Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 12:10 Kim Kardashian á leið í dómshúsið í París í á tólfta tímanum í dag. AP/Aurelien Morissard Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dag í dómsal í París þar sem hún mætir mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Kardashian hefur sagt frá því að hún hafi verið sannfærð um að hún myndi deyja og segir ránið hafa haft gífurlega mikil og slæm áhrif á hana. Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“ Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Menn sem klæddust lögreglubúningum ruddust vopnaðir inn í hótelherbergi hennar í október 2016. Þar bundu þeir hana og lögðu hana í baðkar á meðan þeir rændu skartgripum úr herberginu fyrir margar milljónir dala. Meðal annars tóku þeir 18,8 karata demanta trúlofunarhring sem hún hafði fengið frá Kanye West, fyrrverandi eiginmanni hennar. Flestir skartgripirnir hafa ekki fundist. Tíu menn hafa verið ákærðir fyrir vegna ránsins og fara réttarhöldin gegn þeim fram í París. Þau hófust í síðasta mánuði en Kardashian ber vitni í dag. Upprunalega voru tólf ákærðir en þeirra er dáinn og ákærur voru lagðar niður gegn öðrum vegna alvarlegar veikinda hans. Flestir mennirnir eru frá sextíu til áttatíu ára gamlir og hefur hópurinn verið kallaður „afa-ræningjarnir“. Saksóknarar hafa lýst þeim sem reyndum, vel skipulögðum og harðsvíruðum glæpamönnum. Tveir hafa játað að vera á staðnum en hinir neita að hafa komið að ráninu. Eftir ránið hefur Kardashian sagt frá því að hún hafi lengi óttast að fara út og hafi þjást af miklum kvíða. Samkvæmt Sky News þakkaði Kardashian dómaranum og yfirvöldum í Frakklandi fyrir að fá að segja sína sögu, þegar hún settist niður í dómsalnum. Heyrði hreinan ótta frá vinkonu sinni Fyrr í dag bar Simone Harouche, þáverandi stílisti Kardashian vitni, en hún lýsti því hvernig hún vaknaði við öskurinn. Hún sagðist aldrei hafa heyrt önnur eins óhljóð frá vinkonu sinni, sem hún hefur þekkt frá þær voru tólf ára gamlar. „Þetta var hreinn ótti.“ Hún segist hafa heyrt Kardashian biðja ræningjana um að myrða sig ekki og sagði þeim að hún ætti börn. Harouche læsti sig inn á baði inn á samliggjandi hótelherbergi og hringdi eftir hjálp. Skömmu síðar kom Kardashian hoppandi inn til hennar, vegna þess að hún hafði verið bundin á höndum og fótum. Þá var hún klædd í slopp og í engu undir honum. Harouche sagðist hafa óttast að Kardashian hefði verið nauðgað eða brotið hefði verið á henni. Sannfærð um að hún yrði myrt Sjálf sagði Kim í dómsal í dag, samkvæmt fréttavakt Le Parisien, að hún hefði verið sannfærð um að mennirnir ætluðu að nauðga henni. Hún hafi verið svo gott sem nakin þegar þeir bundu hans. Það gerðu mennirnir ekki og hún segir að einn þeirra hafi reynt að róa hana niður og sagt henni að þetta yrði allt í lagi. Hún brast í grát þegar hún var að bera vitni og fór yfir það þegar byssu var beint að höfði hennar. „Ég var sannfærð um að ég myndi deyja þennan dag.“
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira