Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 9. maí 2025 13:32 Veturinn er á undanhaldi og þau megineinkenni sem honum fylgja þ.e. myrkur og kuldi. Raforkuþörf eykst á veturna, enda notum við raflýsingu til að mæta myrkrinu og lýsa upp skammdegið. Einnig eykst auðvitað rafhitun til húshitunar eftir því sem kaldara er. Þessi aukna raforkuþörf rímar því miður illa við framleiðslugetu raforkukerfisins á Íslandi. Vatnsaflsvirkjanir mæta um 70% af raforkuþörf kerfisins og eðlilega snýr frosin snjór túrbínum heldur verr en fljótandi vatn. Raforkuþörfin er þannig mest þegar framleiðslugeta vatnsaflsvirkjana er minnst. Ef það væru nú bara til einhverjar vetrarvirkjanir. Reyndar er hagkvæmast og ódýrast að breyta fyrst notkunarþættinum í stað þess að einblína bara á framleiðsluþáttinn. Sem sagt breyta notkunarflokkum sem valda vetrarálaginu þ.e. lýsing og rafhitun. Lýsing LED lýsing hefur umbylt lýsingartækni á heimsvísu sem þýðir að nú þarf miklu minna afl og orku til að ná sömu eða betri ljósgæðum og áður fékkst með gló- eða halógenperum. Það er almennt góð og gild regla að nýta hluti á meðan þeir eru í lagi. Þetta á þó ekki við þegar kemur að gömlum gló- og halógenperum sem enn lýsa. Best er að skipta þeim strax út fyrir betri LED perum með miklu minni afl- og orkunotkun. Tökum dæmi um peru í lítið notuðu rými sem mörgum þætti óþarfi að skipta út, enda virkar hún enn. En ef 10 þúsund kveikja á lítið notuðum glóperum á svipuðum tíma þarf að ræsa óþarfa afl sem auðveldlega mætti minnka um allt að 80% með LED perum. Þetta snýst ekki bara um raforkunotkun heldur líka aflnotkun og þess vegna er mikilvægt að taka niður þessa óþörfu aflþörf. LED væðing ljósastaura er annað dæmi sem sparar mikið af afli og orkunotkun á veturna. Mikilvægt er að hreinsa strax út allar gló- og halógenperur og flýta LED væðingu ljósastaura um allt land. Rafhitun Það eru þrjár leiðir til að minnka rafhitun. Nýjar hitaveitur, varmadælur og bætt nýtni með betri einangrun og hitastýringum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti einmitt nýverið styrki til jarðhitaleitar og verkefna sem auka skilvirkni í rekstri fjarvarmaveitna. Varmadælur eru líka frábær lausn til að minnka rafhitun og þar eru líka styrkir í boði. Stuðningskerfi fyrir varmadælur á rafhituðum lögheimilum hefur verið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Alvöru árangur Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda á rafhituðum svæðum og í raun oftast forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Ríkið styrkti einnig uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt að 40 GWst og svo hafa varmadælustyrkir til rafhitaðra heimila skilað um 10 GWst af raforkusparnaði. Tvöföld kostnaðaráhrif Með minni raforkunotkun, sem fylgir ofangreindum lýsingar- og rafhitunarlausnum, minnkar raforkukostnaður notenda til muna án þess að skerða nokkuð þjónustustig eða lífsgæði. Áhrifin eru auðvitað meiri þar sem þessar aðgerðir losa dýrmæta raforku inn á kerfið til annarra nota. Eftirspurn eftir raforku hefur verið talvert meiri undanfarið en sem nemur nýrri raforkuframleiðslu inn á kerfið. Þetta hefur skapað verðhækkunarþrýsting. Ofangreindar rafhitunaraðgerðir frá aldamótum hafa losað um 160 GWst á kerfið sem samsvarar raforkunotkun 35 þúsund heimila. M.ö.o. hafa þessar aðgerðir lagt smá lóð á vogarskálarnar á framboðshliðinni til að halda aftur af raforkuhækkunum til allra. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessar „vetrarvirkjanir“ eða bætt vetrar orkunýtni er hagstæðasti „virkjunarkostur“ landsins. Þessi orkunýtniverkefni losa raforku inn á markaðinn á besta tíma án kostnaðar enda er raforkan sem losnar bara hliðarafurð orkunýtni aðgerða. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Veturinn er á undanhaldi og þau megineinkenni sem honum fylgja þ.e. myrkur og kuldi. Raforkuþörf eykst á veturna, enda notum við raflýsingu til að mæta myrkrinu og lýsa upp skammdegið. Einnig eykst auðvitað rafhitun til húshitunar eftir því sem kaldara er. Þessi aukna raforkuþörf rímar því miður illa við framleiðslugetu raforkukerfisins á Íslandi. Vatnsaflsvirkjanir mæta um 70% af raforkuþörf kerfisins og eðlilega snýr frosin snjór túrbínum heldur verr en fljótandi vatn. Raforkuþörfin er þannig mest þegar framleiðslugeta vatnsaflsvirkjana er minnst. Ef það væru nú bara til einhverjar vetrarvirkjanir. Reyndar er hagkvæmast og ódýrast að breyta fyrst notkunarþættinum í stað þess að einblína bara á framleiðsluþáttinn. Sem sagt breyta notkunarflokkum sem valda vetrarálaginu þ.e. lýsing og rafhitun. Lýsing LED lýsing hefur umbylt lýsingartækni á heimsvísu sem þýðir að nú þarf miklu minna afl og orku til að ná sömu eða betri ljósgæðum og áður fékkst með gló- eða halógenperum. Það er almennt góð og gild regla að nýta hluti á meðan þeir eru í lagi. Þetta á þó ekki við þegar kemur að gömlum gló- og halógenperum sem enn lýsa. Best er að skipta þeim strax út fyrir betri LED perum með miklu minni afl- og orkunotkun. Tökum dæmi um peru í lítið notuðu rými sem mörgum þætti óþarfi að skipta út, enda virkar hún enn. En ef 10 þúsund kveikja á lítið notuðum glóperum á svipuðum tíma þarf að ræsa óþarfa afl sem auðveldlega mætti minnka um allt að 80% með LED perum. Þetta snýst ekki bara um raforkunotkun heldur líka aflnotkun og þess vegna er mikilvægt að taka niður þessa óþörfu aflþörf. LED væðing ljósastaura er annað dæmi sem sparar mikið af afli og orkunotkun á veturna. Mikilvægt er að hreinsa strax út allar gló- og halógenperur og flýta LED væðingu ljósastaura um allt land. Rafhitun Það eru þrjár leiðir til að minnka rafhitun. Nýjar hitaveitur, varmadælur og bætt nýtni með betri einangrun og hitastýringum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti einmitt nýverið styrki til jarðhitaleitar og verkefna sem auka skilvirkni í rekstri fjarvarmaveitna. Varmadælur eru líka frábær lausn til að minnka rafhitun og þar eru líka styrkir í boði. Stuðningskerfi fyrir varmadælur á rafhituðum lögheimilum hefur verið einfaldað og umsýsla gerð skilvirkari. Notendur geta nú fengið helming af tækjakostnaði varmadæla frá ríkinu og uppsetning á slíkum búnaði hefur engin áhrif á niðurgreiðslurétt þeirra. Alvöru árangur Ríkið hefur greitt út svokallaðar eingreiðslur til fjölmargra hitaveituverkefna síðustu tuttugu árin. Eingreiðslur eru stofnstyrkir til hitaveituframkvæmda á rafhituðum svæðum og í raun oftast forsenda fyrir fjárhagslegum fýsileika þeirra. Með nýjum eða stækkun eldri hitaveitna lækkar niðurgreiðsluþörf ríkis og það svigrúm er nýtt til að greiða út stofnstyrki til að styðja við framkvæmdina. Ríkið hefur greitt yfir þrjá milljarða frá aldamótum til að liðka fyrir veituframkvæmdum. Með þessum framkvæmdum hefur raforkuþörf til húshitunar gróflega minnkað um 110 GWst ári. Ríkið styrkti einnig uppsetningu sjóvarmadælu í Vestmannaeyjum sem minnkaði raforkunotkun í veitunni þar um allt að 40 GWst og svo hafa varmadælustyrkir til rafhitaðra heimila skilað um 10 GWst af raforkusparnaði. Tvöföld kostnaðaráhrif Með minni raforkunotkun, sem fylgir ofangreindum lýsingar- og rafhitunarlausnum, minnkar raforkukostnaður notenda til muna án þess að skerða nokkuð þjónustustig eða lífsgæði. Áhrifin eru auðvitað meiri þar sem þessar aðgerðir losa dýrmæta raforku inn á kerfið til annarra nota. Eftirspurn eftir raforku hefur verið talvert meiri undanfarið en sem nemur nýrri raforkuframleiðslu inn á kerfið. Þetta hefur skapað verðhækkunarþrýsting. Ofangreindar rafhitunaraðgerðir frá aldamótum hafa losað um 160 GWst á kerfið sem samsvarar raforkunotkun 35 þúsund heimila. M.ö.o. hafa þessar aðgerðir lagt smá lóð á vogarskálarnar á framboðshliðinni til að halda aftur af raforkuhækkunum til allra. Enn er talsvert svigrúm til að minnka raforkuþörf til húshitunar og ef rétt er haldið á spöðunum má auðveldlega sækja rúmlega 100 GWst í viðbót á næstu árum. Þessar „vetrarvirkjanir“ eða bætt vetrar orkunýtni er hagstæðasti „virkjunarkostur“ landsins. Þessi orkunýtniverkefni losa raforku inn á markaðinn á besta tíma án kostnaðar enda er raforkan sem losnar bara hliðarafurð orkunýtni aðgerða. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun