Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar 5. maí 2025 13:00 Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Árborg Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2024 sem kynntur var á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag sýnir stórkostlegan viðsnúning í rekstri Árborgar. Samstillt átak bæjarstjórnar og starfsmanna sveitarfélagsins hefur skilað sér í ábyrgari rekstri og stöðvað skuldasöfnun. Viðsnúningurinn var nauðsynlegur því sveitarfélagið var á þeim stað fjárhagslega sem það má aldrei fara á aftur. Á síðasta kjörtímabili undir stjórn Miðflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Áfram Árborgar 2018-2022 fór rekstur sveitarfélagsins úr böndunum. Almenn útgjöld jukust langt umfram tekjur og taka þurfti milljarða í lán til að standa undir daglegum rekstri sveitarfélagsins. Í valdatíð þessara flokka jukust skuldir sveitarfélagsins úr 12,3 ma.kr árið 2018 í 28,3 ma.kr árið 2022. Af þeim skuldum voru um fimm milljarðar teknir að láni vegna daglegs rekstrar en ekki fjárfestinga. Í upphafi núverandi kjörtímabils, þegar nýr meirihluti sjálfstæðismanna tók við í byrjun sumars 2022 var staðan þannig að sveitarfélagið var rekið með 8,7 millj.kr tapi á dag!. Sveitarfélagið hafði þurft að fjármagna rekstur með lántöku mánuð eftir mánuð. Þetta hafa fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar aldrei þorað að horfast í augu við og viðurkenna. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka heimili, fyrirtæki né sveitarfélag til lengri tíma ef útgjöldin eru meiri en innkoman. Þetta var ástæða þess að nauðsynlegt var að ráðast í aðgerðir og endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins. Í framhaldi hefur bæjarstjórn unnið ötullega að því, ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins, að hagræða í rekstrinum en á sama tíma reynt eftir fremsta megni að standa vörð um velferð íbúa og okkar viðkvæmustu hópa. Aðgerðir og hagræðing á rekstri Strax í upphafi kjörtímabilsins var gripið til aðgerða. Þær aðgerðir báru árangur og í lok árs 2022 var afkoma sveitarfélagsins um 500 milljónum betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Því miður gaf fjárhagsáætlun ársins 2023 til kynna að skuldaviðmið Árborgar gæti að óbreyttu farið úr 156,6% upp í 163,2% og uppsafnaður hallarekstur árin 2020-2023 orðið um 6.500 millj.kr. Í framhaldi var því unnin markviss aðgerðaráætlun til að ná fjárhagsstöðu Árborgar á réttan kjöl. Ráðist var í miklar aðgerðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins og eru þær aðgerðir með þeim umfangsmestu sem farið hefur verið í af sveitarfélagi hér á Íslandi. Stöðugildum var fækkað í heildina um liðlega hundrað, innkaupabann var sett á stofnanir og allar gjaldskrár voru endurskoðaðar. (Uppsafnaður hallarekstur Árborgar árin 2020-2023 orðin 6.500 millj.kr.) Þrátt fyrir aðgerðir sem þegar var búið að fara í runnu upp erfiðustu mánaðarmót sveitarfélagsins þann 1.ágúst 2023. Þegar búið var að greiða út laun til starfsfólks átti sveitarfélagið um 17 m.kr eftir til að greiða aðra reikninga. Já, áttunda stærsta sveitarfélag landsins átti ekki meira til og var hársbreidd frá því að missa fjárhagslegt sjálfstæði til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Bæjarstjórn og starfsmenn sveitarfélagsins höfðu þegar ráðist í miklar hagræðingar á þessum tímapunkti og m.a staðið að fjölda erfiðra uppsagna. Allt miðaði að því auka skilvirkni í rekstrinum og ekki var stofnað til aukinna útgjalda. Þrátt fyrir allt var lausafjárvandinn mikill og staðan grafalvarleg. Ekkert var öruggt með sölu eigna, lækkun verðbólgu eða annarra utanaðkomandi þátta. Af þessum ástæðum og til þess að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins neyddist sveitarfélagið haustið 2023 til að setja álag á útsvar, sem er neyðarúrræði! Hvað breytist 2024 umfram áætlun? Sala byggingarréttar upp á 1.200 millj.kr. á fyrri hluta ársins sem var 500 millj.kr. yfir lámarks tilboði gjörbreyttu rekstraraðstæðum sveitarfélagsins. Þá var einungis tekið lán upp á 1.375 millj.kr. en árið 2023 námu ný lán 3.899 millj. og ekki þurfti að nota yfirdráttarheimildir líkt og fyrri ár. Launakostnaður var 260 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir í áætlun 2024, framlög úr jöfnunarsjóði voru 647 millj.kr. meiri, ásamt útsvarstekjum vegna aukinnar íbúafjölgunar. Samanlagt er þetta viðsnúningur í rekstrinum um 2.345 millj.kr. Það er mikilvægt að það komi fram að nær allur viðsnúningurinn raungerðist ekki fyrr en á síðustu þremur mánuðum ársins 2024. Staðreyndin er sú að þær aðgerðir sem sjálfstæðismenn hafa leitt í bæjarstjórn og nú með nýrri forystu, ásamt Áfram Árborg eru byrjaðar að skila árangri. Aðgerðirnar hafa ekki verið sársaukalausar en þær munu á endanum skila sér í lægri sköttum og betri þjónustu við alla íbúa sveitarfélagsins. Höfundur er formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun