Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 11. maí 2025 10:32 Ég var svo dásamlega lánsöm að alast upp á heimili þar sem rætt var um stjórnmál og enn lánsamari með það að ekki voru öll sammála. Við borðið hjá ömmu þar sem ég dvaldi öllum mögulegum stundum voru sjónarmið sósíalista yfir í frjálshyggju og allt þar á milli rædd yfir kaffinu. Fólk ræddi málin, hækkaði stundum röddina en naut þess jafnframt að verja tíma saman og borða saman. Ef til vill hef ég öðlast skilning á því að hversu ólíkar skoðanir fólks geta verið við það að alast upp við frjáls og óheft skoðanaskipti. Fólk fær drifkraft frá ólíkum hlutum og hefur misjafna sýn á lífið, þó það sé úr sömu fjölskyldunni. Alla tíð hef ég litið á það sem gjöf að í stjórn landsins sé fólk sem er fulltrúar þessarar fjölbreytni. Það er að mínu viti ómögulegt að ætla að stýra landi eða sveitarfélagi út frá einni stefnu, því þá þjónum við bara einum hópi fólks. Við erum samfélag mismunandi heima, ólíkrar reynslu og fjölbreyttra skoðanna. Til að skapa trúverðugt og traust samfélag þar sem við þjónum breiðum hópi fólks þá þarf að vera fjölbreytni, ólíkar lausnir og fjölbreyttar leiðir að markmiðum. Borgin má og á að vera fjölbreytt. Fólk þarf að hafa val um það hvort það vill nýta sér þær samgöngur sem eru í boði en þær þurfa þá einnig að vera raunverulegur valkostur fyrir fólk. Einnig á fólk að geta valið hvort það vill búa á svæði umkringt litlum grænum svæðum eða á þéttbýlum reit þar sem þú getur skokkað á náttsloppnum í næstu verslun því mjólkin gleymdist. En umfram allt þurfum við að vera tilbúin að hlusta hvert á annað. Með virðingu og hlustun getum við setið við sama borðið og notið samverunnar þrátt fyrir ólíkar skoðanir. Ef við hlustum, heyrum við líka að um margt erum við sammála. Það þarf að moka snjóinn þegar það snjóar, hvort heldur fyrir gangandi, hjólandi eða akandi svo við komumst leiðar okkar. Það þarf einnig að hirða sorpið því okkur líður betur í hreinni og vel hirtri borg. Það þarf að huga að innviðum því við viljum ekki að fólk þurfi að stunda vinnu sína eða nám í óheilnæmu umhverfi. Það er nefnilega þannig að það er meira sem sameinar okkur en sundrar ef við erum tilbúin að hlusta. Af hverju framsókn? Þegar ég er í kringum Framsóknarfólk, þá er ég í kringum fólk sem skilur einnig að borg þarf breidd. Landið þarf lausnir. Fólk sem skilur og setur í fólk og fjölskyldur í forgang. Framsóknarfólk skilur að jafnrétti og fjölbreytileiki eru ekki bara hugtök, heldur lykillinn að hamingjusömu samfélagi. Kannanir hafa sýnt að Framsóknarfólk er hamingjusamara og það kemur mér ekki á óvart. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og varaborgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég var svo dásamlega lánsöm að alast upp á heimili þar sem rætt var um stjórnmál og enn lánsamari með það að ekki voru öll sammála. Við borðið hjá ömmu þar sem ég dvaldi öllum mögulegum stundum voru sjónarmið sósíalista yfir í frjálshyggju og allt þar á milli rædd yfir kaffinu. Fólk ræddi málin, hækkaði stundum röddina en naut þess jafnframt að verja tíma saman og borða saman. Ef til vill hef ég öðlast skilning á því að hversu ólíkar skoðanir fólks geta verið við það að alast upp við frjáls og óheft skoðanaskipti. Fólk fær drifkraft frá ólíkum hlutum og hefur misjafna sýn á lífið, þó það sé úr sömu fjölskyldunni. Alla tíð hef ég litið á það sem gjöf að í stjórn landsins sé fólk sem er fulltrúar þessarar fjölbreytni. Það er að mínu viti ómögulegt að ætla að stýra landi eða sveitarfélagi út frá einni stefnu, því þá þjónum við bara einum hópi fólks. Við erum samfélag mismunandi heima, ólíkrar reynslu og fjölbreyttra skoðanna. Til að skapa trúverðugt og traust samfélag þar sem við þjónum breiðum hópi fólks þá þarf að vera fjölbreytni, ólíkar lausnir og fjölbreyttar leiðir að markmiðum. Borgin má og á að vera fjölbreytt. Fólk þarf að hafa val um það hvort það vill nýta sér þær samgöngur sem eru í boði en þær þurfa þá einnig að vera raunverulegur valkostur fyrir fólk. Einnig á fólk að geta valið hvort það vill búa á svæði umkringt litlum grænum svæðum eða á þéttbýlum reit þar sem þú getur skokkað á náttsloppnum í næstu verslun því mjólkin gleymdist. En umfram allt þurfum við að vera tilbúin að hlusta hvert á annað. Með virðingu og hlustun getum við setið við sama borðið og notið samverunnar þrátt fyrir ólíkar skoðanir. Ef við hlustum, heyrum við líka að um margt erum við sammála. Það þarf að moka snjóinn þegar það snjóar, hvort heldur fyrir gangandi, hjólandi eða akandi svo við komumst leiðar okkar. Það þarf einnig að hirða sorpið því okkur líður betur í hreinni og vel hirtri borg. Það þarf að huga að innviðum því við viljum ekki að fólk þurfi að stunda vinnu sína eða nám í óheilnæmu umhverfi. Það er nefnilega þannig að það er meira sem sameinar okkur en sundrar ef við erum tilbúin að hlusta. Af hverju framsókn? Þegar ég er í kringum Framsóknarfólk, þá er ég í kringum fólk sem skilur einnig að borg þarf breidd. Landið þarf lausnir. Fólk sem skilur og setur í fólk og fjölskyldur í forgang. Framsóknarfólk skilur að jafnrétti og fjölbreytileiki eru ekki bara hugtök, heldur lykillinn að hamingjusömu samfélagi. Kannanir hafa sýnt að Framsóknarfólk er hamingjusamara og það kemur mér ekki á óvart. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og varaborgarfulltrúi
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar