Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar 5. maí 2025 10:30 Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Davíð Aron Routley Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í hinum svokallaða „þróaða“ vestræna heimi, hvort sem það er í Bandaríkjunum, Bretlandi eða víðar um Evrópu hefur innflytjendamál orðið eitt af mest sundrandi málum í dag. Ég ætla aðeins að fara yfir af hverju það gæti verið. Margir í almenningi upplifa að þeir séu undir árás. Sannfærðir um að menning þeirra, störf þeirra, jafnvel þjóðarvitundin sé að rofna vegna fjölda fólks utan frá. En það sem vantar nánast alfarið í meginstraumsfrásagnir (Headlines) sögulegt, samfélagslegt, sálfræðilegt og heimspekileg samhengi: í áratugi hafa þessi sömu lönd, oft undir merki NATO, beint eða óbeint ógnað stöðugleika á svæðum eins og Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Frá drónaárásum og innrásum, til viðskiptaþvingana og auðlindastríða hafa vestræn ríki lagt samfélög í rúst hrakið milljónir á flótta, kveikt í efnahagslegum og andlegum óstöðuleika og eyðilagt innviði sem annars hefðu gert fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi í heimalandi sínu. En fjölmiðlar fjalla sjaldan ítarlega um þetta. Þeir beina í staðinn kastljósinu að landamærahindrunum, hælisleitendum og meintum „ógn“ við menningarlega samstöðu. Þetta er ekki blaðamennska heldur er þetta kallað valin frásögn. Það er meðvituð mótun skynjunar til að verja ríkjandi ástand. Og þetta er geðveiki, í þeim skilningi að það skortir samkennd, sögulegt samhengi og sjálfsskoðun. Það gengur út frá því að almenningur geti ekki eða vilji ekki melta flóknar staðreyndir yfir tíma. Þess í stað er okkur gefinn yfirborðskenndur tvískiptur heimur: löglegt eða ólöglegt, við eða þau, vinstri eða hægri. Og þannig sundrast samfélagið. Ættbálkahugsun eykst (tribalism). Fólk tekur sér stöðu án þess að fá tækifæri til að spyrja af hverju heimurinn er eins og hann er eða hvaða þátt eigin ríkisstjórnir eiga í að móta hann. Vestrænir fjölmiðlar verða eins og speglasalur þar sem hver spegilmynd sýnir aðeins brot af sannleikanum en felur heildarmyndina. Ég er undir engum kringumstæðum að snýst að verja ólöglega innflytjendur. Heldur snýst þessi grein um að skilja rót flutnings, arfleifð íhlutana og þá hættulegu blekkingu að hægt sé að sprengja heilu svæðin til hins ítrasta án þess að súpa ekki súra seiðið af því seinna sem óhjákvæmilega flæða yfir landamæri. Þangað til við tökumst á við þær djúpu sögulegu öfl sem eru í spilinu, munum við halda áfram að berjast innbyrðis um einkenni vandans, á meðan þeir sem bera ábyrgðina ganga lausir. Höfundur er starfsmaður velferðarsviða Reykjavíkurborgar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar