Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Siggeir Ævarsson skrifar 11. maí 2025 19:31 Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik í kvöld og skoraði 37 stig auk þess að gefa sjö stoðsendingar og taka sjö fráköst. Vísir/Hulda Margrét Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. Heimamenn fóru töluvert betur af stað og sóknarleikur Stólanna var ekki upp á marga fiska. Sadio Doucoure fékk að skjóta eins og hann vildi og hitti ekki neitt (núll af fjórum í þristum) og Dimitrios Agravanis kom inn á í tæpar fjórar mínútur, tapaði tveimur boltum og fékk á sig þrjár villur. Shaquille Rombley skilaði sínu í kvöld og var næst stigahæstur StjörnumannaVísir/Hulda Margrét Stjarnan leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og keyrðu muninn svo fljótlega upp í tíu stig. Þá hrökk sóknarleikur Tindastóls loks í gang og þristunum fór að rigna en alls settu þeir átta í fyrri hálfleik gegn þremur hjá Stjörnunni. Giannis Agravanis sækir á körfuna, hann var líflegur framan af leik og setti þrjá þrista í þremur fyrstu tilraunum sínum.Vísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik 35-34 og leikurinn galopinn. Stólarnir voru á þessum tímapunkti ekki búnir að grípa eitt einasta sóknarfrákast og Arnar kominn með þrjár villur en alls voru gestirnir komnir með tólf villur en heimamenn aðeins fimm. Stjörnumenn tóku þriðja leikhluta svo með trompi og unnu hann 26-14. Stólarnir virkuðu vonlitlir og virtust ekki hafa neina trú hver á öðrum og einstaklingsframtakið réð ríkjum. Þrátt fyrir brösótt gengi gerði Benni engar skiptingar fyrr en rúmar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum en staðan að honum loknum var 61-48. Giannis og Hlynur takast áVísir/Hulda Margrét Gestirnir missu svo einfaldlega hausinn í kjölfarið en Agravanis bræður nældu sér í þrjár tæknivillur í einni tilraun og Dimitrios var í kjölfarið sendur í bað. Ægir Þór tók svo sex víti sem fóru öll ofan í og sótti svo aðra villu og skoraði því níu stig í „sömu“ sókninni og þar með var leikurinn bara farinn, staðan orðin 75-53. Það var nóg eftir að leiknum, tæpar sjö mínútur, en það skipti engu máli. Síðustu mínúturnar voru bara langar og ómarktækar ruslamínútur. Til að toppa vitleysuna fékk Arnar Björnsson svo dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að hrinda Ægi hressilega í gólfið og var sendur í bað en hann fékk tæknivillu í fyrri hálfleik. Lokatölur 103-74. Stjörnumenn eru búnir að jafna einvígið 1-1 og virðast til alls líklegir eftir þessa frammistöðu í kvöld en næsti leikur á Sauðarkróki verður á miðvikudagskvöldið. Basile sækir á körfuna en lendir á vegg.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Tæknivillurnar sem Agravanis bræður fengu í upphafi fjórða leikhluta gerðu endanlega útum leikinn. Ægir Þór tók í kjölfarið sex víti sem fóru öll ofan í og sótti svo villu og körfu góða. Níu stiga sókn og allt í skrúfunni hjá Stólunum. Stjörnur og skúrkar Stjarna kvöldsins er án nokkurs vafa Ægir Þór Steinarsson, 37 stig frá honum sem er það næst mesta sem íslenskur leikmaður hefur skorað í úrslitum, en hann deilir öðru sætinu reyndar með þremur öðrum leikmönnum. Ægir Þór átti alveg hreint magnaða frammistöðu í kvöld. Hún fer bókstaflega í sögubækurnarVísir/Hulda Margrét Ægir vann þennan leik þó ekki upp á eigin spýtur. Hilmar Smári, Orri og Rombley skoruðu drjúgt og Jase Fabres reif niður 15 fráköst, þar af fjögur sóknarfráköst. Hjá Stólunum var fátt um fína drætti eftir því sem leið á leikinn. Sadio Doucoure endaði stigahæstur með 18 stig, Giannis Agravanis 17 og Dedrick Basile 16. Þeir Dimitrios Agravanis og Adomas Drungilas áttu hins vegar afleitan leik. Dimitrios lét reka sig út úr húsi eftir að hafa skilað af sér núll stigun, þremur töpuðum boltum og fimm villum. Drungilas var sömuleiðis stigalaus á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Eitt af því fá markverða sem Drungilas gerði í kvöldVísir/Hulda Margrét Dómararnir Dómararnir fara yfir málin. Full ástæða til.Vísir/Hulda Margrét Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Gunnlaugur Briem dæmdu leikinn í kvöld. Þetta var alvöru verkefni sem þeir fengu í hendurnar í kvöld. Mikill hraði, mikill hasar og töluvert tuð og stælar. Fannst þeir félagar komast ágætlega frá verkefninu að þessu sinni. Stemming og umgjörð Troðfull Umhyggjuhöll í kvöld og rúmlega það. Gríðarlega læti og mikil gleði. Kvöldin gerast ekki mikið betri en þetta enda nefndu allir leikmenn Stjörnunnar stemminguna og stuðninginn í viðtölum eftir leik. Mikil gleði í Garðabænum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmenn Stólanna láta aldrei sitt eftir liggja.Vísir/Hulda Margrét Það var stjörnufans í stúkunni í kvöld. Heldur Áslaug Arna ekki örugglega með Stjörnunni? Þessi mynd hlýtur að vera tekin rétt í kringum hálfleik.Vísir/Hulda Margrét Stjörnumenn sprengu gleðisprengjur í leikslokVísir/Hulda Margrét Viðtöl Baldur Þór: „Lykillinn að þessu að vera þéttir varnarlega“ Baldur Þór Ragnarsson sultuslakur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar var pollrólegur þegar hann mætti í viðtal eftir leik, spennustigið hjá honum greinilega töluvert lægra en í leiknum sem kláraðist rétt áður. „Strákarnir fókuseraðir. Einbeittir á báðum endum vallarins. Síðan kemur eitthvað sprengjudæmi þarna í seinni sem býr þetta til.“ Bæði lið skoruðu frekar lítið í fyrri hálfleik en Baldur hefur engar áhyggjur af stigaskori svo lengi sem vörnin er þétt. „Mér fannst við vera að spila vel, að búa til opnanir og varnarlega erum við þéttir allan leikinn. Það er að fara að verða lykillinn að þessu, ef við náum að vera þéttir varnarlega.“ Seinni hálfleikurinn fór svo af stað með krafti. „Við komum rosa „agressífir“ út. Eru að sækja og líka tilbúnir að sækja og finna næstu opnun. Menn hreyfanlegir og tilbúnir. Ægir náttúrulega frábær þarna, eins og allir voru í seinni hálfleik.“ Baldur var spurður hvort honum þætti ástæða til að skoða nánar hegðun Dimitrios Agravanis eftir að hann var sendur af velli og mögulega dæma hann í bann en Baldur vildi lítið spá í það. „Það verður bara að koma í ljós. Tilfinningar og allt það.“ Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að ná sínum mönnum aftur niður á jörðina. „Það verður að koma í ljós líka. Ég hef fulla trú á því að menn skilji hvað þetta gengur út á. Þetta er bara sería, nú er bara endurheimt og næsti leikur.“ Benedikt Guðmundsson: „Missum algjörlega hausinn og þá er þetta bara farið“ Benedikt Guðmundsson var ekki rólegur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal eftir leik og var virkilega ósáttur með frammistöðu sinna manna. „Við bara brotnuðum. Missum hausinn, brotnum. Þetta var alveg leikur hérna lengi vel. Jafnt í hálfleik. Svo bara missum við algjörlega hausinn og þá er þetta bara farið.“ Benni var augljóslega mjög ósáttur við hvernig Dimitrios Agravanis hagaði sér í kvöld þegar hann lét reka sig í bað. „Þetta náttúrulega hjálpar ekki liðinu. Þarna eiginlega fer leikurinn. Þetta var einhver 12-13 stig á þessum tíma og nóg eftir. Þetta var mjög vont fyrir liðið og gerði eiginlega bara útum þennan leik virðist vera.“ Hann gat þó ekki lagt mat á hvað nákvæmlega gerðist, enda sá hann það ekki almennilega né heyrði hvað var sagt. „Ég sá ekki þegar Giannis fékk tæknivillu, ég hélt að það væri ekkert í gangi. Svo allt í einu heyrði ég eitthvað flaut. Ég sá ekkert almennilega hvað gerðist. Þetta er bara ekkert í boði. Ég veit að við upplifum eins og dómgæslan hafi verið ósanngjörn og mikill villumunur en við högum okkur ekki svona. Þetta er ekki leiðin til að bregðast við. Nú bara reynir á okkur, hverskonar karakter er í þessu liði í næsta leik.“ Dimitrios er væntanlega á leiðinni í bann, hvort sem það verður einn leikur eða fleiri. „Þetta er allavega alltaf einn leikur. Ég veit ekkert hvað hann sagði, það kemur bara í ljós. En við erum með nóg af mönnum, ég verð með tólf tilbúna í næsta leik. En eins og ég segi. Nú bara reynir á karakter liðsins og hvernig við ætlum að koma til baka eftir þetta. Staðan er 1-1. Það er nóg eftir af þessari seríu. Það kemur í ljós úr hverju við erum gerðir.“ Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti
Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. Heimamenn fóru töluvert betur af stað og sóknarleikur Stólanna var ekki upp á marga fiska. Sadio Doucoure fékk að skjóta eins og hann vildi og hitti ekki neitt (núll af fjórum í þristum) og Dimitrios Agravanis kom inn á í tæpar fjórar mínútur, tapaði tveimur boltum og fékk á sig þrjár villur. Shaquille Rombley skilaði sínu í kvöld og var næst stigahæstur StjörnumannaVísir/Hulda Margrét Stjarnan leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og keyrðu muninn svo fljótlega upp í tíu stig. Þá hrökk sóknarleikur Tindastóls loks í gang og þristunum fór að rigna en alls settu þeir átta í fyrri hálfleik gegn þremur hjá Stjörnunni. Giannis Agravanis sækir á körfuna, hann var líflegur framan af leik og setti þrjá þrista í þremur fyrstu tilraunum sínum.Vísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik 35-34 og leikurinn galopinn. Stólarnir voru á þessum tímapunkti ekki búnir að grípa eitt einasta sóknarfrákast og Arnar kominn með þrjár villur en alls voru gestirnir komnir með tólf villur en heimamenn aðeins fimm. Stjörnumenn tóku þriðja leikhluta svo með trompi og unnu hann 26-14. Stólarnir virkuðu vonlitlir og virtust ekki hafa neina trú hver á öðrum og einstaklingsframtakið réð ríkjum. Þrátt fyrir brösótt gengi gerði Benni engar skiptingar fyrr en rúmar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum en staðan að honum loknum var 61-48. Giannis og Hlynur takast áVísir/Hulda Margrét Gestirnir missu svo einfaldlega hausinn í kjölfarið en Agravanis bræður nældu sér í þrjár tæknivillur í einni tilraun og Dimitrios var í kjölfarið sendur í bað. Ægir Þór tók svo sex víti sem fóru öll ofan í og sótti svo aðra villu og skoraði því níu stig í „sömu“ sókninni og þar með var leikurinn bara farinn, staðan orðin 75-53. Það var nóg eftir að leiknum, tæpar sjö mínútur, en það skipti engu máli. Síðustu mínúturnar voru bara langar og ómarktækar ruslamínútur. Til að toppa vitleysuna fékk Arnar Björnsson svo dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að hrinda Ægi hressilega í gólfið og var sendur í bað en hann fékk tæknivillu í fyrri hálfleik. Lokatölur 103-74. Stjörnumenn eru búnir að jafna einvígið 1-1 og virðast til alls líklegir eftir þessa frammistöðu í kvöld en næsti leikur á Sauðarkróki verður á miðvikudagskvöldið. Basile sækir á körfuna en lendir á vegg.Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Tæknivillurnar sem Agravanis bræður fengu í upphafi fjórða leikhluta gerðu endanlega útum leikinn. Ægir Þór tók í kjölfarið sex víti sem fóru öll ofan í og sótti svo villu og körfu góða. Níu stiga sókn og allt í skrúfunni hjá Stólunum. Stjörnur og skúrkar Stjarna kvöldsins er án nokkurs vafa Ægir Þór Steinarsson, 37 stig frá honum sem er það næst mesta sem íslenskur leikmaður hefur skorað í úrslitum, en hann deilir öðru sætinu reyndar með þremur öðrum leikmönnum. Ægir Þór átti alveg hreint magnaða frammistöðu í kvöld. Hún fer bókstaflega í sögubækurnarVísir/Hulda Margrét Ægir vann þennan leik þó ekki upp á eigin spýtur. Hilmar Smári, Orri og Rombley skoruðu drjúgt og Jase Fabres reif niður 15 fráköst, þar af fjögur sóknarfráköst. Hjá Stólunum var fátt um fína drætti eftir því sem leið á leikinn. Sadio Doucoure endaði stigahæstur með 18 stig, Giannis Agravanis 17 og Dedrick Basile 16. Þeir Dimitrios Agravanis og Adomas Drungilas áttu hins vegar afleitan leik. Dimitrios lét reka sig út úr húsi eftir að hafa skilað af sér núll stigun, þremur töpuðum boltum og fimm villum. Drungilas var sömuleiðis stigalaus á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Eitt af því fá markverða sem Drungilas gerði í kvöldVísir/Hulda Margrét Dómararnir Dómararnir fara yfir málin. Full ástæða til.Vísir/Hulda Margrét Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Gunnlaugur Briem dæmdu leikinn í kvöld. Þetta var alvöru verkefni sem þeir fengu í hendurnar í kvöld. Mikill hraði, mikill hasar og töluvert tuð og stælar. Fannst þeir félagar komast ágætlega frá verkefninu að þessu sinni. Stemming og umgjörð Troðfull Umhyggjuhöll í kvöld og rúmlega það. Gríðarlega læti og mikil gleði. Kvöldin gerast ekki mikið betri en þetta enda nefndu allir leikmenn Stjörnunnar stemminguna og stuðninginn í viðtölum eftir leik. Mikil gleði í Garðabænum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Stuðningsmenn Stólanna láta aldrei sitt eftir liggja.Vísir/Hulda Margrét Það var stjörnufans í stúkunni í kvöld. Heldur Áslaug Arna ekki örugglega með Stjörnunni? Þessi mynd hlýtur að vera tekin rétt í kringum hálfleik.Vísir/Hulda Margrét Stjörnumenn sprengu gleðisprengjur í leikslokVísir/Hulda Margrét Viðtöl Baldur Þór: „Lykillinn að þessu að vera þéttir varnarlega“ Baldur Þór Ragnarsson sultuslakur á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar var pollrólegur þegar hann mætti í viðtal eftir leik, spennustigið hjá honum greinilega töluvert lægra en í leiknum sem kláraðist rétt áður. „Strákarnir fókuseraðir. Einbeittir á báðum endum vallarins. Síðan kemur eitthvað sprengjudæmi þarna í seinni sem býr þetta til.“ Bæði lið skoruðu frekar lítið í fyrri hálfleik en Baldur hefur engar áhyggjur af stigaskori svo lengi sem vörnin er þétt. „Mér fannst við vera að spila vel, að búa til opnanir og varnarlega erum við þéttir allan leikinn. Það er að fara að verða lykillinn að þessu, ef við náum að vera þéttir varnarlega.“ Seinni hálfleikurinn fór svo af stað með krafti. „Við komum rosa „agressífir“ út. Eru að sækja og líka tilbúnir að sækja og finna næstu opnun. Menn hreyfanlegir og tilbúnir. Ægir náttúrulega frábær þarna, eins og allir voru í seinni hálfleik.“ Baldur var spurður hvort honum þætti ástæða til að skoða nánar hegðun Dimitrios Agravanis eftir að hann var sendur af velli og mögulega dæma hann í bann en Baldur vildi lítið spá í það. „Það verður bara að koma í ljós. Tilfinningar og allt það.“ Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að ná sínum mönnum aftur niður á jörðina. „Það verður að koma í ljós líka. Ég hef fulla trú á því að menn skilji hvað þetta gengur út á. Þetta er bara sería, nú er bara endurheimt og næsti leikur.“ Benedikt Guðmundsson: „Missum algjörlega hausinn og þá er þetta bara farið“ Benedikt Guðmundsson var ekki rólegur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var ekki upplitsdjarfur þegar hann mætti í viðtal eftir leik og var virkilega ósáttur með frammistöðu sinna manna. „Við bara brotnuðum. Missum hausinn, brotnum. Þetta var alveg leikur hérna lengi vel. Jafnt í hálfleik. Svo bara missum við algjörlega hausinn og þá er þetta bara farið.“ Benni var augljóslega mjög ósáttur við hvernig Dimitrios Agravanis hagaði sér í kvöld þegar hann lét reka sig í bað. „Þetta náttúrulega hjálpar ekki liðinu. Þarna eiginlega fer leikurinn. Þetta var einhver 12-13 stig á þessum tíma og nóg eftir. Þetta var mjög vont fyrir liðið og gerði eiginlega bara útum þennan leik virðist vera.“ Hann gat þó ekki lagt mat á hvað nákvæmlega gerðist, enda sá hann það ekki almennilega né heyrði hvað var sagt. „Ég sá ekki þegar Giannis fékk tæknivillu, ég hélt að það væri ekkert í gangi. Svo allt í einu heyrði ég eitthvað flaut. Ég sá ekkert almennilega hvað gerðist. Þetta er bara ekkert í boði. Ég veit að við upplifum eins og dómgæslan hafi verið ósanngjörn og mikill villumunur en við högum okkur ekki svona. Þetta er ekki leiðin til að bregðast við. Nú bara reynir á okkur, hverskonar karakter er í þessu liði í næsta leik.“ Dimitrios er væntanlega á leiðinni í bann, hvort sem það verður einn leikur eða fleiri. „Þetta er allavega alltaf einn leikur. Ég veit ekkert hvað hann sagði, það kemur bara í ljós. En við erum með nóg af mönnum, ég verð með tólf tilbúna í næsta leik. En eins og ég segi. Nú bara reynir á karakter liðsins og hvernig við ætlum að koma til baka eftir þetta. Staðan er 1-1. Það er nóg eftir af þessari seríu. Það kemur í ljós úr hverju við erum gerðir.“
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn