„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 12:00 Ægir Þór Steinarsson að rífa Hilmar Smára Henningsson upp Vísir/Jón Gautur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum. „Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
„Beint eftir leik vorum við særðir og með eftirsjá gagnvart ákveðnum atvikum í leiknum þar sem að við hefðum geta gert betur svo bara líður tíminn og það var bara stemning í rútunni á leiðinni heim og menn bjartsýnir á verkefnið,“ segir Ægir Þór í samtali við íþróttadeild en mögnuð endurkoma Tindastóls á lokaandartökum fyrsta leiks einvígisins sigldi heim þriggja stiga sigri þeirra. Það var margt gott við leik Stjörnunnar í þeim leik sem þeir taka með sér í næstu orrustu einvígisins. „Þegar að maður lítur heilt yfir þetta, skoðar upptökur af leiknum og fer að greina hvað við getum gert betur þá fyllist maður bara sjálfstrausti og trú á verkefnið. Það er ferlið sem milli leikja, ferli sem hefur í raun verið til staðar í gegnum alla úrslitakeppnina.“ Aðspurður hvað mætti helst betur fara hjá Stjörnumönnum í leik kvöldsins hafði Ægir Þór þetta að segja: „Mér fannst við gera nokkuð fína hluti sóknarlega en ég held að einbeiting á ögurstundu varnarlega er einn af þeim hlutum sem við þurfum að gera betur. Við settum okkur ákveðnar reglur og fylgdum þeim ekki nægilega vel eftir síðustu mínúturnar. Enn og aftur snýst þetta bara um einbeitingu og að vera aðeins meira á tánum þegar líður á leikinn. Þá held ég að við getum siglt þessu heim.“ Mikilvægi hvers leiks í þessu úrslitaeinvígi er gífurlegt en Stjarnan heldur inn í leik tvö 1-0 undir og fari svo að Tindastóll sigri í kvöld yrði róðurinn ansi þungur fyrir Garðbæinga, þeir vilja ekki að það raungerist. „Þetta er leikur tvö, þú ert á heimavelli og stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar. Þú verður að berjast fyrir hverjum einasta bolta, taka eitt atriði í einu. Það er það sem skiptir máli, horfa ekki of langt fram veginn og fagna því að vera með stemninguna með þér í liði, vera í húsinu sem þú æfir í og hafa sjálfstraust til þess að vinna leikinn. Í því felst mikilvægið finnst mér.“ Aðspurður hvernig leik hann búist við í kvöld er það tilfinning Ægis að hver leikur hafi sína eigin sögu. „Leikirnir verða alltaf einhvern veginn breyttir en ég tel að svipað verði upp á teningnum og í fyrsta leik. Þetta verður mjög hraður og líkamlegur leikur, einhverjar breytingar hér og þar en allir þessir leikir í úrslitakeppninni hafa einkennst af stemningu og alls konar. Líka eins og með þetta Tindastóls lið, það getur einhvern veginn allt gerst og þú þarft að halda einbeitingu þegar að þeir komast á eitthvað skrið eða ekki. Þú verður alltaf að vera á tánum, mér finnst það vera það helsta einkenni leiks á móti Tindastóls. Að halda einbeitingu allan tímann.“ Stjörnumenn hafa lagt mikið á sig til þess að vera komnir alla leið í úrslitaeinvígið en þeir eru hvergi nærri hættir. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir fyrir það og tökum því ekki sem sjálfsögðum hlut, að vera í úrslitum og höfum verið að stefna að þessu lengi í Stjörnunni. Við erum þakklátir og á sama tíma mjög meðvitaðir um að nýta þetta tækifæri sem best, að vera í úrslitunum og taka dolluna. Við vitum að við þurfum að eiga mjög góða leiki á móti Tindastól til að það gangi upp.“ Leikur tvö í úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hefst klukkan korter yfir átta í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en upphitun með Stefáni Árna og sérfræðingum hans hefst 45 mínútum fyrir leik, nánar tiltekið klukkan hálf átta.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Körfubolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti