Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 12. maí 2025 12:31 Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Rúnar Þorvaldsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Öll getum við lent í því að eiga í erfiðleikum með að fóta okkur í nýjum veruleika. Það hefur verið hlutskipti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna þriggja; Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við að hafa verið hafnað í síðustu kosningum og að rökréttri reglu hlutanna, að þeirra mati, hafi verið raskað með því að aðrir en þeir haldi um valdataumana. Vanlíðanin brýst svo út í umræðunni um leiðréttingu veiðigjalda á Alþingi. Þótt þegar hafi verið sett Íslandsmet í lengd umræðu í fyrstu umræðu frá því mælingar hófust þá var það hárrétt mat hjá forseta Alþingis að veita þingmönnum tækifæri til þess að ræða þetta mikilvæga og stóra mál með því að breyta starfsáætlun Alþingis og boða til fundar á laugardegi. Farið gegn þjóðarvilja Varðstaðan um sérhagsmuni gegn almannahagsmunum hefur verið leiðarstefið hjá gömlu helmingaskiptaflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki í þessari umræðu. Sömu sögu má segja um fulltrúa Miðflokksins. Fulltrúar sérhagsmuna á þingi mega ekki til þess hugsa að þjóðin, eigandi auðlindarinnar, fái sanngjarnan og réttlátan hlut í arðinum sem myndast við nýtingu hennar. Í löngu og ítarlegu máli hafa fulltrúar stjórnarandstöðunnar því talað gegn þjóðarvilja í þessu máli því skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að þjóðin stendur með ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í málinu. Stjórnarandstöðunni verður tíðrætt um sátt um sjávarútveginn í máli sínu en hún hirðir ekkert um að ná sátt við þjóðina, eiganda auðlindarinnar, um réttláta skiptingu auðlindarentunnar. Helmingaskiptaflokkarnir hafa brugðist þjóðinni Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar sem á rétt á því að nýta þá með sjálfbærum hætti. Hlutverk löggjafans er að tryggja að ávinningurinn af nýtingu þeirra skili sér aftur til þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Staðreyndin er sú að gömlu helmingaskiptaflokkarnir og fylgitungl þeirra í ríkisstjórnum á síðustu árum hafa algjörlega brugðist þjóðinni í þessu verkefni, þ.e. að tryggja henni eðlilegan arð af eign sinni, sjávarauðlindinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar markaðslausnum Frumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um leiðréttingu veiðgjalda snýst einmitt um það hvernig við skiptum arðinum af auðlindinni og í frumvarpinu er tryggt að stuðst sé við markaðsvirði við útreikning á afnotagjaldi á auðlindinni. Alþekkt er að Sjálfstæðisflokkurinn, sem alla jafna kennir sig við markaðslausnir og talar fyrir þeim, hafnar því alfarið að beita markaðslausnum þegar kemur að sjávarútvegi. Og engin breyting er á því í þessu máli en það er í samræmi við varðstöðu flokksins um sérhagsmuni að koma í veg fyrir það réttlætismál að fyrir þjóðina, eiganda auðlindarinnar, að gjaldtakan sé leiðrétt og uppfærð í samræmi við raunvirði. Samfylkingin og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur starfar hins vegar í þágu almannahagsmuna og ætlar að tryggja þjóðinni eðlilega hlutdeild í arðinum af nýtingu auðlindarinnar. Vonandi sér stjórnarandstaðan ljósið Leiðrétting veiðigjalda snýst ekki, andstætt því sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir haldið fram í ræðustól Alþingis að undaförnu, um kollsteypu á núverandi sjávarútvegskerfi. Hér er ekki á ferðinni aðför að landsbyggðinni eða sjávarplássum landsins eins og þeir hafa líka haldið fram. Það er von mín að á næstu dögum og vikum muni stjórnarandstaðan átta sig betur á efni, inntaki og markmiði frumvarpsins, þ.e. að þjóðinni verði tryggð réttlát og sanngjörn hlutdeild í arðinum. Kannski er það til of mikils mælst að stjórnarandstaðan sjái ljósið vegna þess tilfinningaumróts sem fulltrúar hennar ganga nú í gegnum í kjölfar breyttrar stöðu að afloknum kosningum. En maður leyfir sér að lifa í voninni. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og tók þátt í 1. umræðu um leiðréttingu veiðigjalda.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun