Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius og Ingibjörg Áskelsdóttir skrifa 12. maí 2025 11:30 Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Söfn Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun