Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:09 Kári Stefánsson segist hafa fengið tvö atvinnutilboð en hafi ekki sérstakan hug á að flytja erlendis. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ en mögulega séu þó minni líkur á því núna þegar hann sé hættur sem forstjóri. Hann segist þó minnst vilja spá fyrir um framtíðina. Kári er 76 ára gamall og segir það hafa kannski verið komið að því að þolinmæði samstarfsfólks hans hafi verið komin að þrotum. „Að láta þennan öldung vera að þvælast þarna um og hafa skoðun á öllu milli himins og jarðar,“ segir Kári sem var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni dag. Þar fór hann yfir stöðu fyrirtækisins eftir brotthvarf hans, gögn fyrirtækisins og hans næstu skref. Hann segir gögn Íslenskrar erfðagreiningar sitja hjá fólki í Vatnsmýrinni sem sé fyllilega í stakk búið til að vernda gögnin vel. Það sé frábært fólk að leiða starfsemina og ekki til betra fólk til að verja gögnin. Hann segir fyrirtækið með einhverjar upplýsingar um allflesta Íslendinga. „Þær eru misnákvæmar. Við erum með lífsýni úr 175 þúsund Íslendingum og það má segja sem svo að við séum með fullkomnastar upplýsingar um þá Íslendinga. En síðan getum við nákvæmlega eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, við getum getið okkur til um mjög marga af hinum,“ segir kári og það sé einfaldlega því þau eru með ættfræði allrar þjóðarinnar. Hann segir gögnin alveg jafn örugg núna og áður en hann hætti sem forstjóri. Hann segir ekki hægt að taka gögnin úr landi. Íslensk erfðagreining sé vörsluaðili gagnanna og megi vinna úr þeim en það sé háð leyfi Vísindasiðanefndar og það séu takmörk fyrir því hvernig Íslensk erfðagreining megi vinna þau. Kári segir að ef til er sýni frá fólki sé það aðeins þar vegna þess að það hefur sjálft gefið upplýst samþykki og fyrirtækið svo unnið úr því. Þriðjungur ekki viss hvort ÍE sé með sýni Reykjavík síðdegis framkvæmdi könnun þar sem fólk var spurt hvort gögnin þeirra væru hjá fyrirtækinu. Þriðjungur sagðist ekki vita það. Kári segir það algjörlega á ábyrgð hvers einstaklings að vita hvort þau hafi gefið lífs'sýni eða önnur gögn. „Það er með Íslendinga eins og alla aðra, að gleymska þeirra og vitleysa er á þeirra ábyrgð en ekki annarra.“ Kári segist vera að vinna við allskonar hluti. Hann sé að skrifa en svo geti verið að hann fari að „vasast“ í vísindarannsóknum annars staðar. „Maður veit aldrei, það hafa tvö fyrirtæki út í heimi haft samband við mig síðan þetta fréttist út að ég væri hættur…Mitt svar var að þrátt fyrir æsku mína þá var ég ekkert endilega ákafur að flytjast eitthvað út í heim og ég held að ég láti mér það nægja að skrifa núna um eitthvað annað en mannerfðfræði, þó kannski í ljósi mannerfðafræði, ég veit það ekki.“ Hann segir Íslenska erfðagreiningu í höndunum á afburðafólki. Þar sé hópur vísindamanna sem sé bestur á sínu sviði. Það sem valdi honum þó áhyggjum sé að fyrirtækið glati sjálfstæði sínu gagnvart Amgen. „Ég stóð í töluverðum átökum við stjórnendur Amgen út af þessu. Ég var að reyna að halda í sjálfstæði fyrirtækisins þannig það gæti haldið áfram að vinna grundvallarrannsóknir á sviði mannerfðafræði á sem skemmtilegastan hátt. Ég var greinilega mjög harður í þeim átökum og það endaði á því að ég var búin að misbjóða stjórnendum Amgen að því marki að mér var ekki líft í húsinu lengur.“ Minni líkur á sameiningu Hann segir brottför sína mögulega minnka þrýstinginn á því að Amgen innlimi Íslenska erfðagreiningu inn í alþjóðlegu samsteypuna. „Það eina sem ég hef áhyggjur af þegar kemur að Íslenskri erfðagreiningu er sá möguleiki að Amgen gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því síðan út,“ segir klári en að líkurnar séu mögulega minni á því núna en áður en hann hætti. Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vistaskipti Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Kári er 76 ára gamall og segir það hafa kannski verið komið að því að þolinmæði samstarfsfólks hans hafi verið komin að þrotum. „Að láta þennan öldung vera að þvælast þarna um og hafa skoðun á öllu milli himins og jarðar,“ segir Kári sem var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni dag. Þar fór hann yfir stöðu fyrirtækisins eftir brotthvarf hans, gögn fyrirtækisins og hans næstu skref. Hann segir gögn Íslenskrar erfðagreiningar sitja hjá fólki í Vatnsmýrinni sem sé fyllilega í stakk búið til að vernda gögnin vel. Það sé frábært fólk að leiða starfsemina og ekki til betra fólk til að verja gögnin. Hann segir fyrirtækið með einhverjar upplýsingar um allflesta Íslendinga. „Þær eru misnákvæmar. Við erum með lífsýni úr 175 þúsund Íslendingum og það má segja sem svo að við séum með fullkomnastar upplýsingar um þá Íslendinga. En síðan getum við nákvæmlega eins og allir aðrir í íslensku samfélagi, við getum getið okkur til um mjög marga af hinum,“ segir kári og það sé einfaldlega því þau eru með ættfræði allrar þjóðarinnar. Hann segir gögnin alveg jafn örugg núna og áður en hann hætti sem forstjóri. Hann segir ekki hægt að taka gögnin úr landi. Íslensk erfðagreining sé vörsluaðili gagnanna og megi vinna úr þeim en það sé háð leyfi Vísindasiðanefndar og það séu takmörk fyrir því hvernig Íslensk erfðagreining megi vinna þau. Kári segir að ef til er sýni frá fólki sé það aðeins þar vegna þess að það hefur sjálft gefið upplýst samþykki og fyrirtækið svo unnið úr því. Þriðjungur ekki viss hvort ÍE sé með sýni Reykjavík síðdegis framkvæmdi könnun þar sem fólk var spurt hvort gögnin þeirra væru hjá fyrirtækinu. Þriðjungur sagðist ekki vita það. Kári segir það algjörlega á ábyrgð hvers einstaklings að vita hvort þau hafi gefið lífs'sýni eða önnur gögn. „Það er með Íslendinga eins og alla aðra, að gleymska þeirra og vitleysa er á þeirra ábyrgð en ekki annarra.“ Kári segist vera að vinna við allskonar hluti. Hann sé að skrifa en svo geti verið að hann fari að „vasast“ í vísindarannsóknum annars staðar. „Maður veit aldrei, það hafa tvö fyrirtæki út í heimi haft samband við mig síðan þetta fréttist út að ég væri hættur…Mitt svar var að þrátt fyrir æsku mína þá var ég ekkert endilega ákafur að flytjast eitthvað út í heim og ég held að ég láti mér það nægja að skrifa núna um eitthvað annað en mannerfðfræði, þó kannski í ljósi mannerfðafræði, ég veit það ekki.“ Hann segir Íslenska erfðagreiningu í höndunum á afburðafólki. Þar sé hópur vísindamanna sem sé bestur á sínu sviði. Það sem valdi honum þó áhyggjum sé að fyrirtækið glati sjálfstæði sínu gagnvart Amgen. „Ég stóð í töluverðum átökum við stjórnendur Amgen út af þessu. Ég var að reyna að halda í sjálfstæði fyrirtækisins þannig það gæti haldið áfram að vinna grundvallarrannsóknir á sviði mannerfðafræði á sem skemmtilegastan hátt. Ég var greinilega mjög harður í þeim átökum og það endaði á því að ég var búin að misbjóða stjórnendum Amgen að því marki að mér var ekki líft í húsinu lengur.“ Minni líkur á sameiningu Hann segir brottför sína mögulega minnka þrýstinginn á því að Amgen innlimi Íslenska erfðagreiningu inn í alþjóðlegu samsteypuna. „Það eina sem ég hef áhyggjur af þegar kemur að Íslenskri erfðagreiningu er sá möguleiki að Amgen gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því síðan út,“ segir klári en að líkurnar séu mögulega minni á því núna en áður en hann hætti.
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vistaskipti Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent