Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 13. maí 2025 15:00 Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Til þess að taka af allan vafa um það hvað veiðigjaldið er í raun og veru, ákvað atvinnuvegaráðherra, að hefja 4. kafla greinargerðar með frumvarpinu um veiðigjöldin á eftirfarandi orðum: „Ágreiningslaust er að veiðigjald er skattur í skilningi 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. niðurstöður Hæstaréttar frá 28. janúar 2016 í máli nr. 461/2015 og frá 23. mars 2017 í máli nr. 213/2016. Með lögum skal því mælt fyrir um skattskyldu, skattstofn og reikniaðferð eða skatthlutfall. Þá verða öll fyrirmæli um veiðigjald, þ.m.t. breytingar á veiðigjaldi, að eiga sér skýra og ótvíræða lagastoð, stefna að almannahagsmunum og gæta verður meðalhófs við ákvörðun skattsins þannig að skattlagningin fari ekki úr hófi fram. Enn fremur verður skattlagningarvald ekki framselt til stjórnvalda og afturvirkir skattar verða ekki lagðir á. Þá leiðir af jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar að heimilt er að gera greinarmun á milli skattskyldra aðila svo fremi sem skattlagningin sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum og beitt með sambærilegum hætti gagnvart þeim sem eru í sambærilegri stöðu.” Nú gæti einhver sagt að þetta sé bara einhver texti sem einhver úr ráðuneytinu skrifaði í frumvarpið og væri því ekki ráðherrans. Það breytir í sjálfu sér engu hver skrifaði eða skrifaði ekki þennan texta. Það er ráðherra sem ber ábyrgð á frumvarpinu og því sem í því er. Textinn er því auðvitað af þeim sökum ráðherrans. Það er því engu líkara en , að ráðherrann taki ekki mark á eigin orðum, um "að fara ekki úr hófi fram", þ.e. gæta meðalhófs, þegar hann ákveður að miða gjaldstofn makríls við markaðsverð á makríl í Noregi. Hvað þá að ákvörðunin um norska verðið sé reist á almennum efnislegum mælikvarða sem byggist á málefnalegum sjónarmiðum þegar norska viðmiðunarverðið sem nota á í reiknistofn veiðgjaldsins er mörgum tilfellum hærra en afurðaverð á íslenskum makríl. Enda er “norski” makríllinn margfalt betra hráefni, en sá íslenski þegar norskar útgerðir ná að veiða hann, sökum þess að hann er alla jafna feitari og laus við átu þegar hann gengur inn í þau veiðisvæði sem norski uppsjávarflotinn hefur aðgang að. Norski uppsjávarflotinn getur svo veitt sinn mákríl í nót, nálægt landi og vinnslu, á meðan sá íslenski þarf að sækja hann lengra frá landi og notast við flottroll til þess að ná viðunnandi árangri við veiðarnar. Sama hversu “réttlátur” ráðherrann telur sig vera með þessari víðáttuvitlausu verðlagningu, er alveg borðleggjandi að allt meðalhóf við verðlagninguna er fokið út í hafsauga og er í raun eins fjarri almennum efnislegum mælikvarða og hugsast getur og málefnaleg sjónarmið eru all verulega brengluð. En það er svo auðvitað alveg sérstakt og sjálfstætt áhyggjuefni ef að ráðherrar í ríkisstjórn, þurfi að hætta að taka mark á sjálfum sér, til þess eins að geta kallað stórfellda skattahækkun vinstri stjórnar Kristrúnar Frostadóttur, “réttlæti” og “leiðréttingu”. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun