Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:40 Nemandinn stundaði nám við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans. Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“ Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“
Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira