Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:32 Dedrick Basile býr sig undir að skjóta. vísir/hulda margrét Dedrick Basile, leikstjórnandi Tindastóls, viðurkennir að Stólarnir hafi misst stjórn á tilfinningum sínum í öðrum leiknum gegn Stjörnumönnum í úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Hann er staðráðinn í að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
„Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31
„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33