Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 7. maí 2025 15:31 Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma. Oft á tíðum hef ég einblínt á það sem aflaga fer, hvernig fólk kemur fram, hvað það segir o.s.frv. Þetta hefur ekki skilað mér miklu, nema kannski helst vanlíðan og ómögulegheitum. Þegar ég hins vegar næ að beina sjónum mínum að mér sjálfri og mínum viðbrögðum við því sem lífið hefur upp á að bjóða þá virðast hlutirnir ganga betur. Ég hef nefnilega enga stjórn á því hvað aðrir gera eða segja en ég hef fulla stjórn á því hvernig ég bregst við. Mér tekst þó ekki alltaf vel upp en ég læt mistökin ekki stoppa mig af, ég stend upp aftur og held ótrauð áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég næ að beina athyglinni að sjálfri mér þá virðist lífið frekar vera með mér í liði, mér líður betur og ég undrast í raun hvað ég hef mikla stjórn á hlutunum. Allt snýst þetta um að velja hvað ég legg áherslu á og í hvað ég nýti krafta mína. Verum upptekin af okkar eigin hegðun, okkar eigin viðbrögðum, okkar eigin orðum. Í því felst heilmikill kraftur sem færir okkur betri líðan og hún er bráðsmitandi. 10 hlutir sem ég get haft stjórn á: Ég get valið hvernig ég bregst við áreiti. Ég get valið að nýta hæfileikana mína. Ég get valið orðin sem ég nota. Ég get valið að vera þakklát. Ég get valið hvernig ég túlka hlutina. Ég get valið hvort ég hlusta. Ég get valið að biðja um hjálp. Ég get valið að sýna öðrum virðingu. Ég get valið að róa mig niður þegar ég kemst í uppnám. Ég get valið hvernig ég kem fram við aðra. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lífið færir mér ýmsar áskoranir og það væri óskandi að ég hefði stjórn á þeim öllum. Svo er víst ekki, það eina sem ég get stjórnað er ég sjálf, mín viðbrögð, mín hegðun og framkoma. Oft á tíðum hef ég einblínt á það sem aflaga fer, hvernig fólk kemur fram, hvað það segir o.s.frv. Þetta hefur ekki skilað mér miklu, nema kannski helst vanlíðan og ómögulegheitum. Þegar ég hins vegar næ að beina sjónum mínum að mér sjálfri og mínum viðbrögðum við því sem lífið hefur upp á að bjóða þá virðast hlutirnir ganga betur. Ég hef nefnilega enga stjórn á því hvað aðrir gera eða segja en ég hef fulla stjórn á því hvernig ég bregst við. Mér tekst þó ekki alltaf vel upp en ég læt mistökin ekki stoppa mig af, ég stend upp aftur og held ótrauð áfram. Það er svo merkilegt að þegar ég næ að beina athyglinni að sjálfri mér þá virðist lífið frekar vera með mér í liði, mér líður betur og ég undrast í raun hvað ég hef mikla stjórn á hlutunum. Allt snýst þetta um að velja hvað ég legg áherslu á og í hvað ég nýti krafta mína. Verum upptekin af okkar eigin hegðun, okkar eigin viðbrögðum, okkar eigin orðum. Í því felst heilmikill kraftur sem færir okkur betri líðan og hún er bráðsmitandi. 10 hlutir sem ég get haft stjórn á: Ég get valið hvernig ég bregst við áreiti. Ég get valið að nýta hæfileikana mína. Ég get valið orðin sem ég nota. Ég get valið að vera þakklát. Ég get valið hvernig ég túlka hlutina. Ég get valið hvort ég hlusta. Ég get valið að biðja um hjálp. Ég get valið að sýna öðrum virðingu. Ég get valið að róa mig niður þegar ég kemst í uppnám. Ég get valið hvernig ég kem fram við aðra. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar