Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2025 19:03 Sigurbjörg segir daginn í dag hafa verið ógeðslegan. Hún viti ekkert hvað bíði hennar. Vísir/Ívar Fannar Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Konan var borin út úr íbúðinni í Bríetartúni af fulltrúum lögreglu og sýslumanns í morgun. Fram hefur komið í fréttum að hún hafi ekki greitt leigu vegna nágranna á stigagangi hennar, sem hafi haldið húsinu í heljargreipum með ofbeldi, hótunum og þjófnaði. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða sagði í samtali við fréttastofu í dag að að leigjendur séu ekki bornir út nema allt hafi verið reynt fyrst til að leysa úr þeirra málum. Rætt var við föður konunnar í gær, sem sagðist telja best ef Félagsbústaðir gætu fengið leiguupphæðina beint frá Tryggingastofnun, áður en bætur eru greiddar út. „Ógeð“ Konan, sem heitir Sigurbjörg Jónsdóttir, segist hafa fengið að vita af útburðinum með sex daga fyrirvara. „Fyrsti [maí] var á fimmtudeginum. Þannig að þetta er föstudagur og svo mánudagur. Hálf tíu í morgun voru allir mættir,“ segir Sigurbjörg. Hún var þá við húsið að vitja annars katta sinna, sem hafi orðið eftir þegar hún var borin út. Félagsráðgjafi og fulltrúi vettvangs- og ráðgjafarteymis borgarinnar hafi varið þessum tíma í að reyna að komast í samband við Félagsbústaði vegna málsins. „Og þá fékk ég að vita, um sexleytið í gærkvöldi, að klukkan hálf tíu á morgun yrði ég borin út.“ „Þetta er bara búið að vera ógeð,“ segir Sigurbjörg um daginn í dag. Hvorki frelsi né öryggi í Bríetartúni Hún segir nágranna sinn hafa haldið sér í heljargreipum með hótunum síðustu þrjú ár. Setið hafi verið fyrir henni og ráðist á hana. „Lífið snýst um frelsi og öryggi. Frelsið finnst í örygginu, og öryggið í frelsinu. Hér í Bríetartúni er hvorugt þekkjanlegt. Þessi saga er svo löng, og mikil og ströng. Án gríns, það er búið að ræna mig öllu.“ Sigurbjörg krýpur hér á stéttinni fyrir utan stigaganginn, eftir að hafa verið borin út af heimili sínu.Vísir/Anton Brink Sigurbjörg hafi stundum varið klukkutíma á dag í að byrgja sig inni í íbúð sinni, af ótta við að brotist yrði inn. Félagsbústaðir hafi lofað að brugðist yrði við ástandinu. „Og standa aldrei við neitt.“ En hvað bíður þín þá núna, þegar það er búið að bera þig út? Hvert ferðu? „Ekki grænan Guðmund. Ég er ekki að fara í Konukot og ég er bara ekki að fara neitt. Ég bara hef ekki hugmynd. Ég bara veit ekkert,“ segir Sigurbjörg.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Lögreglumál Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40