„Hún er albesti vinur minn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. maí 2025 23:58 Hundurinn Orka og konan Dagný eru nánir samstarfsfélagar. Hundurinn Orka nýtist vel fyrir nemendur sem hafa orðið fyrir einelti að mati kennara sem stendur að baki framtaksins hundur í kennslustofu. Nemendur segja hundinn vera þeirra besti vinur. Í Rimaskóla tók nýr starfsmaður til starfa á dögunum sem á örskotsstundu er að verða einn sá vinsælasti. Það er hún Orka sem finnst gott að fá klapp á meðan á kennslu stendur. Um er að ræða þróunarverkefni sem ber heitið Hundur í skólastofunni. Draumur að rætast Dagný Gísladóttir, eigandi Orku og hugmyndasmiðurinn á bak við framtakið, segir draum vera að rætast. „Markmiðið er náttúrulega að láta krökkunum líða vel og hafa skólaumhverfið skemmtilegt og þetta er bara ein leið í því að nota hundinn sem íhlutun í skólanum. Hún er yfirleitt svona sultuslök. Hún er reyndar svolítið hrifin af nestinu. Hún er sólgin í nestið? Hún er sólgin í nestið.“ Orka er í skólastofunni tvo daga í viku og læra nemendur með henni. „Það verður meiri ró og við getum nýtt hana til að velja verkefni fyrir okkur. Hann kannski ákveður fyrir okkur hvort við vinnum stærðfræði eða íslesnku fyrst. Þá verður það skemmtilegra því að Orka valdi það en ekki ég.“ „Albesti vinur minn“ Dagný vonast til að fleiri skólar fylgi í kjölfarið. En hvað segja krakkarnir um þennan loðna lærdómsfélaga? Hvað getið þið sagt mér um Orku Stelpur? „Hún er skemmtileg og ég elska að klappa henni alltaf þegar ég er að læra,“ sagði Bríet Emma. „Hún labbar bara um og er rosa mjúk,“ sagði Anna Kristín Hauksdóttir. „Hún gefur okkur vinnufrið og liggur stundum og við fáum stundum að koma til hennar og vinna hjá henni,“ sagði Amelía T. Halldórsdóttir. Er Orka bara einn af bestu vinum ykkar? „Já hún er albesti vinur minn,“ svaraði Anna Kristín. „Fyrst elskar hún að þefa í ruslinu. Hún er alveg sjúk í því ef það er kókómjólk eða eitthvað. Líka ef okkur líður illa eða eitthvað þá megum við leggjast hjá henni eða eitthvað,“ sagði Magnús Þór. Og er það kósý? „Já það er rosa kósý.“ Dýr Börn og uppeldi Grunnskólar Hundar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Í Rimaskóla tók nýr starfsmaður til starfa á dögunum sem á örskotsstundu er að verða einn sá vinsælasti. Það er hún Orka sem finnst gott að fá klapp á meðan á kennslu stendur. Um er að ræða þróunarverkefni sem ber heitið Hundur í skólastofunni. Draumur að rætast Dagný Gísladóttir, eigandi Orku og hugmyndasmiðurinn á bak við framtakið, segir draum vera að rætast. „Markmiðið er náttúrulega að láta krökkunum líða vel og hafa skólaumhverfið skemmtilegt og þetta er bara ein leið í því að nota hundinn sem íhlutun í skólanum. Hún er yfirleitt svona sultuslök. Hún er reyndar svolítið hrifin af nestinu. Hún er sólgin í nestið? Hún er sólgin í nestið.“ Orka er í skólastofunni tvo daga í viku og læra nemendur með henni. „Það verður meiri ró og við getum nýtt hana til að velja verkefni fyrir okkur. Hann kannski ákveður fyrir okkur hvort við vinnum stærðfræði eða íslesnku fyrst. Þá verður það skemmtilegra því að Orka valdi það en ekki ég.“ „Albesti vinur minn“ Dagný vonast til að fleiri skólar fylgi í kjölfarið. En hvað segja krakkarnir um þennan loðna lærdómsfélaga? Hvað getið þið sagt mér um Orku Stelpur? „Hún er skemmtileg og ég elska að klappa henni alltaf þegar ég er að læra,“ sagði Bríet Emma. „Hún labbar bara um og er rosa mjúk,“ sagði Anna Kristín Hauksdóttir. „Hún gefur okkur vinnufrið og liggur stundum og við fáum stundum að koma til hennar og vinna hjá henni,“ sagði Amelía T. Halldórsdóttir. Er Orka bara einn af bestu vinum ykkar? „Já hún er albesti vinur minn,“ svaraði Anna Kristín. „Fyrst elskar hún að þefa í ruslinu. Hún er alveg sjúk í því ef það er kókómjólk eða eitthvað. Líka ef okkur líður illa eða eitthvað þá megum við leggjast hjá henni eða eitthvað,“ sagði Magnús Þór. Og er það kósý? „Já það er rosa kósý.“
Dýr Börn og uppeldi Grunnskólar Hundar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira