Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:40 Nemandinn stundaði nám við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans. Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“ Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“
Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira