Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. maí 2025 08:37 Fundur forsetanna mun hafa verið stuttur en Trump er staddur í opinberri heimsókn í Miðausturlöndum og verður þar næstu daga. Hvíta húsið Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en áður höfðu Bandaríkjamenn aflétt viðskiptaþvingunum sem settar voru á Sýrland á meðan Bashar Al Assad var við völd í landinu. Honum var steypt af stóli á dögunum af Al Sharaa sem lýsti sig forseta til bráðabirgða. Nokkur óvissa hefur verið um stöðuna í Sýrlandi því Al Sharaa fer fyrir samtökunum Hayat Tahrir al-Sham sem vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Al Sharaa hefur kallað eftir því að þeirri skilgreiningu verði breytt. Á fundinum í morgun voru auk forsetanna tveggja, krónprinsinn í Sádi-Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborg Damaskus eftir að ljóst var að viðskiptabanninu hafði verið aflétt en bannið hefur komið í veg fyrir alla fjárfestingu í landinu en mikil endurreisn er framundan í Sýrlandi eftir áralangt borgarastríð. Samkvæmt talskonu Trumps fór hann fram á það við Sharaa að Sýrland gengi inn í Abraham-samkomulagið og taka upp opinber samskipti við Ísrael. Trump bað Sharaa einnig um að segja erlendum vígamönnum að yfirgefa Sýrland og að vísa palestínskum vígamönnum úr landi. Þá fór Trump fram á það að ríkisstjón Sharaa aðstoðaði við að koma í veg fyrir upprisu Íslamska ríkisins og að ríkið tæki yfir rekstur umdeildra fangabúða fyrir erlenda vígamenn ISIS og fjölskyldur þeirra í austurhluta Sýrlands. Today, President Trump, at the invitation of Crown Prince Mohammed bin Salman, met with Syrian President Ahmad al-Sharaa. President Erdogan of Turkey joined by phone. President Erdogan praised President Trump for lifting sanctions on Syria and committed to working alongside Saudi… pic.twitter.com/0yhyZbQ1o0— Karoline Leavitt (@PressSec) May 14, 2025 Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil rekið þessar búðir en hafa lengi kvartað yfir því mikla álagi sem fylgir því og hafa þeir sömuleiðis varað við því að árásir séu tíðar of ástandið hafi versnað til muna. Í heildina hafa Kúrdar haldið um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Fundurinn var ákveðinn með skömmum fyrirvara en áður höfðu Bandaríkjamenn aflétt viðskiptaþvingunum sem settar voru á Sýrland á meðan Bashar Al Assad var við völd í landinu. Honum var steypt af stóli á dögunum af Al Sharaa sem lýsti sig forseta til bráðabirgða. Nokkur óvissa hefur verið um stöðuna í Sýrlandi því Al Sharaa fer fyrir samtökunum Hayat Tahrir al-Sham sem vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Al Sharaa hefur kallað eftir því að þeirri skilgreiningu verði breytt. Á fundinum í morgun voru auk forsetanna tveggja, krónprinsinn í Sádi-Arabíu og Erdogan Tyrklandsforseti. Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborg Damaskus eftir að ljóst var að viðskiptabanninu hafði verið aflétt en bannið hefur komið í veg fyrir alla fjárfestingu í landinu en mikil endurreisn er framundan í Sýrlandi eftir áralangt borgarastríð. Samkvæmt talskonu Trumps fór hann fram á það við Sharaa að Sýrland gengi inn í Abraham-samkomulagið og taka upp opinber samskipti við Ísrael. Trump bað Sharaa einnig um að segja erlendum vígamönnum að yfirgefa Sýrland og að vísa palestínskum vígamönnum úr landi. Þá fór Trump fram á það að ríkisstjón Sharaa aðstoðaði við að koma í veg fyrir upprisu Íslamska ríkisins og að ríkið tæki yfir rekstur umdeildra fangabúða fyrir erlenda vígamenn ISIS og fjölskyldur þeirra í austurhluta Sýrlands. Today, President Trump, at the invitation of Crown Prince Mohammed bin Salman, met with Syrian President Ahmad al-Sharaa. President Erdogan of Turkey joined by phone. President Erdogan praised President Trump for lifting sanctions on Syria and committed to working alongside Saudi… pic.twitter.com/0yhyZbQ1o0— Karoline Leavitt (@PressSec) May 14, 2025 Sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil rekið þessar búðir en hafa lengi kvartað yfir því mikla álagi sem fylgir því og hafa þeir sömuleiðis varað við því að árásir séu tíðar of ástandið hafi versnað til muna. Í heildina hafa Kúrdar haldið um 55 þúsund konum og börnum í þessum búðum. Ríkisstjórnir heimaríkja þeirra hafa ekki viljað taka við þeim og því hafa þessar konur og börnin þeirra setið föst í búðunum um árabil.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Sádi-Arabía Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. 12. maí 2025 11:51