Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 12. maí 2025 12:31 Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun