Vilja leggja réttarríkið til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 13:23 Donald Trump, forseti, og Stephen Miller, einn æðsti ráðgjafi hans. AP/Paul Sancya Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Umrædd réttindi kallast „habeas corpus“ og fela í sér að ekki sé hægt að fangelsa einstaklinga án þess að þeir séu leiddir fyrir dómara og án þess að viðkomandi fái réttlæta málsmeðferð. Kveðið er á um þennan rétt í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þetta á við alla sem eru í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru borgarar eða ekki. Trump sagði í viðtali á dögunum að þessir réttur fólks stæði í vegi hans varðandi ætlanir hans um að vísa milljónum manna úr landi. „Ég veit ekki. Mér sýnist, það gæti staðið þarna en ef við erum að tala um það, þá þyrftum við að hafa milljón, eða tvær milljónir, eða þrjár milljónir réttarhalda. Við erum með þúsundir manna og þar á meðal morðingja og fíkniefnasala og suma af verstu mönnum jarðarinnar,“ sagði Trump í áðurnefndu viðtali. Sjá einnig: Segir réttarríkið standa í vegi sínum Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trumps, sagði á föstudagskvöldið að stjórnarskráin væri skýr og æðstu lög landsins. Hins vegar væri hægt að leggja þessi réttindi til hliðar á tímum innrásar. „Svo við erum að skoða það,“ sagði Miller. „Það veltur að miklu leyti á því hvort dómstólar geri hið rétta í stöðunni eða ekki.“ Trump og ráðgjafar hans hafa ítrekað haldið því fram að flæði farand- og flóttafólks yfir landamæri Bandaríkjanna sé í raun innrás. Á þeim grunni hefur ríkisstjórnin notast við aldagömul lög sem á ensku kallast „Alien enemies act“ til að vísa fólki úr landi og í mörgum tilfellum án þess að það hafi fengið réttmæta málsmeðferð. Sjá einnig: Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Lög þessi eru helst þekkt fyrir að hafa verið notuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar til að setja bandaríska ríkisborgara sem áttu rætur að rekja til Japan, Þýskalands eða Ítalíu í fangabúðir. Það fólk þurfti þó á sínum tíma að færa fyrir dómara fyrst, til að sanna að þau ættu í raun rætur að rekja til þessara ríkja. Dómstólar standa í vegi Trumps Dómarar hafa þó ítrekað staðið í vegi þessa, í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Nú síðast í síðustu viku sagði dómari frá Texas, sem Trump skipaði í embætti, að ríkisstjórninni hefði ekki sannað tilvist „innrásar“ eða annarskonar neyðarástands eða átaka sem gæti réttlæt notkun laganna, samkvæmt frétt Washington Post. Trump liðar hafa brugðist reiðir við því hvernig dómarar hafa hægt á brottvísunum og hafa áköll Repúblikana eftir því að dómurum verði vikið úr embætti orðið háværari. Þá kemur fram í frétt miðilsins að stjórnarskrá Bandaríkjanna heimili ekki það að leggja habeas corpus til hliðar á grunni yfirlýsinga um innrás frá Hvíta húsinu. Fram komi í stjórnarskránni að réttindi þessi megi eingöngu leggja til hliðar í tilfelli uppreisnar eða innrásar og þegar öryggi almennings krefjist þess. Í frétt BBC um málið segir að Abraham Lincoln hafi verið fyrstur til að leggja réttindin til hliðar í borgarastyrjöldinni á árum áður. Það leiddi til mikilla deilna við Hæstarétt Bandaríkjanna, sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri eingöngu bandaríska þingið, ekki alríkisyfirvöld, sem gætu yfir höfuð lagt réttindin til hliðar. AP fréttaveitan segir svo að áður en Trump skipaði hana í hæstarétt skrifaði Amy Coney Barret grein þar sem hún sagði að þó það kæmi ekki skýrt fram hvaða armur yfirvalda í Bandaríkjunum gæti lagt réttindin hliðar væru „flestir sammála“ um að einungis þingið gæti það.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira