Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 21:03 Hjónin keyptu tryggingarnar sínar hjá TM. Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Þau hjónin ákváðu að flytja til Spánar og vera þar í nokkra mánuði yfir vetrartímann líkt og ófáir ellilífsþegar gera. Hjónin tóku með sér glænýjan bíl af gerðinni Toyota RAV4 sem þau höfðu eignast um ári áður en eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni var bílnum stolið. „Við keyrðum heim og ég fer inn í læsta girðingu með bílinn og læsi honum þar. Þá var klukkan tólf mínútur yfir átta. Síðan upp úr níu um kvöldið var honum stolið, innan girðingar,“ segir Guðbrandur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Daginn eftir fór hann út með rusl og kom að tómu stæði. „Bíllinn er horfinn. Þessi mynd er ennþá í hausnum á mér. Ég fékk algjört sjokk,“ segir hann. Þau fóru niður á lögreglustöð á Spáni og tilkynntu þjófnaðinn. Guðbrandur sendi svo lögregluskýrsluna á tryggingarfélag þeirra hjóna, TM. Fyrir ferðina keypti hann aukalega kaskó tryggingu fyrir bílinn og sérstaka tryggingu fyrir dvöl á Spáni sem var lengur en níutíu dagar. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur.“ Ætlar í mál við TM Hjónin voru í nokkur ár að safna fyrir bílnum en sjá ekki fram á að geta keypt annan slíkan með ellilífeyristeknum sínum. Guðbrandur hefur því haft samband við lögfræðing og ætlar að kæra TM. „Þetta eru svo miklir peningar fyrir okkur,“ segir Guðbrandur. Hann þekki til fólks sem hafi lent í sömu aðstæðum en hafi verið tryggð hjá öðrum tryggingafyrirtækjum og þau hafi fengið bílinn bættan. „Við vissum um tvo einstaklinga. Annar fékk hann strax bættan og þessi seinni var hjá Sjóvá og það var sagt nei við hann. En hann hélt áfram að rífast við þau,“ segir hann. Til þess að lögsækja TM þarf lögfræðingur Guðbrands að fá allar upplýsingar skriflegar. „Ég er nýbúin að fá tilkynningu frá TM að bíllinn verði ekki bættur.“ Í bílnum hafi einnig verið sérstök sólgleraugu hjóna og útifatnaður frá 66 gráðum Norður. Í svari TM hafi komið fram að þau fengju hlutina hugsanlega bætta en að hans sögn er það enn á reiki. Tryggingar Bílar Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þau hjónin ákváðu að flytja til Spánar og vera þar í nokkra mánuði yfir vetrartímann líkt og ófáir ellilífsþegar gera. Hjónin tóku með sér glænýjan bíl af gerðinni Toyota RAV4 sem þau höfðu eignast um ári áður en eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni var bílnum stolið. „Við keyrðum heim og ég fer inn í læsta girðingu með bílinn og læsi honum þar. Þá var klukkan tólf mínútur yfir átta. Síðan upp úr níu um kvöldið var honum stolið, innan girðingar,“ segir Guðbrandur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Daginn eftir fór hann út með rusl og kom að tómu stæði. „Bíllinn er horfinn. Þessi mynd er ennþá í hausnum á mér. Ég fékk algjört sjokk,“ segir hann. Þau fóru niður á lögreglustöð á Spáni og tilkynntu þjófnaðinn. Guðbrandur sendi svo lögregluskýrsluna á tryggingarfélag þeirra hjóna, TM. Fyrir ferðina keypti hann aukalega kaskó tryggingu fyrir bílinn og sérstaka tryggingu fyrir dvöl á Spáni sem var lengur en níutíu dagar. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur.“ Ætlar í mál við TM Hjónin voru í nokkur ár að safna fyrir bílnum en sjá ekki fram á að geta keypt annan slíkan með ellilífeyristeknum sínum. Guðbrandur hefur því haft samband við lögfræðing og ætlar að kæra TM. „Þetta eru svo miklir peningar fyrir okkur,“ segir Guðbrandur. Hann þekki til fólks sem hafi lent í sömu aðstæðum en hafi verið tryggð hjá öðrum tryggingafyrirtækjum og þau hafi fengið bílinn bættan. „Við vissum um tvo einstaklinga. Annar fékk hann strax bættan og þessi seinni var hjá Sjóvá og það var sagt nei við hann. En hann hélt áfram að rífast við þau,“ segir hann. Til þess að lögsækja TM þarf lögfræðingur Guðbrands að fá allar upplýsingar skriflegar. „Ég er nýbúin að fá tilkynningu frá TM að bíllinn verði ekki bættur.“ Í bílnum hafi einnig verið sérstök sólgleraugu hjóna og útifatnaður frá 66 gráðum Norður. Í svari TM hafi komið fram að þau fengju hlutina hugsanlega bætta en að hans sögn er það enn á reiki.
Tryggingar Bílar Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira