Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2025 10:31 Jói og Kristín njóta lífsins í Hveragerði. Jói Fel er nýtrúlofaður og ástfanginn og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni. Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Sjá meira
Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er orðin yfirmaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Alltaf draumurinn að búa í Hveragerði „Það er náttúran, blómin og lyktin, það er eitthvað við þetta,“ segir Jói um ástæðuna af hverju þau ákváðu að flytja til Hveragerðis. „Ég man þegar foreldrar mínir keyrðu hérna yfir á malarvegi þegar ég var lítill, mér fannst svo geggjað að keyra hérna niður kambana. Ég er búinn að hugsa um þetta síðan, síðan ég var smápolli. Þegar við fluttum hingað vorum við ekki að vinna hérna á svæðinu en við köllum þetta örlögin. Konan mín er orðin forstöðumaður á Litla Hrauni. Hún er lögreglumaður og hjúkrunarfræðingur og með meistarapróf í áfalla og krísustjórnun og hún bara datt þarna inn.“ Hann segir að seinna hafi verið auglýst eftir matreiðslumanni á hrauninu í afleysingar í sumar og hann hafi sótt um það starf. „Ég ætla fara kenna föngunum að elda, baka og mála í sumar,“ segir Jói en parið kynntist á sínum tíma í World Class það sem þau stunduðu bæði líkamsrækt af krafti. Hann segist hafa orðið ástfanginn af henni Evu þegar hann sá hana í fyrsta sinn. „Við erum ekki komin með brúðkaupsdag en ætlum að stefna á næsta ár og ætlum að undirbúa þetta alveg svakalega vel. En það verður í Vestmannaeyjum. Konan mín er fæddur og uppalinn Vestmanneyingur og ég sagði við hana, ef það verður brúðkaup þá verður það í Vestmannaeyjum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Matur Hveragerði Ástin og lífið Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist