Innherji

Al­vot­ech bætir við skráningu í Sví­þjóð eftir upp­gjör sem var vel yfir væntingum

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessman, forstjóri og aðaleigandi Alvotech, segir að meginmarkmið félagsins á næstu mánuðum sé markaðssetning fjögurra nýrra hliðstæða. „Með kaupunum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð og hraðari takti í lyfjaþróun, höldum við áfram að byggja upp eitt verðmætasta safn líftæknilyfjahliðstæða sem þekkist í okkar grein. Forskot okkar byggir á þeirri fullkomnu aðstöðu til þróunar og framleiðslu sem við höfum byggt upp, þar sem allir þættir eru á einni hendi.“
Róbert Wessman, forstjóri og aðaleigandi Alvotech, segir að meginmarkmið félagsins á næstu mánuðum sé markaðssetning fjögurra nýrra hliðstæða. „Með kaupunum á rannsóknarstarfsemi Xbrane í Svíþjóð og hraðari takti í lyfjaþróun, höldum við áfram að byggja upp eitt verðmætasta safn líftæknilyfjahliðstæða sem þekkist í okkar grein. Forskot okkar byggir á þeirri fullkomnu aðstöðu til þróunar og framleiðslu sem við höfum byggt upp, þar sem allir þættir eru á einni hendi.“

Tekjur og rekstrarhagnaður Alvotech á fyrsta fjórðungi var verulega yfir væntingum greinenda, sem þýddi að hlutabréfaverð félagsins hækkaði um meira en tuttugu prósent í viðskiptum á eftirmarkaði í Bandaríkjunum, og hafa stjórnendur félagsins uppfært nokkuð afkomuspána fyrir árið 2025. Félagið hefur jafnframt boðað skráningu og útboð í Svíþjóð síðar í mánuðinum, sem er aðeins um fjögur hundruð milljónir að stærð og því ekki til að afla nýs hlutafjár, og verður útboðsgengið að hámarki í kringum 1.200 krónur á hlut.


Tengdar fréttir

Fjár­festar stækkuðu enn frekar skort­stöðu sína í hluta­bréfum Al­vot­ech

Umfang skortsölu með hlutabréf Alvotech í Nasdaq-kauphöllinni í Bandaríkjunum jókst um fjórðung á fyrstu vikum þessa mánaðar, skömmu eftir birtingu ársuppgjörs og ákvörðunar Bandaríkjaforseta að efna til tollastríðs við umheiminn. Hlutabréfaverð Alvotech, sem er niður um meira en þrjátíu prósent á fáeinum vikum, hefur verið að nálgast sitt lægsta gildi frá því að félaginu var fleytt á markað um sumarið 2022.

Al­vot­ech kaupir þróunar­starf­semi Xbra­ne og stefnir að skráningu í Svíþjóð

Alvotech hefur haslað sér völl innan sænska líftæknigeirans, sem er einn sá stærsti á heimsvísu, með kaupum á allri þróunarstarfsemi Xbrane Biopharma ásamt fyrirhugaðri hliðstæðu félagsins fyrir nærri fjóra milljarða. Þá segist Alvotech, sem er fyrir skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, ætla að skoða þann möguleika að skrá félagið í kauphöllina í Stokkhólmi innan fárra ára.

Fjár­festar marg­földuðu skort­stöður í bréfum Al­vot­ech í að­draganda upp­gjörs

Á fáeinum mánuðum jókst umfang skortsölu með hlutabréf í Alvotech á markaði í Bandaríkjunum um liðlega sjöfalt og var í hæstu hæðum þegar félagið birti ársuppgjör sitt og uppfærða afkomuspá, sem var undir væntingum fjárfesta, í lok mars. Veðmál þeirra fjárfesta, sem var ágætlega stórt í hlutfalli við frjálst flot á bréfunum vestanhafs, hefur gefist vel en hlutabréfaverð Alvotech hefur lækkað um nærri þriðjung frá þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×