erum alltaf með nýja leikmenn sem geta dekkað Brittany [Dinkins]. Leikhlé hjá okkur er bara tími fyrir hana til að slaka á og ná andanum. Sérstaklega á móti þessu liði ætluðum við ekki að taka nein leikhlé nema að við virkilega þyrftum þess. Ég vil ekki leyfa þeim að slaka á.“ Viðtalið við Emil má sjá hér að ofan en fleiri viðtöl úr sigurhátíð Hauka má finna í uppgjörinu hér að neðan.
Bónus-deild kvenna Haukar Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira