Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. maí 2025 08:37 Fundur forsetanna mun hafa verið stuttur en Trump er staddur í opinberri heimsókn í Miðausturlöndum og verður þar næstu daga. Hvíta húsið Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en áður höfðu Bandaríkjamenn aflétt viðskiptaþvingunum sem settar voru á Sýrland á meðan Bashar Al Assad var við völd í landinu. Honum var steypt af stóli á dögunum af Al Sharaa sem lýsti sig forseta til bráðabirgða. Nokkur óvissa hefur verið um stöðuna í Sýrlandi því Al Sharaa fer fyrir samtökunum Hayat Tahrir al-Sham sem vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Al Sharaa hefur kallað eftir því að þeirri skilgreiningu verði breytt. Á fundinum í morgun voru auk forsetanna tveggja, krónprinsinn í Sádi-Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborg Damaskus eftir að ljóst var að viðskiptabanninu hafði verið aflétt en bannið hefur komið í veg fyrir alla fjárfestingu í landinu en mikil endurreisn er framundan í Sýrlandi eftir áralangt borgarastríð. Samkvæmt talskonu Trumps fór hann fram á það við Sharaa að Sýrland gengi inn í Abraham-samkomulagið og taka upp opinber samskipti við Ísrael. Trump bað Sharaa einnig um að segja erlendum vígamönnum að yfirgefa Sýrland og að vísa palestínskum vígamönnum úr landi. Þá fór Trump fram á það að ríkisstjón Sharaa aðstoðaði við að koma í veg fyrir upprisu Íslamska ríkisins og að ríkið tæki yfir rekstur umdeildra fangabúða fyrir erlenda vígamenn ISIS og fjölskyldur þeirra í austurhluta Sýrlands. Today, President Trump, at the invitation of Crown Prince Mohammed bin Salman, met with Syrian President Ahmad al-Sharaa. President Erdogan of Turkey joined by phone. President Erdogan praised President Trump for lifting sanctions on Syria and committed to working alongside Saudi… pic.twitter.com/0yhyZbQ1o0— Karoline Leavitt (@PressSec) May 14, 2025 Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil rekið þessar búðir en hafa lengi kvartað yfir því mikla álagi sem fylgir því og hafa þeir sömuleiðis varað við því að árásir séu tíðar of ástandið hafi versnað til muna. Í heildina hafa Kúrdar haldið um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en áður höfðu Bandaríkjamenn aflétt viðskiptaþvingunum sem settar voru á Sýrland á meðan Bashar Al Assad var við völd í landinu. Honum var steypt af stóli á dögunum af Al Sharaa sem lýsti sig forseta til bráðabirgða. Nokkur óvissa hefur verið um stöðuna í Sýrlandi því Al Sharaa fer fyrir samtökunum Hayat Tahrir al-Sham sem vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Al Sharaa hefur kallað eftir því að þeirri skilgreiningu verði breytt. Á fundinum í morgun voru auk forsetanna tveggja, krónprinsinn í Sádi-Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborg Damaskus eftir að ljóst var að viðskiptabanninu hafði verið aflétt en bannið hefur komið í veg fyrir alla fjárfestingu í landinu en mikil endurreisn er framundan í Sýrlandi eftir áralangt borgarastríð. Samkvæmt talskonu Trumps fór hann fram á það við Sharaa að Sýrland gengi inn í Abraham-samkomulagið og taka upp opinber samskipti við Ísrael. Trump bað Sharaa einnig um að segja erlendum vígamönnum að yfirgefa Sýrland og að vísa palestínskum vígamönnum úr landi. Þá fór Trump fram á það að ríkisstjón Sharaa aðstoðaði við að koma í veg fyrir upprisu Íslamska ríkisins og að ríkið tæki yfir rekstur umdeildra fangabúða fyrir erlenda vígamenn ISIS og fjölskyldur þeirra í austurhluta Sýrlands. Today, President Trump, at the invitation of Crown Prince Mohammed bin Salman, met with Syrian President Ahmad al-Sharaa. President Erdogan of Turkey joined by phone. President Erdogan praised President Trump for lifting sanctions on Syria and committed to working alongside Saudi… pic.twitter.com/0yhyZbQ1o0— Karoline Leavitt (@PressSec) May 14, 2025 Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil rekið þessar búðir en hafa lengi kvartað yfir því mikla álagi sem fylgir því og hafa þeir sömuleiðis varað við því að árásir séu tíðar of ástandið hafi versnað til muna. Í heildina hafa Kúrdar haldið um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51