Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Siggeir Ævarsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 5. maí 2025 23:11 Ólafur Ólafsson í baráttu um boltann í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Fyrirliði Grindvíkinga átti mjög erfitt eftir tapleikinn á móti Stjörnunni í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, mætti í viðtal til Andra Más eftir leik og svarið var einfalt þegar hann var spurður hvað sæti helst í honum eftir þetta tap. „Bara að hafa tapað. Við komum kannski pínu flatir út í byrjun en héngum alltaf í þeim, misstum þá aldrei of langt frá okkur. Komum og jöfnuðum leikinn. Bara nokkur „play“ hérna í lokin, sóknarfrákast og eitthvað sem að voru þeirra. Bara kredit á þá.“ Klippa: Ólafur felldi tár og ætlar að vinna í sjálfum sér Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni Eftir flata byrjun komust Grindvíkingar smám saman í takt. „Við vorum að hreyfa okkur bara í vörninni. Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni og vorum allir á sömu blaðsíðunni. Vorum að láta boltann flæða, vorum að hreyfa þá og þá fengum við ódýrar körfur. Ég hefði kannski mátt hitta aðeins betur í seinni hálfleik en það er bara svoleiðis.“ Ólafur var síðan beðinn um að fara aðeins yfir síðustu tvær mínútur leiksins. „Bara tvö hörku góð lið að spila. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið og héldum alltaf áfram og komust ansi nálægt því en 50/50 boltarnir þeir duttu þeirra megin í lokin.“ Það urðu einhver læti í leikslok sem Ólafur var í hringiðunni á. Hann átti þó góðar skýringar á því hvað gekk á. Bara búið að vera erfitt ár „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er. Bara búið að vera erfitt ár, eða síðustu tvö ár rosalega erfið. Það hafði ekkert að gera með að ég hafi tapað leiknum. Hann bara hreytti einhverju í mig og var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kom í áttina að honum. Bara fljótur upp, biðst afsökunar á því.“ Andri spurði hann nánar út í þessi síðustu tvö ár og var augljóst að Ólafur átti í fullu fangi með að halda aftur að tárunum. „Bara erfitt. Stórt skarð sem við misstum í fjölskyldunni. Þetta er bara búið að vera erfitt síðustu tvö ár, rýmingin og svo þegar pabbi deyr. Bara búið að vera erfitt.“ Set sjálfan mig í fyrsta sæti Hann var að lokum spurður um framhaldið, sem virðist vera nokkuð skýrt en samt kannski ekki. „Ég er ennþá með samning allavegana. Þannig að ég veit ekki. Bara fara að vinna svolítið í sjálfum mér og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31 „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46 „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, mætti í viðtal til Andra Más eftir leik og svarið var einfalt þegar hann var spurður hvað sæti helst í honum eftir þetta tap. „Bara að hafa tapað. Við komum kannski pínu flatir út í byrjun en héngum alltaf í þeim, misstum þá aldrei of langt frá okkur. Komum og jöfnuðum leikinn. Bara nokkur „play“ hérna í lokin, sóknarfrákast og eitthvað sem að voru þeirra. Bara kredit á þá.“ Klippa: Ólafur felldi tár og ætlar að vinna í sjálfum sér Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni Eftir flata byrjun komust Grindvíkingar smám saman í takt. „Við vorum að hreyfa okkur bara í vörninni. Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni og vorum allir á sömu blaðsíðunni. Vorum að láta boltann flæða, vorum að hreyfa þá og þá fengum við ódýrar körfur. Ég hefði kannski mátt hitta aðeins betur í seinni hálfleik en það er bara svoleiðis.“ Ólafur var síðan beðinn um að fara aðeins yfir síðustu tvær mínútur leiksins. „Bara tvö hörku góð lið að spila. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið og héldum alltaf áfram og komust ansi nálægt því en 50/50 boltarnir þeir duttu þeirra megin í lokin.“ Það urðu einhver læti í leikslok sem Ólafur var í hringiðunni á. Hann átti þó góðar skýringar á því hvað gekk á. Bara búið að vera erfitt ár „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er. Bara búið að vera erfitt ár, eða síðustu tvö ár rosalega erfið. Það hafði ekkert að gera með að ég hafi tapað leiknum. Hann bara hreytti einhverju í mig og var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kom í áttina að honum. Bara fljótur upp, biðst afsökunar á því.“ Andri spurði hann nánar út í þessi síðustu tvö ár og var augljóst að Ólafur átti í fullu fangi með að halda aftur að tárunum. „Bara erfitt. Stórt skarð sem við misstum í fjölskyldunni. Þetta er bara búið að vera erfitt síðustu tvö ár, rýmingin og svo þegar pabbi deyr. Bara búið að vera erfitt.“ Set sjálfan mig í fyrsta sæti Hann var að lokum spurður um framhaldið, sem virðist vera nokkuð skýrt en samt kannski ekki. „Ég er ennþá með samning allavegana. Þannig að ég veit ekki. Bara fara að vinna svolítið í sjálfum mér og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31 „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46 „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31
„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46
„Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47