Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 9. maí 2025 13:32 Veturinn er á undanhaldi og þau megineinkenni sem honum fylgja þ.e. myrkur og kuldi. Raforkuþörf eykst á veturna, enda notum við raflýsingu til að mæta myrkrinu og lýsa upp skammdegið. Einnig eykst auðvitað rafhitun til húshitunar eftir því sem kaldara er. Þessi aukna raforkuþörf rímar því miður illa við framleiðslugetu raforkukerfisins á Íslandi. Vatnsaflsvirkjanir mæta um 70% af raforkuþörf kerfisins og eðlilega snýr frosin snjór túrbínum heldur verr en fljótandi vatn. Raforkuþörfin er þannig mest þegar framleiðslugeta vatnsaflsvirkjana er minnst. Ef það væru nú bara til einhverjar vetrarvirkjanir. Reyndar er hagkvæmast og ódýrast að breyta fyrst notkunarþættinum í stað þess að einblína bara á framleiðsluþáttinn. Sem sagt breyta notkunarflokkum sem valda vetrarálaginu þ.e. lýsing og rafhitun. Lýsing LED lýsing hefur umbylt lýsingartækni á heimsvísu sem þýðir að nú þarf miklu minna afl og orku til að ná sömu eða betri ljósgæðum og áður fékkst með gló- eða halógenperum. Það er almennt góð og gild regla að nýta hluti á meðan þeir eru í lagi. Þetta á þó ekki við þegar kemur að gömlum gló- og halógenperum sem enn lýsa. Best er að skipta þeim strax út fyrir betri LED perum með miklu minni afl- og orkunotkun. Tökum dæmi um peru í lítið notuðu rými sem mörgum þætti óþarfi að skipta út, enda virkar hún enn. En ef 10 þúsund kveikja á lítið notuðum glóperum á svipuðum tíma þarf að ræsa óþarfa afl sem auðveldlega mætti minnka um allt að 80% með LED perum. Þetta snýst ekki bara um raforkunotkun heldur líka aflnotkun og þess vegna er mikilvægt að taka niður þessa óþörfu aflþörf. LED væðing ljósastaura er annað dæmi sem sparar mikið af afli og orkunotkun á veturna. Mikilvægt er að hreinsa strax út allar gló- og halógenperur og flýta LED væðingu ljósastaura um allt land. Rafhitun Það eru þrjár leiðir til að minnka rafhitun. Nýjar hitaveitur, varmadælur og bætt nýtni með betri einangrun og hitastýringum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti einmitt nýverið styrki til jarðhitaleitar og verkefna sem auka skilvirkni í rekstri fjarvarmaveitna. Varmadælur eru líka frábær lausn til að minnka rafhitun og þar eru líka styrkir í boði. Stuðningskerfi fyrir varmadælur á rafhituðum lögheimilum hefur verið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Alvöru árangur Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda á rafhituðum svæðum og í raun oftast forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Ríkið styrkti einnig uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt að 40 GWst og svo hafa varmadælustyrkir til rafhitaðra heimila skilað um 10 GWst af raforkusparnaði. Tvöföld kostnaðaráhrif Með minni raforkunotkun, sem fylgir ofangreindum lýsingar- og rafhitunarlausnum, minnkar raforkukostnaður notenda til muna án þess að skerða nokkuð þjónustustig eða lífsgæði. Áhrifin eru auðvitað meiri þar sem þessar aðgerðir losa dýrmæta raforku inn á kerfið til annarra nota. Eftirspurn eftir raforku hefur verið talvert meiri undanfarið en sem nemur nýrri raforkuframleiðslu inn á kerfið. Þetta hefur skapað verðhækkunarþrýsting. Ofangreindar rafhitunaraðgerðir frá aldamótum hafa losað um 160 GWst á kerfið sem samsvarar raforkunotkun 35 þúsund heimila. M.ö.o. hafa þessar aðgerðir lagt smá lóð á vogarskálarnar á framboðshliðinni til að halda aftur af raforkuhækkunum til allra. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessar „vetrarvirkjanir“ eða bætt vetrar orkunýtni er hagstæðasti „virkjunarkostur“ landsins. Þessi orkunýtniverkefni losa raforku inn á markaðinn á besta tíma án kostnaðar enda er raforkan sem losnar bara hliðarafurð orkunýtni aðgerða. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Veturinn er á undanhaldi og þau megineinkenni sem honum fylgja þ.e. myrkur og kuldi. Raforkuþörf eykst á veturna, enda notum við raflýsingu til að mæta myrkrinu og lýsa upp skammdegið. Einnig eykst auðvitað rafhitun til húshitunar eftir því sem kaldara er. Þessi aukna raforkuþörf rímar því miður illa við framleiðslugetu raforkukerfisins á Íslandi. Vatnsaflsvirkjanir mæta um 70% af raforkuþörf kerfisins og eðlilega snýr frosin snjór túrbínum heldur verr en fljótandi vatn. Raforkuþörfin er þannig mest þegar framleiðslugeta vatnsaflsvirkjana er minnst. Ef það væru nú bara til einhverjar vetrarvirkjanir. Reyndar er hagkvæmast og ódýrast að breyta fyrst notkunarþættinum í stað þess að einblína bara á framleiðsluþáttinn. Sem sagt breyta notkunarflokkum sem valda vetrarálaginu þ.e. lýsing og rafhitun. Lýsing LED lýsing hefur umbylt lýsingartækni á heimsvísu sem þýðir að nú þarf miklu minna afl og orku til að ná sömu eða betri ljósgæðum og áður fékkst með gló- eða halógenperum. Það er almennt góð og gild regla að nýta hluti á meðan þeir eru í lagi. Þetta á þó ekki við þegar kemur að gömlum gló- og halógenperum sem enn lýsa. Best er að skipta þeim strax út fyrir betri LED perum með miklu minni afl- og orkunotkun. Tökum dæmi um peru í lítið notuðu rými sem mörgum þætti óþarfi að skipta út, enda virkar hún enn. En ef 10 þúsund kveikja á lítið notuðum glóperum á svipuðum tíma þarf að ræsa óþarfa afl sem auðveldlega mætti minnka um allt að 80% með LED perum. Þetta snýst ekki bara um raforkunotkun heldur líka aflnotkun og þess vegna er mikilvægt að taka niður þessa óþörfu aflþörf. LED væðing ljósastaura er annað dæmi sem sparar mikið af afli og orkunotkun á veturna. Mikilvægt er að hreinsa strax út allar gló- og halógenperur og flýta LED væðingu ljósastaura um allt land. Rafhitun Það eru þrjár leiðir til að minnka rafhitun. Nýjar hitaveitur, varmadælur og bætt nýtni með betri einangrun og hitastýringum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti einmitt nýverið styrki til jarðhitaleitar og verkefna sem auka skilvirkni í rekstri fjarvarmaveitna. Varmadælur eru líka frábær lausn til að minnka rafhitun og þar eru líka styrkir í boði. Stuðningskerfi fyrir varmadælur á rafhituðum lögheimilum hefur verið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Alvöru árangur Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda á rafhituðum svæðum og í raun oftast forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Ríkið styrkti einnig uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt að 40 GWst og svo hafa varmadælustyrkir til rafhitaðra heimila skilað um 10 GWst af raforkusparnaði. Tvöföld kostnaðaráhrif Með minni raforkunotkun, sem fylgir ofangreindum lýsingar- og rafhitunarlausnum, minnkar raforkukostnaður notenda til muna án þess að skerða nokkuð þjónustustig eða lífsgæði. Áhrifin eru auðvitað meiri þar sem þessar aðgerðir losa dýrmæta raforku inn á kerfið til annarra nota. Eftirspurn eftir raforku hefur verið talvert meiri undanfarið en sem nemur nýrri raforkuframleiðslu inn á kerfið. Þetta hefur skapað verðhækkunarþrýsting. Ofangreindar rafhitunaraðgerðir frá aldamótum hafa losað um 160 GWst á kerfið sem samsvarar raforkunotkun 35 þúsund heimila. M.ö.o. hafa þessar aðgerðir lagt smá lóð á vogarskálarnar á framboðshliðinni til að halda aftur af raforkuhækkunum til allra. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessar „vetrarvirkjanir“ eða bætt vetrar orkunýtni er hagstæðasti „virkjunarkostur“ landsins. Þessi orkunýtniverkefni losa raforku inn á markaðinn á besta tíma án kostnaðar enda er raforkan sem losnar bara hliðarafurð orkunýtni aðgerða. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar